Bjartsýnn brúarsmiður 5. apríl 2007 10:15 Höfundur sem skrifar fyrir fólk Kristín Steinsdóttir á vinnustofu sinni en þar er einnig að finna leikfangahorn ömmubarnanna. MYND/GVA Kynslóðir hafa lesið bækur Kristínar Steinsdóttur upp til agna og nú eru liðin tuttugu ár frá því að fyrsta bókin, sagan Franskbrauð með sultu, kom út en bók sú hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin sama ár. Að þessu tilefni er bókin nú endurútgefin en hún er sú fyrsta í röð minningasagna Kristínar frá bernskuárum hennar á Seyðisfirði. „Hún gerir sig bara ótrúlega vel miðað við aldur,“ segir höfundurinn hógvær. „Það var auðvitað mikið ævintýri að fá gefna út bók eftir sig á sínum tíma, en þetta er heilmikið ævintýri líka.“ Ritferill Kristínar hófst með leikritaskrifum hennar og systurinnar Iðunnar sem sömdu meðal annars hið sívinsæla verk „Síldin kemur og síldin fer“ árið 1986. Það hefur greinilega blundað mikil sögukona í Kristínu alla tíð því hún líkir þeim skrifum og aðdraganda fyrstu bókarinnar við það að skrúfa frá krana. „Þetta var óskaplega gaman – en númer eitt var ég að skemmta sjálfri mér,“ segir hún en lækkar róminn, „en ég man líka hvað ég var undrandi þegar það var hringt í mig og mér sagt að handritið hefði verið valið og það ætti að verðlauna.“ Bókin Franskbrauð með sultu var líka gefin út á hljóðbók síðastliðinn mánudag en þá er einmitt alþjóðlegi barnabókadagurinn.Að byggja brýrEngill á sex tungumálum Metsölubók Kristínar, Engill í vesturbænum, hefur verið þýdd á fimm tungumál.Nú hefur Kristín skrifað ríflega tuttugu bækur fyrir börn og unglinga, tvær skáldsögur, leikrit og smásögur auk þess að fást við þýðingar og námsgagnagerð. „Já, ég hef farið út um víðan völl,“ segir hún hlæjandi, „það er kannski það skemmtilegasta – að takast á við alls konar verkefni.“ Sagnaheimur Kristínar er fjölskrúðugur, persónur hennar úr ýmsum áttum og af öllum stærðum og gerðum, þessa heims og annars.Ein af nýrri bókunum, Engill í vesturbænum, sem nú hefur verið gefinn út á fimm tungumálum auk íslenskunnar, fjallar til dæmis um varúlf, venjulegri Úlf og Línu langsokk. Sú víðförla bók, sem Kristín gerði í félagi við Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur myndlistarkonu, fékk Norrænu barnabókaverðlaunin 2003 og þau vestnorrænu 2004.Kristín áréttar að því fylgir mikil ábyrgð að skrifa fyrir börn. „Nú tala margir um að börn lesi minna og vafalaust er nokkuð til í því en það er líka til fullt af lestrarhestum. Það er mjög gaman hversu frjóir og spurulir krakkar geta verið. Það eru að mörgu leyti forréttindi að fá að skrifa fyrir þau en maður verður að vanda sig. Þú sest ekki niður og rumpar einhverju af bara vegna þess að þú ert að skrifa fyrir krakka. Maður má aldrei skrifa niður til þeirra frekar en fullorðinna.“Kristín hefur meðal annars skrifað bók um vesturfarana og bók sem byggir á einni Íslendingasagnanna og segir það skemmtilega áskorun að vekja áhuga ungra lesenda á fortíðinni. Hún er að mörgu leyti dálítill brúarsmiður í bókunum sínum þegar kemur að því að kynna framandi aðstæður og öðruvísi fólk. „Það er ekkert sjálfgefið að krakkar hafi áhuga á því sem gerðist fyrir hundruðum ára. Maður er alltaf að reyna að segja þeim sitthvað merkilegt án þess að predika. Það er ekkert hryllilegra en predikun í bókum! Ég fer alveg úr húðinni. Það var mikil predikun í barnabókum hér áður fyrr,“ segir hún og hristir hausinn hlæjandi.Skrifar fyrir fólkÞað blundaði víst alls ekki í Kristínu að skrifa fyrir fullorðna til að byrja með. Fyrsta skáldsagan hennar, Sólin sest að morgni, kom út árið 2004 en Kristín rekur aðdraganda hennar til flutninganna frá Akranesi í borgina, breytinganna sem urðu henni til góðs og tilrauna hennar með örsagna-formið sem hún nýtti sér í fyrrgreindri barnabók um vesturbæjarengilinn. „Svo var ég bara kominn með hita í kroppinn,“ útskýrir hún brosandi. Skáldsagan Á eigin vegum sem kom út í fyrra fékk frábæra dóma en þar er á ferðinni óvanaleg þroskasaga fullorðinnar konur, hinnar hæglátu Sigþrúðar, sem lærir að láta drauma sína rætast.„Ég byrjaði fyrir alvöru á henni þegar ég var svo heppin að fá inni í listamannsíbúð í París. En þegar ég var komin til borgarinnar og byrjaði að ganga um göturnar þá tróð París sér einhvern veginn inn í söguna,“ segir Kristín sposk. „París kom ekkert nálægt þessari sögu áður, hún átti bara að gerast í Reykjavík og norður í landi. En það er svo unaðslegt að fá tækifæri til þess að komast burt – þá kviknar á alls konar ljósum.“Þannig leiddi einfaldlega eitt af öðru á höfundarferli Kristínar en hún útskýrir þá skoðun sína að það sé best fyrir höfunda að festast ekki í sama farinu of lengi. Nægir eru um að draga fólk í dilka og flokka niður og það þekkir Kristín sem er þekktust fyrir barnabækur sínar. „Mér finnst frekar fyndið að núna fyrst heita bækurnar mínar „skáldsögur“ – af því að ég er farin að skrifa fyrir fullorðna. Það hefur verið ákveðin tilhneiging í þá átt að setja barnabækur skör lægra en önnur skáldverk, því miður. Hún segir hina eilífu flokkun á höfundum ósköp hvimleiða. „Ég hef verið markaðssett fyrir þennan ákveðna hóp en það breytir því ekki að bækurnar mínar eru lesnar af alls konar fólki. Ég reyni að láta ekki þessa stimplun fara í taugarnar á mér – ég held að maður verði bara gamall og ljótur ef maður er alltaf að ergja sig yfir einhverju og mig langar ekkert til þess!“ Kristín segist vera rithöfundur sem skrifar fyrir fólk. „Hvort sem það er lítið fólk eða stórt fólk, það skiptir mig ekki máli.“Fjara og flóðMargir eru á þeirri skoðun að jólabókaflóðið og þær markaðsaðferðir, sem þá ráða ferðinni, gefi ekki rétta mynd af þeim fjölbreyttu ritverkum sem gefin er út á Íslandi þar sem fjöldi áhugaverðra bóka nær sér ekki á flot í því mikla flóði. Telja ýmsir að bókum eftir konur sé sérlega hætt við slíkum örlögum. Kvenrithöfundar héldu Góugleði á dögunum og verðlaunuðu þá fimm stallsystur sínar fyrir nýjar frumsamdar bækur sem komu út fyrir síðustu jól en saga Kristínar, Á eigin vegum, var ein þeirra.Upphefð þessi er kennd við Fjöruverðlaunin og það lítur út fyrir að framhald verði á þeim auk þess sem þar gefst kærkominn vettvangur fyrir rithöfunda til að skiptast á skoðunum og ræða sín mál. „Mér þótti ósköp vænt um að fá þessi verðlaun,“ segir Kristín og bendir á að það hafi komið sér á óvart hversu margar bækur komu út eftir konur í fyrra en fjöldi frumsaminna titla var í kringum sextíu.„Það var gaman að sjá allar þessar bækur og tilheyra þessum hópi. Að ég tali nú ekki um þau forréttindi að fá að vera ein af þessum fimm sem voru valdar út.“Þegar talið berst að uppskeru kynjanna í hinu títtnefnda jólabókaflóði segist Kristín trúa því að margir eigi mjög bágt í þeim flaumi, bæði konur og karlar. „Sjálfsagt njóta þess einhverjir, við erum svo misjafnlega samsett. En margir kvíða mjög þessum tíma og sumum karlkyns kollega minna finnst þetta algjört svartnætti ekki síður en okkur.“ Hún segir að konur séu mögulega síður duglegar að ota sér fram í því kynningarkapphlaupi sem fylgir jólabókavertíðinni og þetta leggist því enn þá þyngra á þær. „Það er bara svo mikil vitleysa að við skulum ekki geta haft bókadreifingu allt árið. Ég hreinlega skil ekki hverjum er gerður greiði með þessu.“ Kristín útskýrir að þessi knappi tími etji fólki saman. „Þetta er svo mikið brjálæðiskapphlaup sem markaðurinn ýtir undir og sumir hálfdrukkna í flóðinu. Síðan er allt gleymt eftir áramótin. Þess vegna eru Fjöruverðlaunin svo frábær, þau voru haldin síðasta dag góu þegar allir voru búnir að gleyma jólabókaflóðinu.“Kristín segist mjög ánægð með viðtökur gagnrýnenda við nýjustu skáldsögunni en bendir á að sú uppskera sé ekki það sem dregur lengst þegar kemur að kaupum og sölu. „Þá er mikilvægara hvað er á hvaða borði í stórmörkuðum og hver hrynur inn hjá forlögunum í auglýsingum og svo framvegis. Ég verð bara að segja að mér finnst þetta afskaplega sorglegt, eftir hverju er eiginlega verið að dansa?“Enginn skotgrafahernaðurÞátttakendur á málþinginu sem kennt var við Fjöruverðlaunin ræddu vítt og breitt um stöðu kvenrithöfunda og Kristín segir að hún myndi gjarnan vilja gera meira af því að hitta kollega sína því eins og hún áréttar er það á margan hátt einmanalegt starf að vera rithöfundur. „Við sitjum bara fyrir framan skjáina og þegjum, tölum í mesta lagi við persónurnar okkar. Það er mjög gaman að geta hist og spjallað, við höfum öll gott af því. Þá á ég ekki bara við að konur þurfum að hittast bara til að kvarta – heldur skiptast á skoðunum, deila reynslu og gleði.“Kristín áréttar mikilvægi þess að leggjast ekki í skotgrafahernað og vísar aftur til þess hversu hættulegt það er að hengja sig í flokka eða klisjur. „Stundum er sagt að barnabókahöfundar séu skör neðar en höfundar fullorðinsbóka og að konur sé skör neðar en karlar. Eftir þessari skilgreiningu eru konur sem skrifa fyrir börn alveg assgoti neðarlega. Ég veit það ekki. Ég held að allar svona skilgreiningar séu varasamar. Hvað varðar barnabækur er staða þeirra heldur að styrkjast en betur má ef duga skal,“ segir hún og rifjar upp hvernig gagnrýni á þær gleymdist nálega alveg í síðasta jólabókaflóði.Ár og síð og alla tíðKristín var á leið norður í land til að vera viðstödd sextándu uppfærsluna á leikriti hennar og Iðunnar, Síldin kemur og síldin fer, hjá Leikfélagi Hörgdæla um síðustu helgi. „Það er líka sama ævintýrið í hvert einasta sinn,“ segir hún kát í bragði. Talið berst að uppvextinum og náttúruöflunum sem dúkka upp í skrifum hennar. „Ég veit ekki, ég hef aldrei verið annar höfundur en ég er, en náttúran hefur alveg ótrúlega mikið að segja um það hvernig ég skrifa. Skýjafarið á himninum getur skipt sköpum fyrir kafla sem ég er að skrifa. Alls kyns veður, ekki bara falleg ský heldur einmitt einhverjir kólgubakkar líka. Fallegt tunglskinskvöld getur algjörlega hleypt mér á sprett.” Hún segist vera nokkuð veðurknúin og því fylgir að hún hlustar iðulega á veðurfréttirnar á Rás 1. Það rekur hún til bernskuáranna á Seyðisfirði og þess tíma þegar allir lögðu við hlustir þegar spáin var lesin, hvort heldur bændur, sjómenn eða skólastjórar líkt og faðir hennar. „Ég hlusta á veðrið ár og síð og alla tíð. Maðurinn minn hlær nú ekki lítið þegar ég er að hlusta á veðrið. Hann segir það ekki skipta miklu hvort ég hlusti eða ekki, veðrið komi hvort eð er. En þetta er mitt mál. Alveg eins og ég hlusta á Passíusálmana þegar þeir eru lesnir.“ Uppvöxturinn fyrir austan og árin á Akranesi hafa líka gert höfundinn háðan fjöllum og sjávarföllum. „Ég þarf alltaf að hafa útsýni til fjalla og helst að geta farið niður í fjöru og hlustað á öldurnar. Þá daga sem ég er of upptekin og kemst ekki niður af loftinu get ég hlustað á útvarpið. Ef ég finn ekki veðrið á eigin skinni færir útvarpið mér að minnsta kosti fréttir af því.“ n Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Kynslóðir hafa lesið bækur Kristínar Steinsdóttur upp til agna og nú eru liðin tuttugu ár frá því að fyrsta bókin, sagan Franskbrauð með sultu, kom út en bók sú hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin sama ár. Að þessu tilefni er bókin nú endurútgefin en hún er sú fyrsta í röð minningasagna Kristínar frá bernskuárum hennar á Seyðisfirði. „Hún gerir sig bara ótrúlega vel miðað við aldur,“ segir höfundurinn hógvær. „Það var auðvitað mikið ævintýri að fá gefna út bók eftir sig á sínum tíma, en þetta er heilmikið ævintýri líka.“ Ritferill Kristínar hófst með leikritaskrifum hennar og systurinnar Iðunnar sem sömdu meðal annars hið sívinsæla verk „Síldin kemur og síldin fer“ árið 1986. Það hefur greinilega blundað mikil sögukona í Kristínu alla tíð því hún líkir þeim skrifum og aðdraganda fyrstu bókarinnar við það að skrúfa frá krana. „Þetta var óskaplega gaman – en númer eitt var ég að skemmta sjálfri mér,“ segir hún en lækkar róminn, „en ég man líka hvað ég var undrandi þegar það var hringt í mig og mér sagt að handritið hefði verið valið og það ætti að verðlauna.“ Bókin Franskbrauð með sultu var líka gefin út á hljóðbók síðastliðinn mánudag en þá er einmitt alþjóðlegi barnabókadagurinn.Að byggja brýrEngill á sex tungumálum Metsölubók Kristínar, Engill í vesturbænum, hefur verið þýdd á fimm tungumál.Nú hefur Kristín skrifað ríflega tuttugu bækur fyrir börn og unglinga, tvær skáldsögur, leikrit og smásögur auk þess að fást við þýðingar og námsgagnagerð. „Já, ég hef farið út um víðan völl,“ segir hún hlæjandi, „það er kannski það skemmtilegasta – að takast á við alls konar verkefni.“ Sagnaheimur Kristínar er fjölskrúðugur, persónur hennar úr ýmsum áttum og af öllum stærðum og gerðum, þessa heims og annars.Ein af nýrri bókunum, Engill í vesturbænum, sem nú hefur verið gefinn út á fimm tungumálum auk íslenskunnar, fjallar til dæmis um varúlf, venjulegri Úlf og Línu langsokk. Sú víðförla bók, sem Kristín gerði í félagi við Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur myndlistarkonu, fékk Norrænu barnabókaverðlaunin 2003 og þau vestnorrænu 2004.Kristín áréttar að því fylgir mikil ábyrgð að skrifa fyrir börn. „Nú tala margir um að börn lesi minna og vafalaust er nokkuð til í því en það er líka til fullt af lestrarhestum. Það er mjög gaman hversu frjóir og spurulir krakkar geta verið. Það eru að mörgu leyti forréttindi að fá að skrifa fyrir þau en maður verður að vanda sig. Þú sest ekki niður og rumpar einhverju af bara vegna þess að þú ert að skrifa fyrir krakka. Maður má aldrei skrifa niður til þeirra frekar en fullorðinna.“Kristín hefur meðal annars skrifað bók um vesturfarana og bók sem byggir á einni Íslendingasagnanna og segir það skemmtilega áskorun að vekja áhuga ungra lesenda á fortíðinni. Hún er að mörgu leyti dálítill brúarsmiður í bókunum sínum þegar kemur að því að kynna framandi aðstæður og öðruvísi fólk. „Það er ekkert sjálfgefið að krakkar hafi áhuga á því sem gerðist fyrir hundruðum ára. Maður er alltaf að reyna að segja þeim sitthvað merkilegt án þess að predika. Það er ekkert hryllilegra en predikun í bókum! Ég fer alveg úr húðinni. Það var mikil predikun í barnabókum hér áður fyrr,“ segir hún og hristir hausinn hlæjandi.Skrifar fyrir fólkÞað blundaði víst alls ekki í Kristínu að skrifa fyrir fullorðna til að byrja með. Fyrsta skáldsagan hennar, Sólin sest að morgni, kom út árið 2004 en Kristín rekur aðdraganda hennar til flutninganna frá Akranesi í borgina, breytinganna sem urðu henni til góðs og tilrauna hennar með örsagna-formið sem hún nýtti sér í fyrrgreindri barnabók um vesturbæjarengilinn. „Svo var ég bara kominn með hita í kroppinn,“ útskýrir hún brosandi. Skáldsagan Á eigin vegum sem kom út í fyrra fékk frábæra dóma en þar er á ferðinni óvanaleg þroskasaga fullorðinnar konur, hinnar hæglátu Sigþrúðar, sem lærir að láta drauma sína rætast.„Ég byrjaði fyrir alvöru á henni þegar ég var svo heppin að fá inni í listamannsíbúð í París. En þegar ég var komin til borgarinnar og byrjaði að ganga um göturnar þá tróð París sér einhvern veginn inn í söguna,“ segir Kristín sposk. „París kom ekkert nálægt þessari sögu áður, hún átti bara að gerast í Reykjavík og norður í landi. En það er svo unaðslegt að fá tækifæri til þess að komast burt – þá kviknar á alls konar ljósum.“Þannig leiddi einfaldlega eitt af öðru á höfundarferli Kristínar en hún útskýrir þá skoðun sína að það sé best fyrir höfunda að festast ekki í sama farinu of lengi. Nægir eru um að draga fólk í dilka og flokka niður og það þekkir Kristín sem er þekktust fyrir barnabækur sínar. „Mér finnst frekar fyndið að núna fyrst heita bækurnar mínar „skáldsögur“ – af því að ég er farin að skrifa fyrir fullorðna. Það hefur verið ákveðin tilhneiging í þá átt að setja barnabækur skör lægra en önnur skáldverk, því miður. Hún segir hina eilífu flokkun á höfundum ósköp hvimleiða. „Ég hef verið markaðssett fyrir þennan ákveðna hóp en það breytir því ekki að bækurnar mínar eru lesnar af alls konar fólki. Ég reyni að láta ekki þessa stimplun fara í taugarnar á mér – ég held að maður verði bara gamall og ljótur ef maður er alltaf að ergja sig yfir einhverju og mig langar ekkert til þess!“ Kristín segist vera rithöfundur sem skrifar fyrir fólk. „Hvort sem það er lítið fólk eða stórt fólk, það skiptir mig ekki máli.“Fjara og flóðMargir eru á þeirri skoðun að jólabókaflóðið og þær markaðsaðferðir, sem þá ráða ferðinni, gefi ekki rétta mynd af þeim fjölbreyttu ritverkum sem gefin er út á Íslandi þar sem fjöldi áhugaverðra bóka nær sér ekki á flot í því mikla flóði. Telja ýmsir að bókum eftir konur sé sérlega hætt við slíkum örlögum. Kvenrithöfundar héldu Góugleði á dögunum og verðlaunuðu þá fimm stallsystur sínar fyrir nýjar frumsamdar bækur sem komu út fyrir síðustu jól en saga Kristínar, Á eigin vegum, var ein þeirra.Upphefð þessi er kennd við Fjöruverðlaunin og það lítur út fyrir að framhald verði á þeim auk þess sem þar gefst kærkominn vettvangur fyrir rithöfunda til að skiptast á skoðunum og ræða sín mál. „Mér þótti ósköp vænt um að fá þessi verðlaun,“ segir Kristín og bendir á að það hafi komið sér á óvart hversu margar bækur komu út eftir konur í fyrra en fjöldi frumsaminna titla var í kringum sextíu.„Það var gaman að sjá allar þessar bækur og tilheyra þessum hópi. Að ég tali nú ekki um þau forréttindi að fá að vera ein af þessum fimm sem voru valdar út.“Þegar talið berst að uppskeru kynjanna í hinu títtnefnda jólabókaflóði segist Kristín trúa því að margir eigi mjög bágt í þeim flaumi, bæði konur og karlar. „Sjálfsagt njóta þess einhverjir, við erum svo misjafnlega samsett. En margir kvíða mjög þessum tíma og sumum karlkyns kollega minna finnst þetta algjört svartnætti ekki síður en okkur.“ Hún segir að konur séu mögulega síður duglegar að ota sér fram í því kynningarkapphlaupi sem fylgir jólabókavertíðinni og þetta leggist því enn þá þyngra á þær. „Það er bara svo mikil vitleysa að við skulum ekki geta haft bókadreifingu allt árið. Ég hreinlega skil ekki hverjum er gerður greiði með þessu.“ Kristín útskýrir að þessi knappi tími etji fólki saman. „Þetta er svo mikið brjálæðiskapphlaup sem markaðurinn ýtir undir og sumir hálfdrukkna í flóðinu. Síðan er allt gleymt eftir áramótin. Þess vegna eru Fjöruverðlaunin svo frábær, þau voru haldin síðasta dag góu þegar allir voru búnir að gleyma jólabókaflóðinu.“Kristín segist mjög ánægð með viðtökur gagnrýnenda við nýjustu skáldsögunni en bendir á að sú uppskera sé ekki það sem dregur lengst þegar kemur að kaupum og sölu. „Þá er mikilvægara hvað er á hvaða borði í stórmörkuðum og hver hrynur inn hjá forlögunum í auglýsingum og svo framvegis. Ég verð bara að segja að mér finnst þetta afskaplega sorglegt, eftir hverju er eiginlega verið að dansa?“Enginn skotgrafahernaðurÞátttakendur á málþinginu sem kennt var við Fjöruverðlaunin ræddu vítt og breitt um stöðu kvenrithöfunda og Kristín segir að hún myndi gjarnan vilja gera meira af því að hitta kollega sína því eins og hún áréttar er það á margan hátt einmanalegt starf að vera rithöfundur. „Við sitjum bara fyrir framan skjáina og þegjum, tölum í mesta lagi við persónurnar okkar. Það er mjög gaman að geta hist og spjallað, við höfum öll gott af því. Þá á ég ekki bara við að konur þurfum að hittast bara til að kvarta – heldur skiptast á skoðunum, deila reynslu og gleði.“Kristín áréttar mikilvægi þess að leggjast ekki í skotgrafahernað og vísar aftur til þess hversu hættulegt það er að hengja sig í flokka eða klisjur. „Stundum er sagt að barnabókahöfundar séu skör neðar en höfundar fullorðinsbóka og að konur sé skör neðar en karlar. Eftir þessari skilgreiningu eru konur sem skrifa fyrir börn alveg assgoti neðarlega. Ég veit það ekki. Ég held að allar svona skilgreiningar séu varasamar. Hvað varðar barnabækur er staða þeirra heldur að styrkjast en betur má ef duga skal,“ segir hún og rifjar upp hvernig gagnrýni á þær gleymdist nálega alveg í síðasta jólabókaflóði.Ár og síð og alla tíðKristín var á leið norður í land til að vera viðstödd sextándu uppfærsluna á leikriti hennar og Iðunnar, Síldin kemur og síldin fer, hjá Leikfélagi Hörgdæla um síðustu helgi. „Það er líka sama ævintýrið í hvert einasta sinn,“ segir hún kát í bragði. Talið berst að uppvextinum og náttúruöflunum sem dúkka upp í skrifum hennar. „Ég veit ekki, ég hef aldrei verið annar höfundur en ég er, en náttúran hefur alveg ótrúlega mikið að segja um það hvernig ég skrifa. Skýjafarið á himninum getur skipt sköpum fyrir kafla sem ég er að skrifa. Alls kyns veður, ekki bara falleg ský heldur einmitt einhverjir kólgubakkar líka. Fallegt tunglskinskvöld getur algjörlega hleypt mér á sprett.” Hún segist vera nokkuð veðurknúin og því fylgir að hún hlustar iðulega á veðurfréttirnar á Rás 1. Það rekur hún til bernskuáranna á Seyðisfirði og þess tíma þegar allir lögðu við hlustir þegar spáin var lesin, hvort heldur bændur, sjómenn eða skólastjórar líkt og faðir hennar. „Ég hlusta á veðrið ár og síð og alla tíð. Maðurinn minn hlær nú ekki lítið þegar ég er að hlusta á veðrið. Hann segir það ekki skipta miklu hvort ég hlusti eða ekki, veðrið komi hvort eð er. En þetta er mitt mál. Alveg eins og ég hlusta á Passíusálmana þegar þeir eru lesnir.“ Uppvöxturinn fyrir austan og árin á Akranesi hafa líka gert höfundinn háðan fjöllum og sjávarföllum. „Ég þarf alltaf að hafa útsýni til fjalla og helst að geta farið niður í fjöru og hlustað á öldurnar. Þá daga sem ég er of upptekin og kemst ekki niður af loftinu get ég hlustað á útvarpið. Ef ég finn ekki veðrið á eigin skinni færir útvarpið mér að minnsta kosti fréttir af því.“ n
Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira