Lífið

Lítið um safarík kvenhlutverk

Gwyneth Paltrow. Leikkonan segir mikinn skort á safaríkum hlutverkum í Hollywood fyrir konur á hennar aldri.
Gwyneth Paltrow. Leikkonan segir mikinn skort á safaríkum hlutverkum í Hollywood fyrir konur á hennar aldri.

Gwyneth Paltrow segir að það hafi verið erfitt að slá í gegn í Hollywood. Hún óttast að margar ungar leikkonur lendi í vandræðum þegar þeim er stillt upp við vegg í kvikmyndaborginni. „Þegar ég var að hefja ferilinn lagði einhver til að við myndum ljúka fundinum í svefnherberginu," sagði Paltrow í viðtali við tímaritið Elle.

„Ég lét mig hverfa og var í töluverðu uppnámi yfir þessu. Ég get vel ímyndað mér að einhver sem vissi ekki betur myndi hugsa: „Ferillinn minn er ónýtur ef ég veiti honun ekki munngælur"," sagði hún.

Paltrow, sem hefur leikið í myndum á borð við Se7en, Shakespeare in Love og Iron Man, tjáir sig einnig um skortinn á safaríkum kvenhlutverkum í Hollywood. „Mörg hlutverk eru sæmileg en fá eru mjög góð, sérstaklega fyrir einhverja á mínum aldri," sagði hin 38 ára leikkona. „Stundum kemstu að því að eitthvað hlutverk sem þú hafðir mikinn áhuga á fór til einhvers sem er tíu árum yngri. Mér finnst frábært hvernig Meryl Streep og Söndru Bullock hefur tekist að finna svona góð hlutverk."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.