Lífið

Lúxus dagvistun fyrir börn efnamanna

Fá íslensk börn lúxus dagvistun í framtíðinni?
Fá íslensk börn lúxus dagvistun í framtíðinni? MYND/Hilmar Þ.G.

Nýverið opnaði í Þýskalandi barnaheimili sem sérhæfir sig í ummönun og dagvistun fyrir börn efnamanna. Þar geta ríku börnin leikið sér að sérsmíðuðum leikföngum við undirleik sígildrar tónlistar og gætt sér að lífrænt ræktuðum mat.

Barnaheimilið er staðsett í gömlu óðalssetri í Potsdam í austurhluta Þýskalands en svæðið þar í kring er vinsælt meðal ríkra og frægra Þjóðverja. Setrið, sem gengur undir því virðulega nafni Villa Ritz, var lengi í niðurníslu áður en hafist var handa við að breyta því í barnaheimili.

Á heimilinu fá börnin allt það besta sem peningar geta keypt. Boðið er upp á fjölmörg námskeið þar á meðal í reiðlist og jóga svo fátt eitt sé nefnt. Mánuðurinn á heimilinu kostar minnst um eitt hundrað þúsund krónur á hvert barn.

Í samtali við vefútgáfu Sueddeutche Zeitung segir Stephan Knabe, eigandi heimilisins, hafa fengið hugmyndina að barnaheimilinu frá fjársýslukonu í Frankfurt. Hún hafi kvartað undan slælegri þjónustu og ósveigjanleika opinberra dagvistunarheimila. Þau miði sinn opnunartíma við hefðbundinn vinnutíma sem henti framafólki, með lengri vinnudag, illa. Stephan hafi því ákveðið að stofna dagvistunarheimili sem sérstaklega er sniðið að þörfum framafólks og þeirra sem eru tilbúnir að greiða meira fyrir dagvistun sinna barna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.