Lífið

Sniffar á setti

Russell Brand. MYND/BANG Showbiz
Russell Brand. MYND/BANG Showbiz

Breski leikarinn Russell Brand, 35 ára, þefaði af áfengi við tökur á kvikmyndinni Arthur til að minna sig á hvernig honum leið þegar hann drakk sem mest.

Russell hefur farið í áfengismeðferð og barist við eiturlyfjafíkn í gegnum tíðina en í umræddri mynd leikur hann milljónamæring sem er fyllibytta.

„Hann sniffar af alkohóli til að fá minninguna fram hvernig hann var hérna áður fyrr þegar hann var sem verstur en Russell hefur verið edrú í sjö ár þannig að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af honum," sagði leikstjóri myndarinnar Jason Winer.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.