Lífið

Leitað að söngfjölskyldu Bandaríkjanna

LaToya Jackson er ein þriggja systkina poppkóngsins Michael Jackson sem dæma munu í ,,Pop Dynasty."
LaToya Jackson er ein þriggja systkina poppkóngsins Michael Jackson sem dæma munu í ,,Pop Dynasty." MYND/Getty Images

Þrjú eldri systkina poppkóngsins Michael Jackson eru að fara af stað með nýjan raunveruleikaþátt á sjónvarpsstöðinni CBS. Verður þátturinn í anda ,American Idol og miðar að því að finna næstu ,,söngfjölskyldu" Bandaríkjanna.

CBS hefur gert samning upp á átta þætti við bræðurna Tito og Jermanie og systur þeirra, LaToyu en þau munu gegna starfi dómara í raunveruleikaþættinum sem hefur verið gefið heitið ,,Pop Dynasty."

Hvorki Michael Jackson né Janet Jackson, sem hvað frægust eru af Jackson systkinunum, munu taka þátt í raunveruleikaþáttaröðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.