Fleiri fréttir

Rækta hjónabandið með samkvæmisdönsum

„Hann er ekkert á tátiljunum þarna. Hann heldur enn þá í karlmennskuna,“ segir Sigurlaug Halldórsdóttir, eða Dillý, flugfreyja og eiginkona leikarans Pálma Gestssonar. Stutt er síðan þau byrjuðu að stunda samkvæmisdansa einu sinni í viku eftir að hafa frestað því í mörg ár.

Flétta á leiðinni

Lagið Flétta sem Björk Guðmundsdóttir syngur á íslensku með enska tónlistarmanninum Antony Hegarty kemur út á þriðjudaginn. Lagið er að finna á nýjustu plötu hljómsveitarinnar Antony and the Johnsons, Swanlight. Rólegur píanóundirleikur hljómar undir fallegum röddum Bjarkar og Antonys í laginu, sem á vafalítið eftir að falla vel í kramið hjá aðdáendum þeirra beggja. Björk er þarna að launa Antony greiða frá árinu 2007 er hann söng með henni lagið My Juvenile á plötu hennar Volta.

Lítið um safarík kvenhlutverk

Gwyneth Paltrow segir að það hafi verið erfitt að slá í gegn í Hollywood. Hún óttast að margar ungar leikkonur lendi í vandræðum þegar þeim er stillt upp við vegg í kvikmyndaborginni. „Þegar ég var að hefja ferilinn lagði einhver til að við myndum ljúka fundinum í svefnherberginu,“ sagði Paltrow í viðtali við tímaritið Elle.

Ljósvakaljóð í fimmta sinn

Stuttmynda- og handritahátíð unga fólksins, Ljósvakaljóð, verður haldin í fimmta sinn í ár. Ungu fólki á aldrinum 15-25 ára gefst kostur á að keppa um bestu stuttmyndina eða besta frumsamda stuttmyndahandritið. Hátíðin verður haldin föstudaginn 22. október í Norræna húsinu.

LeAnn með leiðindi

Sveitasöngkonan LeAnn Rimes á að hafa treyst vinkonu sinni fyrir því að í hvert sinn sem hún lemur í boxpúða í líkamsræktinni ímyndi hún sér fyrrverandi eiginkonu kærasta síns, Brandi Glanville.

Halle fann ástina á ný

Leikkonan Halle Berry er farin að slá sér upp með mótleikara sínum, hinum franska Olivier Martinez. Parið kynntist við tökur á kvikmyndinni Dark Tide sem frumsýnd verður á næsta ári.

Ráðist á Kim Kardashian

Kim Kardashian, 29 ára, segist vera heil heilsu eftir að kona réðist á hana á bar í New York í gærkvöldi. Ég vil fá að koma því á framfæri að það er allt í lagi með mig eftir þennan slag sem ég lenti í á barnum í gærkvöldi. Það eru allir að spyrja mig hvort ég sé OK," sagði Kim í yfirlýsngu sem hún sendi frá sér á blogginu hennar í gær. Í gærkvöldi fór ég ásamt Kourtney, Scott og Khloe í drykk á bar í New York borg. Drukkinn karlmaður kom upp að mér og bað um að fá að taka mynd. Ég gaf leyfi en kærastan hans, sem var mjög drukkin, missti stjórna á sér, henti glasi í mig og hlutirnir fóru úr böndunum. Sem betur fer voru Scott og Khloe þarna til að vernda mig. Enginn af þeim var að drekka. Þetta var fjölskyldukvöld. Við yfirgáfum staðinn og blönduðum okkur því ekki í dramað hjá parinu.

Í kröppum dansi í Las Vegas

„Ég var tekin bak við og haldið þar í klukkutíma. Svo var ég spurð spjörunum úr og allt tekið upp úr öllum töskum mínum. Fyrst vissi ég ekkert hvað var í gangi en þeir útskýrðu svo hvað var í gangi,“ segir fyrirsætan Bryndís Gyða Michelsen.

Svona færðu stinnan bossa - myndband

Sigrún Björg Ingvadóttir einkaþjálfari og Tabata kennari í World Class í Kringlunni sýnir okkur heimaæfingar fyrir efri og neðri hluta líkamans sem auðvelt er að framkvæma. Eina sem Sigrún notast við er stóll og teygja. Sjá æfingarnar í meðfylgjandi myndasafni.

Detox dúndur fyrir kroppinn - myndband

Solla Eiríks leyfir okkur að kíkja inn í eldhús á veitingahúsinu hennar, Gló þar sem hún gefur okkur einfalda en dúndurgóða uppskrift að detox djús sem inniheldur steinselju, mintu, korianter, sítrónugras sellerí, agúrku, engifer, lime og vatn. Solla sýnir okkur aðferðina og fræðir okkur um hollustu safans í meðfylgjandi myndskeiði.

Hilmir Snær fluttur á sjúkrahús í London

„Þetta reyndist vera aðeins meira en mér sýndist í fyrstu,“ segir Hilmir Snær Guðnason leikari. Vesturport varð að hætta við sýningu á Faust fyrir fullu húsi í Young Vic-leikhúsinu á fimmtudagskvöld þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leikritinu, vegna skurðar sem Hilmir Snær hlaut. Leikarinn vildi halda áfram en Bretarnir sendu hann rakleiðis upp á sjúkrahús í sjúkrabíl þar sem hann varð að bíða í fjóra tíma eftir að fá aðstoð. „Maður saknaði svolítið íslensku slysavarðsstofunnar þá,“ segir Hilmir.

Spilar Barry White í svefnherberginu

Söngkonan Mel B sem er um það bil að hleypa heiminum inn í líf sitt því nú er að hefja göngu sína raunveruleikaþáttur í Bretlandi, sem ber heitið Mel B: It's a Scary World, þar sem fylgst er með Mel, eiginmanni og börnum hennar takast á við daglegt líf. Mel segir að áhorfendur fái að sjá nánast allt sem hún aðhefst nema þegar klukkan er eitt yfir miðnætti og Barry White er settur á fóninn þá krefst hún þess að slökkt verði á kvikmyndatökuvélunum. „Það verða atriði tekin upp í svefnherberginu okkar en ekki eftir klukkan eitt. Þá set ég Barry White tónlist í gang og guð veit hvað gerist spennandi þá," sagði Mel.

Afi er afi Sveppa - myndband

Glæný þáttaröð af Algjörum Sveppa hefst í fyrramálið á Stöð 2 í opinni dagskrá. Þetta er þriðja þáttaröðin en síðustu tvo vetur hefur Sveppa sannarlega tekist að vinna hug og hjörtu yngstu áhorfenda Stöðvar 2.

Uppákoma á Kjarvalsstöðum laugardag - myndband

Listasafn Reykjavíkur og Skotturnar, regnhlífasamtök kvennahreyfingarinnar á Íslandi hafa ruglað saman reitum og skipulagt dagskrárveislu sem verður nokkurs konar upptaktur fyrir kvennafrídaginn 25. október. Margar af fremstu listakonum landsins koma fram í dagskrá sem fram fer á Kjarvalsstöðum daglega frá kl. 12:30 - 13:00. Í meðfylgjandi myndskeiði segir Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir okkur hvað er framundan í hádegisviðburðarröðinni ásamt og trúðateyminu sem kallar sig Mr klumz og plong en það skipa þær Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttirig og Tinna Thorvalds Önnudóttir sem eru nýútskrifaðar leikkonur úr Rose Bruford College í London. Trúðarnir taka af skarið og skemmta þeim sem vilja á Kjarvalsstöðum á morgun, laugardag klukkan 12:30. Facebooksíða - Fjöldasamstaða kvenna. Listasafn Reykjavíkur (upplýsingar um viðburðina)

Síða fyrir einhleypa slær í gegn - myndband

Síða sem stofnuð var á Facebook fyrir einhleypa á Íslandi hefur slegið í gegn. Stofnandi síðunnar Drífa Björk Kristjánsdóttir segir okkur í m eðfylgjandi myndskeiði hvað fékk hana til að opna síðuna og ballinu fyrir þetta samfélag sem hún hefur skapað á skemmtistaðnum Players í kvöld. Hér má sjá síðuna á Facebook. Það er akkúrat ekkert gert á Íslandi fyrir einhleypt fólk. Þetta er lítið samfélag. Fólk er að spjalla þarna inni og þetta er allt hið glæsilegasta og yndislegt fólk sem tekur þátt í þessu og í kvöld ætlum við að vera með ball á Players," sagði Drífa.

Lasagna leið að hjarta mannsins

Pussycat Dolls söngkonan Nicole Scherzinger, 32 ára, vill meina að lasagnað sem móðir hennar kenndi henni að gera er lykillinn að hjarta kærastans, Formúlu 1 kappans Lewiz Hamilton. Besta leiðin til að halda lífi í rómantíkinni er að vita hvað elskhuginn elskar að borða. Í mínu tilfelli er það lasagnað sem mamma kenndi mér að gera," sagði Nicole.

Frumsýning Buddy Holly

Söngleikurinn Buddy Holly var frumsýndur við mikil fagnaðarlæti gesta í Austurbæ í gærkvöldi. Ingólfur Þórarinsson, best þekktur sem Ingó Veðurguð, fer með aðalhlutverkið, ásamt fjölda hæfileikaríkra söngvara og leikara. Vísir var á staðnum og myndaði prúðbúna gesti fyrir sýningu.

Sniffar á setti

Breski leikarinn Russell Brand, 35 ára, þefaði af áfengi við tökur á kvikmyndinni Arthur til að minna sig á hvernig honum leið þegar hann drakk sem mest. Russell hefur farið í áfengismeðferð og barist við eiturlyfjafíkn í gegnum tíðina en í umræddri mynd, sem er endurgerð frá árinu 1981, leikur hann milljónamæring sem er fyllibytta. „Hann sniffar af alkohóli til að fá minninguna fram hvernig hann var hérna áður fyrr þegar hann var sem verstur. russell hefur verið edrú í sjö ár þannig að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af honum," sagði leikstjóri myndarinnar Jason Winer.

Toni Braxton gjaldþrota

Bandaríska söngkonan Toni Braxton hefur lagt fram gjaldþrotabeiðni. Hún getur ekki borgað skuldir sem nema hátt í 50 milljónum dala, eða um 5,5 milljörðum króna. Eignir hennar eru aftur á móti metnar á bilinu hundrað milljónir til einn milljarður króna. Á meðal þeirra sem söngkonan skuldar peninga eru Four Seasons-hótelin, skartgripa­fyrirtækið Tiffany & Co og bandaríska skattstofan. Þetta er í annað sinn sem Braxton, sem er þekkt fyrir lagið Un-Break My Heart, sækir um gjaldþrotabeiðni. Síðast gerði hún það árið 1998.

Sveinn undirbýr matreiðslubók

Sjónvarpsþættirnir Fagur fiskur í sjó, þar sem þau Sveinn Kjartansson úr Fylgifiskum og Áslaug Snorradóttir göldruðu fram dýrindis fiskrétti, slógu eftirminnilega í gegn hjá RÚV. Sveinn hyggst fylgja eftir þeim vinsældum með matreiðslunámskeiði og matreiðslubók.

Leikna íslenska efnið stendur upp úr

„Án þess að ég geti svarað fyrir alla held ég að framleiðsla leikins íslensk efnis, sem hefur verið áberandi á dagskrá Stöðvar 2 frá árdögum, hljóti að standa upp úr,“ segir Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365 miðla. Stöð 2 fagnar á laugardaginn 24 ára afmæli sínu og ætlar af því tilefni að bjóða upp á veglega dagskrá í ólæstri útsendingu frá föstudagskvöldi og þar til Spaugstofunni lýkur á laugardagskvöldinu. Ísland í dag, Logi í beinni og Auddi og Sveppi ætla að fjalla um ævi afmælisbarnsins, hver með sínu nefi en til gamans má geta að tíu ár eru liðin frá því 70 mínútur með þeim Jóa og Simma fóru í loftið. En þeir Auddi og Sveppi ætla að beina sjónum sínum að þeirri sögu.

Ilmvatn úr Eyjafjallajökli

„Ég held að þetta sé fyrsta íslenska ilmvatnið sem fer í almenna sölu,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, oftast kennd við tískuvörumerkið Gyðju.

Milljónatjón hjá Munda

Ekki eru nema þrjár vikur síðan fatahönnuðurinn Mundi opnaði búð á Laugavegi en þrátt fyrir stuttan líftíma hefur búðin orðið fyrir barðinu á ræningjum tvisvar sinnum. Í vikunni var vetrarlína fatamerkisins hreinsuð af lager búðarinnar og Sigyn Eiríksdóttir, annar eigandinn og móðir Munda, heitir fundarlaunum þeim sem upplýst getur ránið.

Bankahrunið sem pásumerki

Grafíski hönnuðurinn Oscar Bjarnason hefur í frístundum sínum búið til afmælismerki fyrir vini og kunningja á Face­book. Núna eru merkin orðin 106 talsins. Á síðasta ári gerði hann merki fyrir eins árs afmæli bankahrunsins og stutt er síðan tveggja ára afmælismerki þess leit dagsins ljós. „Það er með íslenska fánanum og pásumerki. Það er ekkert búið að gerast síðan síðast,“ segir Oscar um ástand mála eftir hrunið. Spurður hvernig hann haldi að þriggja ára afmælismerkið líti út segist hann ekki hafa hugmynd. „Það væri dásamlegt að sleppa því að þurfa að gera það.“

Forðast tískuárekstra með SMS-um

Söngkonan kynþokkafulla Rihanna segir í nýju viðtali að hún forðist tískuárekstra við Lady Gaga og Katy Perry með því að senda þeim SMS og spyrja í hverju þær ætli að vera á viðburðum.

Listir og almenningsfé

Hvað réttlætir að fé almennings renni til leikhússins? Dr. Dragan Klaic mun leitast við að svara þeirri spurningu og fleirum í fyrir­lestri í dag, undir yfirskriftinni Hver er framtíð sviðslista?

Leikkona selur kynlífsmyndband

Vandamál golfarans Tiger Woods halda áfram að hrannast upp. Á dögunum var sagt frá því að klámmyndaleikkonan Devon James hefði tekið upp myndband af sér og Woods í djörfum dansi. Nú hefur hún selt framleiðslufyrirtæki myndbandið, samkvæmt gula vefnum Radar Online.

Ekki meira drama takk!

Breski söngvarinn Robbie Williams fékk sig fullsaddan af dramatískum samböndum sem tilheyra fortíðinni þar sem allt fór í háaloft við minnsta tilefni. Í dag er Robbie giftur maður og sáttur við lífið og tilveruna. Hann giftist leikkonunni Ayda Field á heimili þeirra í Beverly Hills 7. ágúst síðastliðinn. Robbie segir að hjónabandið sé eitt það besta sem hefur komið fyrir hann. Að vera giftur er yndisleg tilfinning og ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er ég ennþá að venjast því að vera í sambandi sem er laust stöðugt drama og vesen," sagði Robbie. Lífið verður allt öðruvísi þegar þú ert giftur. Ruglið og vitleysan hverfur og tilveran tekur allt aðra stefnu."

Fjárfestu í geðheilsu - myndband

Við erum að fara að styrkja geðsjúka til náms vegna örðuleika við að halda sér í námi eða hreinlega fara í nám vegna geðsjúkdóma eða ienhverra geðveilu. Hver hefur það ekki?" sagði Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir í meðfylgjandi myndskeiði þegar við hittum hana í dag. Þeir eru í Vídalínskirkju í Garðabæ klukkan 20:00 í kvöld. Fram koma fjöldi listamanna eins og Bubbi, Páll Rósinkrans, Raggi Bjarna, Geir Ólafs, Haffi Haff, Júpíter, Margrét Eir og fleiri. Miðar á tónleikana fást í Lyfju og við innganginn í kvöld. Sjá nánar á Facebook.

Fílar að vera full á netinu

Leikkonan Gwyneth Paltrow elskar að slaka á heima hjá sér og drekka vín. Iron Man stjarnan, sem á tvö börn með söngvara Coldplay hljómsveitarinnar, Chris Martin, lét hafa eftirfarandi eftir sér: Sum kvöld þegar börnin eru sofnuð nota ég tímann fyrir sjálfa mig og sest ég við tölvuna mína með vínglas mér við hlið. Ég fréttirnar og versla föt á netinu." Þá opnaði hún sig um mataræðið: Ég elska mat og vín of mikið til að sleppa því. Ég elska líka ís. Lífið yrði leiðinlegt ef ég gæti ekki leyft mér að neyta þess sem mér líkar við."

Boðið stórfé fyrir að hætta

Meðlimum hljómsveitarinnar Weezer hafa verið boðnar tíu milljónir dala, ríflega 1,1 milljarður króna, fyrir að hætta störfum.

Féll fyrir bónda

Leikkonan Charlize Theron, 35 ára, hefur fundið ástina á ný. Hún á í ástarsambandi við fyrirsætuna og leikarann Eric Thal en það sem merkilegra þykir er að hann er bóndi á milli þess sem hann situr fyrir. Charlize, sem hætti með leikaranum Stuart Townsend í byrjun árs 2010, hefur fundið ástina á ný. Sá heppni er Eric Thal sem á bóndagarð í New York en þar ræktar hann sitt eigið grænmeti svo eitthvað sé nefnt. Það sem dró Charlize að honum var lifnaðarháttur bóndans og viðhorf en hann er tíu árum eldri en hún, 45 ára gamall. Charlize ólst einmitt upp í Suður Afríku á bóndabýli.

Ég sker mig inn að beini

„Þessi bók er eins einlæg og djúp og hægt er. Ég kemst ekki nær mér og sker mig inn að beini," segir handboltakappinn Logi Geirsson.

Gullkálfurinn í Hollywood

George Clooney er án nokkurs vafa eini sanni gullkálfurinn í Hollywood. Áhrifameiri leikari og leikstjóri er vandfundinn um þessar mundir í draumaborginni en sjálfur nýtur hann lífsins við Como-vatn á Ítalíu.

Anita nýtur lífsins á tökustað

Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu mun Anita Briem leika stórt hlutverk í bandarísku kvikmyndinni Elevator. Anita hefur í nægu að snúast því verkefnin hafa smám saman verið að hrannast upp og ekki má gleyma því að hún gekk í það heilaga fyrr í sumar. Á sömu grísku eyjunni og Mamma Mía! var tekin upp.

David er sálufélagi minn - myndir

Framhjáhaldsásakanir á David Beckham hafa verið háværar undanfarið en þrátt fyrir þær segir Victoria eiginkona hans að þau hafi aldrei verið nánari. Hún getur ekki hætt að dást að manninum sínum sem er sálufélagi hennar. Hann lítur aldrei illa út á morgnana og það er ekki gramm af fitu utan af honum," lét Victoria hafa eftir sér þegar hún talaði um eiginmann sinn til ellefu ára, David Beckham. David kom úr sturtunni um daginn og ég stóð bara og starði á manninn minn þurrka sér. Hann var brúnn, með öll þessi húðflúr sem ég elska og hárið var ekki til haft. Þessi náttúrulega fegurð hans er ómótstæðileg. Hann lítur alltaf óaðfinnanlega vel út," sagði Victoria. Ég lít í augun hans og hugsa með mér að ég er raunverulega gift draumaprinsinum mínum. Við erum ekki einungis gott par heldur erum við sálufélagar." Meðfylgjandi má sjá Victoriu á ferðinni undanfarna daga.

Útlitið skiptir engu

Söngvarinn sem er orðinn leikari, Justin Timberlake, hefur átt í nánu sambandi við fjölda þekktra kvenna í Hollywood eins og Cameron Diaz, Britney Spears og nú Jessicu Biel. Justin byrjaði með Jessicu árið 2007 og nú ganga um háværar sögur að hún taki ekki annað í mál en að þau giftist innan tíðar. Justin viðurkennir að hann er sáttur í sambandinu með Jessicu en áður fyrr tókst hann vissulega á við sársaukafull sambönd. Ég kolféll á andlitið margoft en það er eðlielgt. Ef þú ert ástfanginn þarftu að vera viðbúinn því að upplifa sársauka," sagði hann. Justin heldur því fram að útlitið sé ekki allt en Jessica er iðulega á lista yfir mest álitlegustu konur heims. Ef konan er með rétt viðhorf til lífsins og með góða nærveru þá skiptir útlitið engu máli," sagði hann jafnframt.

Feis!

Fyrrverandi leikarinn Frankie Muniz, sem lék eftirminnilega aðalhlutverkið í þáttunum Malcom in the Middle, fékk skot á sig á Twitter á dögunum. Þar sagði notandi að hann væri hræðilegur leikari, en Muniz var fljótur að svara fyrir sig:

Forskot á sæluna

Rafræn forsala á plötunni Goð+ með neðanjarðarrokksveitinni S.H. Draumi hefst í dag. Salan fer fram á glænýjum vef verslunarinnar Havarí, Havari.is. Þar verður einnig að finna alls kyns aukaefni og efni sem komst ekki fyrir á plötunni.

Jakob Frímann nær loks fram hefndum

Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon verður spyrill í spurningakeppninni Drekktu betur á Bar 46 við Hverfisgötu á föstudaginn en um helgina verður blásið til sérstakrar Lista- og ölhátíðar á staðnum. Þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, svo sem tónleika, frumsýningu heimildarmyndar um efnahagshrunið eftir Þorfinn Guðnason og nýtt leikrit eftir leikhópinn Peðið. Þá munu blaðamaður og Breiðavíkurdrengur bjóða gestum upp á kreppusúpu.

Kominn með nóg af New York

Hlustunarveisla verður haldin á Austur í kvöld þar sem lög af nýjustu plötum Hairdoctor, Retro Stefson og Bix verða spilaðar. Þær tvær fyrrnefndu koma út á vegum Braks, undirmerkis Kimi Records, en plata Bix kemur út hjá Muhaha Records um miðjan nóvember.

Suðurríkja-Strokes verður að sveitalubba-Bon Jovi

Fimmta plata Kings of Leon er væntanleg í október. Hljómsveitin varð gríðarlega vinsæl í kjölfar síðustu plötu, en ætlaði að leita aftur til rótanna á nýju plötunni. Það virðist ekki ætla að ganga eftir, ef marka má þá sem hafa heyrt nýju plötuna.

Leikstjóri fundinn

Leikstjóri 300 og Watchmen, Zack Snyder, hefur verið ráðinn leikstjóri næstu Superman-myndarinnar.

The Town og fleira til

Kvikmyndin The Town hefur fengið einróma lof gagnrýnenda en leikstjóri hennar og aðalleikari er Ben Affleck. Svo langt hafa gagnrýnendur gengið að orða Affleck við Óskarinn í tveimur flokkum; sem besti leikarinn og besti leikstjórinn.

Sjá næstu 50 fréttir