Lífið

Fóru á Ólympíuleika pitsubakara

Ólöf gerði eftirréttapitsu með appelsínum, bláberjum og súkkulaðisósu og skaut ríkjandi Norðurlandameistara ref fyrir rass.
Ólöf gerði eftirréttapitsu með appelsínum, bláberjum og súkkulaðisósu og skaut ríkjandi Norðurlandameistara ref fyrir rass.

Jakob H. Magnússon og Valgerður Jóhannsdóttir, eigendur Hornsins, voru dómarar í fyrstu Ólympíuleikunum í pitsugerð sem haldnir voru á Ítalíu í síðustu viku. Ólöf, dóttir þeirra hjóna, og Mummi, sem hefur starfað sem pitsubakari á Horninu í um sjö ár, kepptu fyrir hönd Íslands á mótinu. Þau skutu ríkjandi Norðurlandameistara ref fyrir rass, og stefna á að taka þátt í komandi keppnum í Skandinavíu.

Jakob er alþjóðlegur prófdómari í matargerð og hafa þau hjón þrívegis farið til Moskvu til að dæma í slíkum keppnum. Þar kynntust þau strákum sem leggja stund á freestyle-pitsugerð - sem einmitt var keppt í á Ítalíu. „Þeir komust að því að við áttum pitsustað á Íslandi og spurðu hvort við vildum vera prófdómarar á þessum Ólympíuleikum. Því fylgdi að við ættum að koma með keppendur," sagði Valgerður.

 

Á mótinu var keppt í freestyle-pitsu þar sem pitsubakarar framkvæma ýmsar kúnstir með pitsudeig.

Freestyle-keppnin vakti þó mesta athygli ferðalanganna. „Ameríkaninn sem vann var með fótbolta á hnjánum og þrjár pitsur sem hann fleygði undir fæturna á sér," sagði Ólöf. „Og þeir sem lentu í öðru sæti voru þrjú pör sem dönsuðu tangó og fleygðu pitsum á meðan," bætti Vallý við. „Þetta var alveg ótrúlegt," sagði Ólöf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.