Lífið

Í kröppum dansi í Las Vegas

Tollverðirnir sem stoppuðu Bryndísi Gyðu vildu svo vera vinir hennar á Facebook.
fréttablaðið/stefán
Tollverðirnir sem stoppuðu Bryndísi Gyðu vildu svo vera vinir hennar á Facebook. fréttablaðið/stefán

„Ég var tekin bak við og haldið þar í klukkutíma. Svo var ég spurð spjörunum úr og allt tekið upp úr öllum töskum mínum. Fyrst vissi ég ekkert hvað var í gangi en þeir útskýrðu svo hvað var í gangi,“ segir fyrirsætan Bryndís Gyða Michelsen.

Bryndís er stödd í Las Vegas þar sem hún situr fyrir og eflir tengslanet sitt. Eftir að dótið hennar hafði verið grandskoðað í tollinum brýndu tollverðirnir fyrir henni að Las Vegas sé hættuleg borg fyrir nítján ára stelpur.

„Þeir sögðu mér að fara mjög varlega og svo framvegis,“ segir Bryndís. „Það fyndnasta við þetta er að þegar ég kíkti inn á Facebook sá ég að tveir þeirra höfðu addað mér. Fannst það svolítið fyndið – þeir voru ekki alvarlegri þó en það.“

Bryndís fer í myndatökur víða í Nevada og meðal annars í eyðimörkinni við borgina sem aldrei sefur. Þá hittir hún fyrirsætur frá New York, Los Angeles og Miami sem eru í Las Vegas í sama tilgangi og hún. „Svo er mér boðið á ljósmyndaráðstefnu sem ég ætla að mæta á,“ segir Bryndís. „Ég held að það verði spennandi. Þetta er frábært tækifæri til að kynnast fleira fólki í þessum bransa og stelpum. Þetta er æðislegt. Ég dvel á Luxor, sem er eitt af fínustu hótelunum og það er komið fram við mann eins og prinsessu. Allir mjög almennilegir í Vegas.“ - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.