„Skrapp“ í sókn á Íslandi 14. apríl 2007 09:00 Anna Sigríður Eyjólfsdóttir segir skrappið vera ágætis leið til að slaka á eftir strembinn skóladag. Anna Sigríður Eyjólfsdóttir föndrar af lífs og sálar kröftum á hverjum degi. Hingað til hefur ekki farið mikið fyrir tómstundagamni hennar hér á landi, en á ensku kallast iðjan „scrap". „Það er ekki til neitt almennilegt heiti fyrir þetta á íslensku, annað en að skipta séinu út fyrir k," sagði Anna Sigga. „Þetta er svona eins og myndskreytt albúm. Maður notar sínar eigin myndir og myndskreytir svo eins og maður vill. Þetta er í rauninni dálítið eins og albúm og dagbók í einu," útskýrði hún. Til verksins þarf þó meira en hefðbundinn pappír. „Maður kaupir sérstök albúm, og svo þarf þetta allt að vera sýrufrír pappír, og „ligning free", eða laus við trjákvoðu. Þá étur hann ekki upp myndirnar svo þær verði svona gulleitar," útskýrði hún. Slíkar vörur fást til dæmis í Skrapp í Fjarðarkaupum, en annars er Anna Sigga dugleg að panta sér vörur af netinu. Anna Sigga segir langa hefð vera fyrir slíku föndri í Bandaríkjunum, en að vegur skrappsins fari þó vaxandi á Íslandi líka. „Ég byrjaði í janúar 2005, eftir að mamma mín fékk mig í þetta. Hún rakst bara á þetta á netinu. En frá svona miðju ári 2006 hefur þetta stækkað rosalega hér á landi," sagði Anna Sigga. Hún kveðst sjálf hafa smitað nokkrar vinkonur sínar af skrappveirunni, en er þó fyrst og fremst í sambandi við skrappara annars staðar frá. „Ég er mest á spjallrásum í Bandaríkjunum og Kanada, þar sem þetta er alveg risastórt," sagði hún. Skrappalbúm verða eins og albúm og dagbók í einu, að sögn Önnu Siggu. Þar að auki stundar Anna Sigga síðuna pencillines.com, og í síðustu viku birtist þar skissa eftir hana. „Það eru nokkrir skrapparar frá Evrópu með þá síðu. Þær eru með áskorun í hverri viku, og hafa samband við skrappara úti um allt og biðja þá um að gera skissu. Svo gerir maður sjálfur layout, eftir skissunni, og þær nota hana líka. Þetta er svona til að kveikja hugmyndir," sagði hún. Á síðunni verður fyrir vikið til skissusafn, sem skrapparar um heim allan geta notfært sér. Anna Sigga segist tylla sér við skrappborðið á hverjum einasta degi, eða því sem næst. „Ég er í skóla á daginn, og mér finnst voðalega gott að gera þetta á kvöldin. Þetta er eins og að vera í þerapíu stundum - til að losna frá stressinu í skólanum og slappa af. Þetta er líka fínt fyrir kallinn, hann fær þá að horfa á fótboltann í friði," sagði hún og hló við. Mest lesið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Fleiri fréttir Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Sjá meira
Anna Sigríður Eyjólfsdóttir föndrar af lífs og sálar kröftum á hverjum degi. Hingað til hefur ekki farið mikið fyrir tómstundagamni hennar hér á landi, en á ensku kallast iðjan „scrap". „Það er ekki til neitt almennilegt heiti fyrir þetta á íslensku, annað en að skipta séinu út fyrir k," sagði Anna Sigga. „Þetta er svona eins og myndskreytt albúm. Maður notar sínar eigin myndir og myndskreytir svo eins og maður vill. Þetta er í rauninni dálítið eins og albúm og dagbók í einu," útskýrði hún. Til verksins þarf þó meira en hefðbundinn pappír. „Maður kaupir sérstök albúm, og svo þarf þetta allt að vera sýrufrír pappír, og „ligning free", eða laus við trjákvoðu. Þá étur hann ekki upp myndirnar svo þær verði svona gulleitar," útskýrði hún. Slíkar vörur fást til dæmis í Skrapp í Fjarðarkaupum, en annars er Anna Sigga dugleg að panta sér vörur af netinu. Anna Sigga segir langa hefð vera fyrir slíku föndri í Bandaríkjunum, en að vegur skrappsins fari þó vaxandi á Íslandi líka. „Ég byrjaði í janúar 2005, eftir að mamma mín fékk mig í þetta. Hún rakst bara á þetta á netinu. En frá svona miðju ári 2006 hefur þetta stækkað rosalega hér á landi," sagði Anna Sigga. Hún kveðst sjálf hafa smitað nokkrar vinkonur sínar af skrappveirunni, en er þó fyrst og fremst í sambandi við skrappara annars staðar frá. „Ég er mest á spjallrásum í Bandaríkjunum og Kanada, þar sem þetta er alveg risastórt," sagði hún. Skrappalbúm verða eins og albúm og dagbók í einu, að sögn Önnu Siggu. Þar að auki stundar Anna Sigga síðuna pencillines.com, og í síðustu viku birtist þar skissa eftir hana. „Það eru nokkrir skrapparar frá Evrópu með þá síðu. Þær eru með áskorun í hverri viku, og hafa samband við skrappara úti um allt og biðja þá um að gera skissu. Svo gerir maður sjálfur layout, eftir skissunni, og þær nota hana líka. Þetta er svona til að kveikja hugmyndir," sagði hún. Á síðunni verður fyrir vikið til skissusafn, sem skrapparar um heim allan geta notfært sér. Anna Sigga segist tylla sér við skrappborðið á hverjum einasta degi, eða því sem næst. „Ég er í skóla á daginn, og mér finnst voðalega gott að gera þetta á kvöldin. Þetta er eins og að vera í þerapíu stundum - til að losna frá stressinu í skólanum og slappa af. Þetta er líka fínt fyrir kallinn, hann fær þá að horfa á fótboltann í friði," sagði hún og hló við.
Mest lesið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Fleiri fréttir Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Sjá meira