Lífið

Gefur laun sín til góðgerðarmála

Síðar í mánuðinum kemur í ljós hvaða þrír nemendur Wechslers fá að ráðstafa laununum hans til góðgerðarmála.
Síðar í mánuðinum kemur í ljós hvaða þrír nemendur Wechslers fá að ráðstafa laununum hans til góðgerðarmála. MYND/Anton

„Jú það er satt, ég ætla að gefa öll launin sem ég fæ fyrir að kenna þennan áfanga til góðgerðarmála. Þrír hæstu nemendurnir fá að velja hvaða góðgerðarsamtök fá peningana og ég reikna með að hann skiptist milli tveggja eða þriggja samtaka,“ segir Raphael Wechsler, stundakennari við Háskólann í Reykjavík.

Wechsler starfar sem sjóðstjóri hjá Glitni en hefur í vetur kennt alþjóðastjórnmál í HR við góðan orðstír. „Ég ákvað að taka að mér kennslu af nokkrum ástæðum og peningar voru ekki ein þeirra,“ segir Wechsler.

Wechsler hefur starfað í fjármálageiranum í 20 ár og segist ánægður með að fá tækifæri til þess að miðla af reynslu sinni. „Ég bý hérna á Íslandi núna og hef hugsað mér að setjast hér að. Mig langaði að skila einhverju til baka til samfélagsins og þótti þetta góð leið til þess,“ segir Wechsler sem er bandarískur að uppruna en hefur búið hér í eitt og hálft ár.

Ekki fæst gefið upp um hve háa upphæð er að ræða en laun kennara við Háskólann í Reykjavík eru trúnaðarmál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.