Lífið

Madonna á leið til Malaví

Madonna tekur lagið í Þuslaraþorpi í Þýskalandi á tónleikaferðalagi sínu ,,Confessions" á síðasta ári
Madonna tekur lagið í Þuslaraþorpi í Þýskalandi á tónleikaferðalagi sínu ,,Confessions" á síðasta ári MYND/Getty Images

Söngkonan Madonna er á leið til Malaví þar sem hún ætlar að vinna að góðgerðarmálum. Mun hún hafa yfirsýn með byggingu heilsuverndarstöðvar fyrir börn en það er hluti af starfi hennar fyrir samtökin ,,Raising Malawi." People greinir frá þessu.

Madonna ættleiddi drenginn David Banda frá Malaví á síðasta ári en ættleiðingin vakti mikla athygli. Ættleiðingarferlið tók mjög á söngkonuna, svo mikið, að hún hugsaði á tímabili um að hætta við ættleiðinguna. Ferð hennar til Malaví nú vekur því athygli og rennir stoðum undir að hún hugi að ættleiðingu annars barns.Fjölmiðlafulltrúi söngkonunnar þvertekur þó fyrir þessar sögusagnir og segir hana alls ekki vera að fara að ættleiða annað barn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.