Lífið

Geðæknir Önnu Nicole sætir rannsókn

Anna Nicole Smith
Anna Nicole Smith MYND/Getty Images

Geðlæknir, sem skrifaði upp á 11 lyfjategundir sem fundust á hótelherbergi Önnu Nicole Smith við andlát hennar, sætir nú rannsókn læknaráðs Californiu.

Geðlæknirinn, Dr. Khristine Eroshevich, skrifaði upp á meira en 1.800 pillur og flösku af róandi lyfi á fimm vikna tímabili fyrir dauða Önnu Nicole. Ef læknirinn verður fundinn sekur um misbresti í starfi vegna lyfjamagnsins gæti hún átt von á því að missa starfsleyfið.

Flestum lyfjanna var vísað á kærasta Önnu Nicole, Howard K. Stern, en samkvæmt læknisrannsóknum hefur komið í ljós að þau voru ætluð Playboy kanínunni heitinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.