Hilmir Snær fluttur á sjúkrahús í London 9. október 2010 07:00 Blóðugur uppi á sviði. Hilmir Snær var keyrður með sjúkrabíl á sjúkrahús í London vegna skurðar sem hann fékk á sköflunginn í miðri Faust-sýningu. Fréttablaðið/Anton „Þetta reyndist vera aðeins meira en mér sýndist í fyrstu,“ segir Hilmir Snær Guðnason leikari. Vesturport varð að hætta við sýningu á Faust fyrir fullu húsi í Young Vic-leikhúsinu á fimmtudagskvöld þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leikritinu, vegna skurðar sem Hilmir Snær hlaut. Leikarinn vildi halda áfram en Bretarnir sendu hann rakleiðis upp á sjúkrahús í sjúkrabíl þar sem hann varð að bíða í fjóra tíma eftir að fá aðstoð. „Maður saknaði svolítið íslensku slysavarðsstofunnar þá,“ segir Hilmir. Leikarinn verður merktur Lundúnadvölinni til æviloka því hann er með veglegt ör á sköflungnum. „Þetta kennir manni kannski að vera ekki að dansa of lengi við skrattann og maður verður að fara varlega í kringum þetta hlutverk,“ segir Hilmir, en hann leikur einmitt kölska sjálfan í sýningunni og hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í breskum fjölmiðlum. Hilmir segist ekki hafa áttað sig á því hversu alvarleg meiðslin voru. „Ég rak sköflunginn í og eins og allir vita er það rosalega vont. Ég ákvað bara að bíta á jaxlinn og hélt að þetta myndi bara hverfa. Svo tók ég eftir því að fólk var hætt að hlæja að bröndurunum mínum og leit niður. Ég var í hvítum síðum nærbuxum sem voru orðnar rauðar fyrir neðan hné. Þá skrapp ég afsíðis þegar tækifæri gafst og sá þá hvað var á seyði.“ Hilmir upplýsti hins vegar að hann myndi fara á svið strax á föstudagskvöld en skoða aðeins hoppin með leikstjóranum Gísla Erni áður, annað ætti að ganga eðlilega fyrir sig. „Það reynir fremur lítið á þessa vöðva, ég lagast um leið og ég hitna aðeins.“- fgg Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
„Þetta reyndist vera aðeins meira en mér sýndist í fyrstu,“ segir Hilmir Snær Guðnason leikari. Vesturport varð að hætta við sýningu á Faust fyrir fullu húsi í Young Vic-leikhúsinu á fimmtudagskvöld þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leikritinu, vegna skurðar sem Hilmir Snær hlaut. Leikarinn vildi halda áfram en Bretarnir sendu hann rakleiðis upp á sjúkrahús í sjúkrabíl þar sem hann varð að bíða í fjóra tíma eftir að fá aðstoð. „Maður saknaði svolítið íslensku slysavarðsstofunnar þá,“ segir Hilmir. Leikarinn verður merktur Lundúnadvölinni til æviloka því hann er með veglegt ör á sköflungnum. „Þetta kennir manni kannski að vera ekki að dansa of lengi við skrattann og maður verður að fara varlega í kringum þetta hlutverk,“ segir Hilmir, en hann leikur einmitt kölska sjálfan í sýningunni og hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í breskum fjölmiðlum. Hilmir segist ekki hafa áttað sig á því hversu alvarleg meiðslin voru. „Ég rak sköflunginn í og eins og allir vita er það rosalega vont. Ég ákvað bara að bíta á jaxlinn og hélt að þetta myndi bara hverfa. Svo tók ég eftir því að fólk var hætt að hlæja að bröndurunum mínum og leit niður. Ég var í hvítum síðum nærbuxum sem voru orðnar rauðar fyrir neðan hné. Þá skrapp ég afsíðis þegar tækifæri gafst og sá þá hvað var á seyði.“ Hilmir upplýsti hins vegar að hann myndi fara á svið strax á föstudagskvöld en skoða aðeins hoppin með leikstjóranum Gísla Erni áður, annað ætti að ganga eðlilega fyrir sig. „Það reynir fremur lítið á þessa vöðva, ég lagast um leið og ég hitna aðeins.“- fgg
Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira