Rækta hjónabandið með samkvæmisdönsum 10. október 2010 15:00 Dillý og Pálmi í samkvæmisdansi. Dillý segir að Pálmi sé alls enginn eikardrumbur og hann hafi þetta alveg í sér.fréttablaðið/valli „Hann er ekkert á tátiljunum þarna. Hann heldur enn þá í karlmennskuna,“ segir Sigurlaug Halldórsdóttir, eða Dillý, flugfreyja og eiginkona leikarans Pálma Gestssonar. Stutt er síðan þau byrjuðu að stunda samkvæmisdansa einu sinni í viku eftir að hafa frestað því í mörg ár. Pálmi er þekktur sem mikið karlmenni sem hefur gaman af alls konar veiðimennsku og kemur áhugi hans á samkvæmisdönsum því nokkuð á óvart. Dillý segist alls ekki hafa þurft að draga hann af stað. Þau hafi alltaf dansað á balli einu sinni á ári og þá hafi þessir leyndu hæfileikar Pálma komið í ljós. „Það sem maður þarf til að geta dansað er að hafa músík í sér, það er frumskilyrði. Hann hefur alveg svakalega músík í sér og mikinn dans,“ segir hún. Spurð hvort dansinn gæti bætt Pálma enn frekar sem leikara segir hún: „Það hlýtur að vera að allt svona auðgi mann sem leikara. Leiklist gengur ekki bara út á að fara með texta. Þetta er svo mikil líkamleg tjáning. Hann hefur oft dansað einhver spor í hinum og þessum leikverkum og hann er svo langt frá því að vera einhver eikardrumbur.“ Dillý er sjálf vanur dansari og var á sínum yngri árum í Dansskóla Hermanns Ragnars. Þar átti hún sama dansfélagann í fjórtán ár, eða allt þar til hann fór utan í nám. Þau voru meðlimir hópsins Dansstúdíó 16 sem kom oft fram í Sjónvarpinu á áttunda áratugnum. „Þegar dansherrann minn flutti til Bretlands þá eiginlega dagaði ég uppi. Ég átti rosalega erfitt í mörg ár. Þegar maður hefur dansað svona mikið er rosalega erfitt allt í einu að hætta því. Maður fer ekkert eftir fjórtán ár að dansa bara við einhvern annan,“ útskýrir hún. Hluti ástæðunnar fyrir því að hún og Pálmi drógu samkvæmisdansinn á langinn er einmitt mismunandi bakgrunnur þeirra. „Til að byrja með þurfti ég að byrja í hliðar saman hliðar, sem var kannski ekkert sem mig langaði að gera. En svo snjóar líka yfir þetta. Það eru þrír áratugir sem ég hef ekki dansað þannig að það er allt í lagi að byrja frá grunni. Svo er þetta bara ofsalega skemmtilegt.“ Hún segir dans vera kjörið tækifæri fyrir hjón til að rækta samband sitt. „Það er alltaf miklu auðveldara að vera bara heima hvort í sínu horni með sitt en þetta er ekki bara að sitja á móti hvort öðru og spila bridds heldur er þetta snerting og hreyfingar. Ég vona alla vega að við séum komin til að vera í þessu.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
„Hann er ekkert á tátiljunum þarna. Hann heldur enn þá í karlmennskuna,“ segir Sigurlaug Halldórsdóttir, eða Dillý, flugfreyja og eiginkona leikarans Pálma Gestssonar. Stutt er síðan þau byrjuðu að stunda samkvæmisdansa einu sinni í viku eftir að hafa frestað því í mörg ár. Pálmi er þekktur sem mikið karlmenni sem hefur gaman af alls konar veiðimennsku og kemur áhugi hans á samkvæmisdönsum því nokkuð á óvart. Dillý segist alls ekki hafa þurft að draga hann af stað. Þau hafi alltaf dansað á balli einu sinni á ári og þá hafi þessir leyndu hæfileikar Pálma komið í ljós. „Það sem maður þarf til að geta dansað er að hafa músík í sér, það er frumskilyrði. Hann hefur alveg svakalega músík í sér og mikinn dans,“ segir hún. Spurð hvort dansinn gæti bætt Pálma enn frekar sem leikara segir hún: „Það hlýtur að vera að allt svona auðgi mann sem leikara. Leiklist gengur ekki bara út á að fara með texta. Þetta er svo mikil líkamleg tjáning. Hann hefur oft dansað einhver spor í hinum og þessum leikverkum og hann er svo langt frá því að vera einhver eikardrumbur.“ Dillý er sjálf vanur dansari og var á sínum yngri árum í Dansskóla Hermanns Ragnars. Þar átti hún sama dansfélagann í fjórtán ár, eða allt þar til hann fór utan í nám. Þau voru meðlimir hópsins Dansstúdíó 16 sem kom oft fram í Sjónvarpinu á áttunda áratugnum. „Þegar dansherrann minn flutti til Bretlands þá eiginlega dagaði ég uppi. Ég átti rosalega erfitt í mörg ár. Þegar maður hefur dansað svona mikið er rosalega erfitt allt í einu að hætta því. Maður fer ekkert eftir fjórtán ár að dansa bara við einhvern annan,“ útskýrir hún. Hluti ástæðunnar fyrir því að hún og Pálmi drógu samkvæmisdansinn á langinn er einmitt mismunandi bakgrunnur þeirra. „Til að byrja með þurfti ég að byrja í hliðar saman hliðar, sem var kannski ekkert sem mig langaði að gera. En svo snjóar líka yfir þetta. Það eru þrír áratugir sem ég hef ekki dansað þannig að það er allt í lagi að byrja frá grunni. Svo er þetta bara ofsalega skemmtilegt.“ Hún segir dans vera kjörið tækifæri fyrir hjón til að rækta samband sitt. „Það er alltaf miklu auðveldara að vera bara heima hvort í sínu horni með sitt en þetta er ekki bara að sitja á móti hvort öðru og spila bridds heldur er þetta snerting og hreyfingar. Ég vona alla vega að við séum komin til að vera í þessu.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira