Milljónatjón hjá Munda 8. október 2010 06:00 Sigyn Eiríksdóttir er annar eigandi verslunarinnar Mundi Boutique sem brotist var inn í aðfaranótt miðvikudags og lagerinn tæmdur. Fréttablaðið/anton Ekki eru nema þrjár vikur síðan fatahönnuðurinn Mundi opnaði búð á Laugavegi en þrátt fyrir stuttan líftíma hefur búðin orðið fyrir barðinu á ræningjum tvisvar sinnum. Í vikunni var vetrarlína fatamerkisins hreinsuð af lager búðarinnar og Sigyn Eiríksdóttir, annar eigandinn og móðir Munda, heitir fundarlaunum þeim sem upplýst getur ránið. „Samtals er þetta milljónatjón fyrir okkur,“ segir Sigyn en mæðginin urðu fyrir því óláni að brotist var inn í búðina aðfaranótt miðvikudags og hillurnar á lagernum tæmdar. Ræningjarnir fylltu sex stóra bláa IKEA-poka af fatnaði og tæmdu næstum því hillur lagersins. „Við eigum bara til það sem hangir á herðatrjám inni í búðinni en allur lager af vetrarlínunni er farinn,“ segir Sigyn. Mundi sjálfur var á leiðinni heim frá París og að vonum sleginn við fregnirnar. Þetta er í annað sinn á rúmri viku sem brotist er inn í búðina en aðeins þrjár vikur er síðan hún opnaði á Laugaveginum. „Við getum þakkað fyrir að vera búin að afgreiða allar pantanir að utan en þetta er gríðarlegt tjón fyrir búðina og viðskiptavinina hér heima. Airwaves í næstu viku og jólin að koma,“ segir Sigyn og heldur áfram: „Það var brotist inn fyrir rúmri viku og þá voru hlutir eins og iPodar og tölvur teknir. Núna leit þetta hins vegar út eins skipulagt rán og vörurnar eflaust komnar í gám út á höfn og á leiðinni úr landi,“ segir Sigyn en næst á dagskrá hjá henni er að finna út hvernig þau geti bjargað búðinni. „Við ætlum að reyna að láta sauma fyrir okkur hérna heima til að eiga eitthvað til næstu daga.“ Ómar Arnarsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að málið sé í rannsókn en að lögreglan telji helst að þarna hafi verið á ferðinni ræningjar sem vissu hverju þeir gengu að. „Það sem er sérstakt við þetta innbrot er að þetta eru hönnunarflíkur sem eru ekki fyrir hvern sem er,“ segir Ómar og bætir við að það geti reynst ræningjunum erfitt að koma flíkunum í verð. alfrun@frettabladid.i Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Sjá meira
Ekki eru nema þrjár vikur síðan fatahönnuðurinn Mundi opnaði búð á Laugavegi en þrátt fyrir stuttan líftíma hefur búðin orðið fyrir barðinu á ræningjum tvisvar sinnum. Í vikunni var vetrarlína fatamerkisins hreinsuð af lager búðarinnar og Sigyn Eiríksdóttir, annar eigandinn og móðir Munda, heitir fundarlaunum þeim sem upplýst getur ránið. „Samtals er þetta milljónatjón fyrir okkur,“ segir Sigyn en mæðginin urðu fyrir því óláni að brotist var inn í búðina aðfaranótt miðvikudags og hillurnar á lagernum tæmdar. Ræningjarnir fylltu sex stóra bláa IKEA-poka af fatnaði og tæmdu næstum því hillur lagersins. „Við eigum bara til það sem hangir á herðatrjám inni í búðinni en allur lager af vetrarlínunni er farinn,“ segir Sigyn. Mundi sjálfur var á leiðinni heim frá París og að vonum sleginn við fregnirnar. Þetta er í annað sinn á rúmri viku sem brotist er inn í búðina en aðeins þrjár vikur er síðan hún opnaði á Laugaveginum. „Við getum þakkað fyrir að vera búin að afgreiða allar pantanir að utan en þetta er gríðarlegt tjón fyrir búðina og viðskiptavinina hér heima. Airwaves í næstu viku og jólin að koma,“ segir Sigyn og heldur áfram: „Það var brotist inn fyrir rúmri viku og þá voru hlutir eins og iPodar og tölvur teknir. Núna leit þetta hins vegar út eins skipulagt rán og vörurnar eflaust komnar í gám út á höfn og á leiðinni úr landi,“ segir Sigyn en næst á dagskrá hjá henni er að finna út hvernig þau geti bjargað búðinni. „Við ætlum að reyna að láta sauma fyrir okkur hérna heima til að eiga eitthvað til næstu daga.“ Ómar Arnarsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að málið sé í rannsókn en að lögreglan telji helst að þarna hafi verið á ferðinni ræningjar sem vissu hverju þeir gengu að. „Það sem er sérstakt við þetta innbrot er að þetta eru hönnunarflíkur sem eru ekki fyrir hvern sem er,“ segir Ómar og bætir við að það geti reynst ræningjunum erfitt að koma flíkunum í verð. alfrun@frettabladid.i
Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Sjá meira