Lífið

Halle fann ástina á ný

Halle Berry hefur fundið ástina á ný.nordicphotos/getty
Halle Berry hefur fundið ástina á ný.nordicphotos/getty

Leikkonan Halle Berry er farin að slá sér upp með mótleikara sínum, hinum franska Olivier Martinez. Parið kynntist við tökur á kvikmyndinni Dark Tide sem frumsýnd verður á næsta ári.

Berry og Martinez eyddu tíma saman í Hollywood í vikunni sem leið og sást meðal annars til þeirra þar sem þau gengu saman hönd í hönd með bros á vör. Í byrjun mánaðarins flaug Berry til Parísar og eyddi heilli viku í borg ástarinnar með Martinez, en hann er búsettur þar.

Berry hætti með barnsföður sínum, kanadísku fyrirsætunni Gabriel Aubry, fyrr á árinu en þau eru enn góðir vinir. Martinez var aftur á móti lengi vel með áströlsku söngkonunni Kylie Minougue.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.