Lífið

Cynthia Nixon rótar í ruslinu

Hver man ekki eftir Angelu Lansbury úr Morðgátu? Hér pósar hún með Cynthiu Nixon.
Hver man ekki eftir Angelu Lansbury úr Morðgátu? Hér pósar hún með Cynthiu Nixon. MYND/Getty Images

Sex and the City stjarnan Cynthia Nixon er svo sannarlega ekki pjöttuð. Ónefndur gestur í Riverside Park garðinum í N.Y. hafði hent nammipoka sínum í rusl í garðinum, en það var ennþá smá sælgæti í pokanum.

,,Þá stóð kona upp af bekknum og rótaði í ruslinu eftir pokanum mínum. Ég stóð þarna í sjokki og horfði konuna ná í pokann þegar ég áttaði mig á að þetta var Cynthia Nixon úr SATC þáttunum. Síðan snéri hún sér að mér og spurði, má ég taka þetta?" sagði gesturinn við NY Daily News. Hafi hann sagt það vera í lagi. Í kjölfarið hafi Cynthia tekið hálf étið snarl sonar síns og látið í nammipokann. Síðan kynnti leikkonan sig fyrir gestinum og leyfði honum að mynda sig með sér.

Það fylgir þó ekki sögunni hvort Cynthia hafi hent pokanum aftur í ruslið eða tekið hann með sér, en eitt er ljóst, að leikkonan er svo sannarlega ekki með neitt óþarfa pjatt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.