Lífið

Leikna íslenska efnið stendur upp úr

Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri sjónvarpssviðs, segir Stöð 2 ætla að halda áfram að framleiða vandað leikið íslenskt efni.
Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri sjónvarpssviðs, segir Stöð 2 ætla að halda áfram að framleiða vandað leikið íslenskt efni.

„Án þess að ég geti svarað fyrir alla held ég að framleiðsla leikins íslensk efnis, sem hefur verið áberandi á dagskrá Stöðvar 2 frá árdögum, hljóti að standa upp úr,“ segir Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365 miðla. Stöð 2 fagnar á laugardaginn 24 ára afmæli sínu og ætlar af því tilefni að bjóða upp á veglega dagskrá í ólæstri útsendingu frá föstudagskvöldi og þar til Spaugstofunni lýkur á laugardagskvöldinu. Ísland í dag, Logi í beinni og Auddi og Sveppi ætla að fjalla um ævi afmælisbarnsins, hver með sínu nefi en til gamans má geta að tíu ár eru liðin frá því 70 mínútur með þeim Jóa og Simma fóru í loftið. En þeir Auddi og Sveppi ætla að beina sjónum sínum að þeirri sögu.

Hálfgerð bylting varð í framleiðslu leikins efnis fyrir sex árum. Og slík dagskrárgerð fór úr því að verða einstakur viðburður í að verða nánast jafn sjálfsagður hlutur og amerískt afþreyingarefni. „Við vissum alltaf að leikið íslenskt sjónvarpsefni væri vinsælt. Á þessum tíma sköpuðust aðstæður, meðal annars með aðkomu Kvikmyndamiðstöðvar, til að ráðast í svona þáttaraðir,“ útskýrir Pálmi en árið í ár verður engin undantekning; Mér er gamanmál, Spaugstofan, Steindinn okkar, Hlemmavídeó og Pressa, svo eitthvað sé nefnt. Hins vegar fer lítið fyrir umfangs­miklum raunveruleikaseríum eins og oft hefur verið hefð fyrir. „Staðan er bara þannig að allir „dagskrártímar“ eru uppteknir fyrir leikið efni, tíðarandinn kallar bara á slíkt.“ - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.