Lífið

Innihald dagbóka Önnu Nicole

Anna Nicole Smith var fögur kona
Anna Nicole Smith var fögur kona MYND/Getty Images

Innihald tveggja dagbóka Önnu Nicole heitinnar er nú komið í fjölmiðla. Bækurnar hélt Anna Nicole á 10. áratuginum og má lesa úr þeim að hún var afar ástfangin af þáverandi eiginmanni, auðkýfingnum J. Howard Marshall II, en hafði miklar áhyggjur af þyngdinni og kynlífi.

,,Ég er búin að vera mjög stressuð og þunglynd undanfarið og get ekki hætt að borða. Mér líður eins og svíni," skrifar Anna Nicole þann 16. ágúst 1992 en þetta er aðeins lítið brot úr hugarheimi fyrirsætunnar.

Það var fréttastofa AP sem komst yfir dagbækurnar, en þær ásamt fleiri munum úr eigu Önnu Nicole, verða seldar á uppboði eftir nokkrar vikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.