Lífið

Ljósvakaljóð í fimmta sinn

Gunnhildur Þórhallsdóttir Von Matern með sigurlaunin sem hún fékk í fyrra. Með henni eru Ragnar Bragason og Silja Hauksdóttir sem voru í dómnefnd.
Gunnhildur Þórhallsdóttir Von Matern með sigurlaunin sem hún fékk í fyrra. Með henni eru Ragnar Bragason og Silja Hauksdóttir sem voru í dómnefnd.

Stuttmynda- og handritahátíð unga fólksins, Ljósvakaljóð, verður haldin í fimmta sinn í ár. Ungu fólki á aldrinum 15-25 ára gefst kostur á að keppa um bestu stuttmyndina eða besta frumsamda stuttmyndahandritið. Hátíðin verður haldin föstudaginn 22. október í Norræna húsinu.

Skipuleggjandinn, Björg Magnús­dóttir, segir að keppnin sé góður stökkpallur fyrir ungt kvikmyndagerðarfólk. „Þarna dregur fólk upp úr skúffunum það sem það hefur verið að sýsla. Það sem gerir þetta skemmtilegt er að þarna þora krakkarnir að taka fyrstu skrefin,“ segir Björg. Verðlaun fyrir bestu innsendu stuttmyndina eru 50.000 krónur en 20.000 krónur eru veittar fyrir besta frumsamda stuttmyndahandritið.

Besta stuttmyndin í fyrra var var valin Dinner Is Served eftir Gunni Þórhallsdóttur Von Matern. Keppt var um besta handritið í fyrsta skipti í fyrra og bar stuttmyndahandritið Smá hjálp eftir Höllu Miu Ólafsdóttur sigur úr býtum. Umsóknarfrestur til að senda inn bæði stuttmyndir og handrit er til og með mánudeginum 18. október. Á heimasíðu Ljósvakaljóða, Ljosvakaljod.is, má finna frekari upplýsingar.

- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.