Hanna Björk talar frá Teheran: Nætursöngur hermanna Hanna Björk Valsdóttir skrifar 14. apríl 2007 00:01 Páskamatur í Íran. Ég átti ekki von á því að geta haldið páskana hátíðlega í íslamska lýðveldinu Íran. En eins og um flest annað sem ég hafði gert mér í hugarlund áður um þetta land þá hafði ég rangt fyrir mér. Í Teheran býr stór hópur fólks af armensku bergi brotnu og þetta fólk er kristið. Það vill svo skemmtilega til að ein gömul nágrannakona mín er frá Armeníu. Hún er eins konar amma mín hér í Teheran, bakar kökur, gefur mér tyrkneskt kaffi og spáir í bolla fyrir mér. Hún talar auðvitað enga ensku en það er allt í lagi. Dótturdóttur hennar er oft hjá henni og túlkar. Ég hef hálfpartinn verið ættleidd af hennar armensku stórfjölskyldu og að sjálfsögðu var ég með í öllum páskahátíðarhöldum. Fyrir páskamáltíðina var drukkið sérrí með oblátu útí og farið með bæn. Páskaeggin voru máluð og páskaskraut hengt á greinar. Á páskadag fór ég í kirkju og talaði við Guð. Armenar eiga nokkrar kirkjur í Teheran og aðalkirkjan var eins félagsmiðstöð, þar var troðið útúr dyrum og unga fólkið aðallega komið til að hitta hvort annað. Fyrir innan hliðið á kirkjunni eru engar slæður nauðsynlegar og þar getur þessi þjóðfélagshópur haldið sínum hefðum í friði. Armenar eiga líka „social“ klúbb í Teheran sem er undanskilinn íslamska „dresskódinu“. Það er ýmislegt sem fer fram fyrir luktum dyrum í Íran. Þannig eru það mismunandi hópar sem skapa mismunandi senur í þessari borg. Og bilið milli þessara hópa getur verið ansi breitt. Þannig er ég orðin vön því að sjá löggur og hermenn úti um alla borg. Komandi frá friðsæla Íslandi fannst mér það hálf skrítið í fyrstu. Sérstaklega ungu strákana í græna hermannagallanum, klossunum og með rifflana í fanginu. Í Teheran standa hermenn vörðinn allan sólarhringinn. Úti um allar götur eru litlir klefar eins og lokaðir símaklefar þar sem þessir strákar sitja dag og nótt.Hanna Björk Valsdóttir.Ég hef nokkrum sinnum þurft að fara á lögreglustöðina hér til að framlengja pappírana mína. Þá þarf ég að fara í gegnum hóp af þessum hermönnum, það er leitað á mér og eldri kona í chador lagar til höfuðklútinn á mér svo hann samræmist íslömsku reglunum og svo brosir hún blíðlega til mín. Skriffinnskan er ógurleg og þessir menn eru ekki allir jafn hressir með vinnuna sína. En fyrir hvern einstakling sem hreytir einhverju í mig á persnesku og nennir ekki að aðstoða mig eru nokkrir englar sem birtast til að hjálpa mér. Þannig á ég núna tvo vini á lögreglustöðinni, fyrir utan gömlu konuna í chadornum, sem brosa alltaf þegar þeir sjá mig og benda mér á að koma til þeirra fram fyrir röðina og bjóða mér svo appelsínu meðan þeir stimpla pappírana mína. Í gærkvöldi fór ég í partí hjá starfsfólki franska sendiráðsins í Teheran. Þar var aftur ein önnur sena í gangi. Sendiráðið er vandlega afgirt með háum steinvegg og inngangurinn vígalegt málmhlið með tilheyrandi hlerum. Fyrir utan hliðið standa hermenn vörðinn allan sólarhringinn. Fyrir innan hliðið mátti heyra evrópsk ungmenni tala frönsku, þýsku, ensku og persnesku meðal Írana. Sendiráðsfólk heldur víst hópinn. Þessi partísena hefði getað átt sér stað hvar sem er í Evrópu, sami fatnaður, tónlist, veitingar og að sjálfsögðu áfengi þó það sé stranglega bannað í íslamska lýðveldinu. Þegar við biðum um miðja nótt fyrir innan hliðið eftir leigubílnum til að keyra okkur heim kíkti ég út um lítið gægjugat. Gatan var algjörlega auð og allt með kyrrum kjörum. Nema þarna voru hermennirnir tveir. Skyndilega vorkenndi ég þeim að þurfa að halda sér vakandi um miðja nótt og allt í einu varð mér hugsað til þess hvaðan þessir strákar kæmu. Hugsanlega úr litlu fjallaþorpi einhvers staðar í afdölum Íran og hafa áður aldrei séð lífið í stórborginni, hvað þá evrópsk ungmenni skemmta sér með tilheyrandi partílátum sem ómuðu um sendiráðsgarðinn sem þeir stóðu vörð um. Annar þeirra sá mig gægjast í gegnum lúguna og byrjaði að syngja. Vinur hans tók undir. Þarna stóðu þeir tveir hermenn útí nóttinni og sungu persneska söngva með undurfögrum röddum. Eitt það fallegasta sem ég hef upplifað á ævinni. Stundum gleymir maður manneskjunni á bak við búninginn. Þar er manneskja sem á sér líf, væntingar og vonir, fjölskyldu, fortíð og framtíð. Rétt eins og við öll hin. hannabjork@gmail.com hannabjork.blogspot.com Tengdar fréttir Hanna Björk talar frá Teheran: Vegatálmar og vestræn viðhorf Í Íran er föstudagur frídagur, eins og sunnudagur heima. Fimmtudagskvöld eru því partíkvöld hér í Teheran. Það tók mig smá tíma að venjast því að hér byrjar vinnuvikan á laugadegi sem er eins og hver annar mánudagur heima. Svona eru hlutirnir oft öfugsnúnir í Íran. Dagatalið er allt annað, hér er árið 1385, og persneska er skrifuð og lesin í öfuga átt, frá hægri til vinstri. 10. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Diskóljós og “meiköpp” rassía í Íran Sumarið er komið og moskítóflugurnar með. Næturnar fara nú í það að berjast við suðið í þeim í eyranu á mér og reyna að drepa þær áður en þær bíta mig. Sumarfiðringur er kominn í fólkið og flestir vilja bara vera úti að leika. Teheran hefur breytt um svip, trén urðu græn á einni viku, bleik blóm eru úti um allt og himininn fagurblár. 28. apríl 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: 67 km til Írak Ég endaði dvöl mína hér í Teheran á að flýja stórborgina og eyddi síðustu helginni minni með nokkrum vinum í Suður-Íran í ríkasta héraðinu, nefnilega Khuzestan. Khuzestan er olíufylkið, flestir skýjagljúfrar í Teheran eru byggðir fyrir peninga sem koma þaðan. Samt sem áður er fólkið þar fátækt. Peningarnir fara allir til borgarinnar. Það eru flug á 20 mínútna fresti til Ahvaz og flugvélin var full af olíubransafólki. 19. maí 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Ananasgos, bananatyggjó og ís Þegar maður dvelur í útlöndum í lengri tíma þá fer maður alltaf að sakna fáránlegra hluta frá Íslandi eins og til dæmis SS-pylsna og ópals. En mér finnst reyndar ennþá skemmtilegra að vera í útlöndum og smakka mat sem mér finnst skrítinn. Í Íran er mikil matarmenning og ég hef verið mjög dugleg við að smakka allan mat sem mér er boðinn og yfirleitt er hann mjög góður, þótt Íranar séu óþarflega mikið fyrir að hafa súrsað grænmeti sem meðlæti. 17. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Bíó og brjálæði! Jæja, þá er ég komin frá Teheran til meginlands Evrópu. Ég fékk meira menningarsjokk við að lenda í Cannes heldur en í Teheran fyrir fjórum mánuðum. Cannes er mjög fallegur staður og ströndin og sólin lofuðu góðu. En svo fór ég á hátíðarsvæðið og geðveikin byrjaði. Fólk, fólk, fólk alls staðar. Höstl og læti. 26. maí 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Á slóðum Alexander mikla Ég gleymi stundum hvað Íran er ævafornt land, hvað menningin er rík og fáguð og hvað gamla Persía var mikið heimsveldi áður, þegar hún náði yfir öll Mið-Austurlönd, hluta af Afríku og alla leið til Indlands. 4000 ára saga þessa lands skiptist í mörg tímabil velmegunar og hnignunar, þrjú heimsveldi Persíu, konungsveldi og klerkaveldi. 11. febrúar 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Ný byrjun, nýr dagur í Íran Vorið er komið í Teheran. Það kom með nýja árinu aðfaranótt miðvikudags klukkan þrjú nákvæmlega. Þá vöknuðu þeir Íranar sem höfðu ekki haldið sér vakandi og fögnuðu nýja árinu með því að kyssa fjölskyldumeðlimi og stökkva yfir þröskuld með hægri fæti áður en þeir fóru aftur að sofa. Á hverju ári breytist dagurinn og tímasetningin vegna þess að koma vorsins og nýja ársins er nákvæmlega reiknuð út eftir staðsetningu himintunglanna. 24. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Á snjóbretti í Íran Það var ekki það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég lagði af stað til Íran að ég ætti eftir að geta stundað eina uppáhalds-íþróttina mína þar. Nefnilega snjóbretti. 17. febrúar 2007 00:01 Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira
Ég átti ekki von á því að geta haldið páskana hátíðlega í íslamska lýðveldinu Íran. En eins og um flest annað sem ég hafði gert mér í hugarlund áður um þetta land þá hafði ég rangt fyrir mér. Í Teheran býr stór hópur fólks af armensku bergi brotnu og þetta fólk er kristið. Það vill svo skemmtilega til að ein gömul nágrannakona mín er frá Armeníu. Hún er eins konar amma mín hér í Teheran, bakar kökur, gefur mér tyrkneskt kaffi og spáir í bolla fyrir mér. Hún talar auðvitað enga ensku en það er allt í lagi. Dótturdóttur hennar er oft hjá henni og túlkar. Ég hef hálfpartinn verið ættleidd af hennar armensku stórfjölskyldu og að sjálfsögðu var ég með í öllum páskahátíðarhöldum. Fyrir páskamáltíðina var drukkið sérrí með oblátu útí og farið með bæn. Páskaeggin voru máluð og páskaskraut hengt á greinar. Á páskadag fór ég í kirkju og talaði við Guð. Armenar eiga nokkrar kirkjur í Teheran og aðalkirkjan var eins félagsmiðstöð, þar var troðið útúr dyrum og unga fólkið aðallega komið til að hitta hvort annað. Fyrir innan hliðið á kirkjunni eru engar slæður nauðsynlegar og þar getur þessi þjóðfélagshópur haldið sínum hefðum í friði. Armenar eiga líka „social“ klúbb í Teheran sem er undanskilinn íslamska „dresskódinu“. Það er ýmislegt sem fer fram fyrir luktum dyrum í Íran. Þannig eru það mismunandi hópar sem skapa mismunandi senur í þessari borg. Og bilið milli þessara hópa getur verið ansi breitt. Þannig er ég orðin vön því að sjá löggur og hermenn úti um alla borg. Komandi frá friðsæla Íslandi fannst mér það hálf skrítið í fyrstu. Sérstaklega ungu strákana í græna hermannagallanum, klossunum og með rifflana í fanginu. Í Teheran standa hermenn vörðinn allan sólarhringinn. Úti um allar götur eru litlir klefar eins og lokaðir símaklefar þar sem þessir strákar sitja dag og nótt.Hanna Björk Valsdóttir.Ég hef nokkrum sinnum þurft að fara á lögreglustöðina hér til að framlengja pappírana mína. Þá þarf ég að fara í gegnum hóp af þessum hermönnum, það er leitað á mér og eldri kona í chador lagar til höfuðklútinn á mér svo hann samræmist íslömsku reglunum og svo brosir hún blíðlega til mín. Skriffinnskan er ógurleg og þessir menn eru ekki allir jafn hressir með vinnuna sína. En fyrir hvern einstakling sem hreytir einhverju í mig á persnesku og nennir ekki að aðstoða mig eru nokkrir englar sem birtast til að hjálpa mér. Þannig á ég núna tvo vini á lögreglustöðinni, fyrir utan gömlu konuna í chadornum, sem brosa alltaf þegar þeir sjá mig og benda mér á að koma til þeirra fram fyrir röðina og bjóða mér svo appelsínu meðan þeir stimpla pappírana mína. Í gærkvöldi fór ég í partí hjá starfsfólki franska sendiráðsins í Teheran. Þar var aftur ein önnur sena í gangi. Sendiráðið er vandlega afgirt með háum steinvegg og inngangurinn vígalegt málmhlið með tilheyrandi hlerum. Fyrir utan hliðið standa hermenn vörðinn allan sólarhringinn. Fyrir innan hliðið mátti heyra evrópsk ungmenni tala frönsku, þýsku, ensku og persnesku meðal Írana. Sendiráðsfólk heldur víst hópinn. Þessi partísena hefði getað átt sér stað hvar sem er í Evrópu, sami fatnaður, tónlist, veitingar og að sjálfsögðu áfengi þó það sé stranglega bannað í íslamska lýðveldinu. Þegar við biðum um miðja nótt fyrir innan hliðið eftir leigubílnum til að keyra okkur heim kíkti ég út um lítið gægjugat. Gatan var algjörlega auð og allt með kyrrum kjörum. Nema þarna voru hermennirnir tveir. Skyndilega vorkenndi ég þeim að þurfa að halda sér vakandi um miðja nótt og allt í einu varð mér hugsað til þess hvaðan þessir strákar kæmu. Hugsanlega úr litlu fjallaþorpi einhvers staðar í afdölum Íran og hafa áður aldrei séð lífið í stórborginni, hvað þá evrópsk ungmenni skemmta sér með tilheyrandi partílátum sem ómuðu um sendiráðsgarðinn sem þeir stóðu vörð um. Annar þeirra sá mig gægjast í gegnum lúguna og byrjaði að syngja. Vinur hans tók undir. Þarna stóðu þeir tveir hermenn útí nóttinni og sungu persneska söngva með undurfögrum röddum. Eitt það fallegasta sem ég hef upplifað á ævinni. Stundum gleymir maður manneskjunni á bak við búninginn. Þar er manneskja sem á sér líf, væntingar og vonir, fjölskyldu, fortíð og framtíð. Rétt eins og við öll hin. hannabjork@gmail.com hannabjork.blogspot.com
Tengdar fréttir Hanna Björk talar frá Teheran: Vegatálmar og vestræn viðhorf Í Íran er föstudagur frídagur, eins og sunnudagur heima. Fimmtudagskvöld eru því partíkvöld hér í Teheran. Það tók mig smá tíma að venjast því að hér byrjar vinnuvikan á laugadegi sem er eins og hver annar mánudagur heima. Svona eru hlutirnir oft öfugsnúnir í Íran. Dagatalið er allt annað, hér er árið 1385, og persneska er skrifuð og lesin í öfuga átt, frá hægri til vinstri. 10. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Diskóljós og “meiköpp” rassía í Íran Sumarið er komið og moskítóflugurnar með. Næturnar fara nú í það að berjast við suðið í þeim í eyranu á mér og reyna að drepa þær áður en þær bíta mig. Sumarfiðringur er kominn í fólkið og flestir vilja bara vera úti að leika. Teheran hefur breytt um svip, trén urðu græn á einni viku, bleik blóm eru úti um allt og himininn fagurblár. 28. apríl 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: 67 km til Írak Ég endaði dvöl mína hér í Teheran á að flýja stórborgina og eyddi síðustu helginni minni með nokkrum vinum í Suður-Íran í ríkasta héraðinu, nefnilega Khuzestan. Khuzestan er olíufylkið, flestir skýjagljúfrar í Teheran eru byggðir fyrir peninga sem koma þaðan. Samt sem áður er fólkið þar fátækt. Peningarnir fara allir til borgarinnar. Það eru flug á 20 mínútna fresti til Ahvaz og flugvélin var full af olíubransafólki. 19. maí 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Ananasgos, bananatyggjó og ís Þegar maður dvelur í útlöndum í lengri tíma þá fer maður alltaf að sakna fáránlegra hluta frá Íslandi eins og til dæmis SS-pylsna og ópals. En mér finnst reyndar ennþá skemmtilegra að vera í útlöndum og smakka mat sem mér finnst skrítinn. Í Íran er mikil matarmenning og ég hef verið mjög dugleg við að smakka allan mat sem mér er boðinn og yfirleitt er hann mjög góður, þótt Íranar séu óþarflega mikið fyrir að hafa súrsað grænmeti sem meðlæti. 17. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Bíó og brjálæði! Jæja, þá er ég komin frá Teheran til meginlands Evrópu. Ég fékk meira menningarsjokk við að lenda í Cannes heldur en í Teheran fyrir fjórum mánuðum. Cannes er mjög fallegur staður og ströndin og sólin lofuðu góðu. En svo fór ég á hátíðarsvæðið og geðveikin byrjaði. Fólk, fólk, fólk alls staðar. Höstl og læti. 26. maí 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Á slóðum Alexander mikla Ég gleymi stundum hvað Íran er ævafornt land, hvað menningin er rík og fáguð og hvað gamla Persía var mikið heimsveldi áður, þegar hún náði yfir öll Mið-Austurlönd, hluta af Afríku og alla leið til Indlands. 4000 ára saga þessa lands skiptist í mörg tímabil velmegunar og hnignunar, þrjú heimsveldi Persíu, konungsveldi og klerkaveldi. 11. febrúar 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Ný byrjun, nýr dagur í Íran Vorið er komið í Teheran. Það kom með nýja árinu aðfaranótt miðvikudags klukkan þrjú nákvæmlega. Þá vöknuðu þeir Íranar sem höfðu ekki haldið sér vakandi og fögnuðu nýja árinu með því að kyssa fjölskyldumeðlimi og stökkva yfir þröskuld með hægri fæti áður en þeir fóru aftur að sofa. Á hverju ári breytist dagurinn og tímasetningin vegna þess að koma vorsins og nýja ársins er nákvæmlega reiknuð út eftir staðsetningu himintunglanna. 24. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Á snjóbretti í Íran Það var ekki það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég lagði af stað til Íran að ég ætti eftir að geta stundað eina uppáhalds-íþróttina mína þar. Nefnilega snjóbretti. 17. febrúar 2007 00:01 Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira
Hanna Björk talar frá Teheran: Vegatálmar og vestræn viðhorf Í Íran er föstudagur frídagur, eins og sunnudagur heima. Fimmtudagskvöld eru því partíkvöld hér í Teheran. Það tók mig smá tíma að venjast því að hér byrjar vinnuvikan á laugadegi sem er eins og hver annar mánudagur heima. Svona eru hlutirnir oft öfugsnúnir í Íran. Dagatalið er allt annað, hér er árið 1385, og persneska er skrifuð og lesin í öfuga átt, frá hægri til vinstri. 10. mars 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Diskóljós og “meiköpp” rassía í Íran Sumarið er komið og moskítóflugurnar með. Næturnar fara nú í það að berjast við suðið í þeim í eyranu á mér og reyna að drepa þær áður en þær bíta mig. Sumarfiðringur er kominn í fólkið og flestir vilja bara vera úti að leika. Teheran hefur breytt um svip, trén urðu græn á einni viku, bleik blóm eru úti um allt og himininn fagurblár. 28. apríl 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: 67 km til Írak Ég endaði dvöl mína hér í Teheran á að flýja stórborgina og eyddi síðustu helginni minni með nokkrum vinum í Suður-Íran í ríkasta héraðinu, nefnilega Khuzestan. Khuzestan er olíufylkið, flestir skýjagljúfrar í Teheran eru byggðir fyrir peninga sem koma þaðan. Samt sem áður er fólkið þar fátækt. Peningarnir fara allir til borgarinnar. Það eru flug á 20 mínútna fresti til Ahvaz og flugvélin var full af olíubransafólki. 19. maí 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Ananasgos, bananatyggjó og ís Þegar maður dvelur í útlöndum í lengri tíma þá fer maður alltaf að sakna fáránlegra hluta frá Íslandi eins og til dæmis SS-pylsna og ópals. En mér finnst reyndar ennþá skemmtilegra að vera í útlöndum og smakka mat sem mér finnst skrítinn. Í Íran er mikil matarmenning og ég hef verið mjög dugleg við að smakka allan mat sem mér er boðinn og yfirleitt er hann mjög góður, þótt Íranar séu óþarflega mikið fyrir að hafa súrsað grænmeti sem meðlæti. 17. mars 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Bíó og brjálæði! Jæja, þá er ég komin frá Teheran til meginlands Evrópu. Ég fékk meira menningarsjokk við að lenda í Cannes heldur en í Teheran fyrir fjórum mánuðum. Cannes er mjög fallegur staður og ströndin og sólin lofuðu góðu. En svo fór ég á hátíðarsvæðið og geðveikin byrjaði. Fólk, fólk, fólk alls staðar. Höstl og læti. 26. maí 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Á slóðum Alexander mikla Ég gleymi stundum hvað Íran er ævafornt land, hvað menningin er rík og fáguð og hvað gamla Persía var mikið heimsveldi áður, þegar hún náði yfir öll Mið-Austurlönd, hluta af Afríku og alla leið til Indlands. 4000 ára saga þessa lands skiptist í mörg tímabil velmegunar og hnignunar, þrjú heimsveldi Persíu, konungsveldi og klerkaveldi. 11. febrúar 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Ný byrjun, nýr dagur í Íran Vorið er komið í Teheran. Það kom með nýja árinu aðfaranótt miðvikudags klukkan þrjú nákvæmlega. Þá vöknuðu þeir Íranar sem höfðu ekki haldið sér vakandi og fögnuðu nýja árinu með því að kyssa fjölskyldumeðlimi og stökkva yfir þröskuld með hægri fæti áður en þeir fóru aftur að sofa. Á hverju ári breytist dagurinn og tímasetningin vegna þess að koma vorsins og nýja ársins er nákvæmlega reiknuð út eftir staðsetningu himintunglanna. 24. mars 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Á snjóbretti í Íran Það var ekki það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég lagði af stað til Íran að ég ætti eftir að geta stundað eina uppáhalds-íþróttina mína þar. Nefnilega snjóbretti. 17. febrúar 2007 00:01