Lífið

Listir og almenningsfé

Klaic fjallar um hvað réttlæti að almannafé sé varið til leikhúss.
Klaic fjallar um hvað réttlæti að almannafé sé varið til leikhúss.

Hvað réttlætir að fé almennings renni til leikhússins? Dr. Dragan Klaic mun leitast við að svara þeirri spurningu og fleirum í fyrir­lestri í dag, undir yfirskriftinni Hver er framtíð sviðslista?

Fyrirlesturinn er opnunar­fyrirlestur sviðslistahátíðarinnar Keðju, sem stendur nú yfir helgina. Útgangspunktur Klaic er að menningarstofnanir sem reknar eru fyrir opinbert fé beri ábyrgð þegar kemur að lýðræði í sam­félaginu og beri að vera brautryðjendur í listrænni nýsköpun en ekki eftirmynd markaðsdrifinnar skemmtunar.

Dr. Dragan Klaic hlaut doktorsgráðu í leikhúsfræðum frá Yale-háskóla og er fyrrverandi prófessor við Listaháskólann í Belgrad og Amsterdamháskóla. Hann starfar nú sem rithöfundur, menningarrýnir, fyrirlesari, ráðgjafi og kennari. Fyrirlesturinn er haldinn í Tjarnarbíói og hefst klukkan 12 á hádegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.