Lífið

Uppákoma á Kjarvalsstöðum laugardag - myndband

Listasafn Reykjavíkur og Skotturnar, regnhlífasamtök kvennahreyfingarinnar á Íslandi hafa ruglað saman reitum og skipulagt dagskrárveislu sem verður nokkurs konar upptaktur fyrir kvennafrídaginn 25. október.

Margar af fremstu listakonum landsins koma fram í dagskrá sem fram fer á Kjarvalsstöðum daglega frá kl. 12:30 - 13:00.

Í meðfylgjandi myndskeiði segir Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir okkur hvað er framundan í hádegisviðburðarröðinni ásamt og trúðateyminu sem kallar sig Mr Klumz og Plong en það skipa þær Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir og Tinna Thorvalds Önnudóttir sem eru nýútskrifaðar leikkonur úr Rose Bruford College í London.

Trúðarnir taka af skarið og skemmta þeim sem vilja á Kjarvalsstöðum á morgun, laugardag klukkan 12:30.

Listasafn Reykjavíkur (dagskráin/aðgangur ókeypis). Facebooksíða - Fjöldasamstaða kvenna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.