Lífið

Afi er afi Sveppa - myndband

Glæný þáttaröð af Algjörum Sveppa hefst í fyrramálið á Stöð 2 í opinni dagskrá. Þetta er þriðja þáttaröðin en síðustu tvo vetur hefur Sveppa sannarlega tekist að vinna hug og hjörtu yngstu áhorfenda Stöðvar 2.

Alla laugardags- og sunnudagsmorgna hefur hann boðið hressa krakka velkomna inn í herbergið til sín sem er eitt stórt ævintýri út af fyrir sig. Sveppi fær að vanda vini sína í heimsókn, og má þar nefna Villa og Góa. Í þessum fyrsta þætti vetrarins kemur sjálfur afi Sveppa í heimsókn til hans, en hann ætti að vera áhorfendum kunnugur þar sem um sjálfan Afa er að ræða sem sýndur var á Stöð 2 um árabil við miklar vinsældir. Vísir fékk að skyggnast bakvið tjöldin við tökurnar á þættinum.

Stöð 2 býður til samfagnaðar um helgina í því að þá hefst 25. starfsár stöðvarinnar. Dagskrá Stöðvar 2, Stöðvar 2 EXTRA og Stöðvar 2 BÍÓS verður send út ólæst í rúman sólarhring, frá kl. 18 föstudaginn 8. október fram yfir kl. 20 laugardaginn 9. október.

Boðið verður upp á sérstaka viðhafnardagskrá, en þess má geta að fyrsti þáttur Spaugstofunnar á Stöð 2 verður sendur út í opinni dagskrá laugardaginn 9. október. Er þetta upphafið að veglegu og viðburðaríku aldarfjórðungs afmælisári Stöðvar 2.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.