Lífið

Reese Witherspoon og Jake Gyllenhaal nýjasta parið

Reese Witherspoon
Reese Witherspoon MYND/Getty Images

Óskarsverðlaunaleikkonan Reese Witherspoon gekk í gegnum erfiðan skilnað við fyrrum eiginmann sinn, Ryan Phillippe, á síðasta ári. Það virðist þó að leikkonan sé búin að finna ástina að nýju með leikaranum Jake Gyllenhaal en vinir leikkonunnar segja þau vera í ástarsambandi. People greinir frá þessu.

Reese og Jake voru að ljúka við að leika í spennutryllinum Rendition en áður könnuðust þau við hvort annað í gegn um Ryan Phillippe, en hann og Jake eru gamlir líkamsræktarfélagar. Var parið þó ekki mikið saman í tökum fyrir myndina en þær fóru fram á átta vikna tímabili í Marokkó. Þegar áframhaldandi kvikmyndatökur fóru fram í L.A. vatt Jake sér upp að Reese og kynnti sig formlega fyrir henni. Það var þá sem boltinn fór að rúlla. ,,Hlutirnir fóru smá saman að ganga upp á milli þeirra, en það var ekki það sem Reese bjóst við í byrjun. Hún varð meira skotin í honum með tímanum," sagði náinn vinur leikkonunnar. Það er því vonandi að ástin endist hjá leikaraparinu því það er aldrei að vita hvað gerist þegar fræga fólkið er annars vegar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.