Lífið

Faðerni dóttur Önnu Nicole ennþá óljóst

Howard K. Stern og Anna Nicole Smith
Howard K. Stern og Anna Nicole Smith MYND/AP

Búist var við að niðurstöður DNA prófs, sem skera á úr um hver faðir dóttur Önnu Nicole heitinnar væri, kæmu fram í rétti í gær. Hafði dómari á Bahamaseyjum fyrirskipað DNA prófið. Dóttir Önnu Nicole, Dannielynn, er aðeins sex mánaða gömul.

Lögmaður Howard K. Stern, sem berst fyrir forræði barnsins, sagði réttinn munu koma aftur saman næsta þriðjudag. Niðurstaðan yrði þá væntanlega gerð opinberar. Ljósmyndarinn Larry Birkhead berst einnig fyrir forræðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.