Lífið

Anna Nicole: Howard stendur með Larry

Howard K. Stern ásamt fyrirsætunni heitinni, Önnu Nicole Smith
Howard K. Stern ásamt fyrirsætunni heitinni, Önnu Nicole Smith MYND/AP

Niðurstaða DNA prófs sem skera átti úr um hver faðir Dannielynn, sjö mánaða dóttur Önnu Nicole Smith heitinnar, er opinber. Er það Larry Birkhead, fyrrum kærasti fyrirsætunnar, sem er faðirinn.

,,Mér þykir leiðinlegt að þurfa að segja þetta, en ég sagði ykkur það. Ég er faðirinn" sagði Birkhead á fréttamannafundi fyrir utan réttinn þar sem niðurstaðan varð ljós.

Howard K. Stern, sem skráður er faðir Dannielynn á fæðingarvottorði hennar, faðmaði Larry fyrir utan dómshúsið og sagði ,,Við ætlum að gera allt sem við getum til að sjá til þess að hagsmunir Dannielynn verði sem best tryggðir. Og ég ætla að gera allt sem ég get til þess að Larry fái fullt forræði."

Þegar Howard var spurður hvort hann ætlaði að leyfa Larry að hitta barnið sagði hann Larry mega koma heim til sín nú þegar og eyða eins miklum tíma og hann vilji með dóttur sinni. Þeir virðast því sáttir með niðurstöðuna, Larry og Howard.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.