Lífið

Ráðist á Kim Kardashian

Kim Kardashian. MYND/BANG Showbiz
Kim Kardashian. MYND/BANG Showbiz

Kim Kardashian, 29 ára, segist vera heil heilsu eftir að kona réðist á hana á bar í New York í gærkvöldi.

„Ég vil fá að koma því á framfæri að það er allt í lagi með mig eftir þennan slag sem ég lenti í á barnum í gærkvöldi. Það eru allir að spyrja mig hvort ég sé í lagi," sagði Kim í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér á bloggsíðunni sinni.

„Í gærkvöldi fór ég ásamt Kourtney, Scott og Khloe í drykk á bar í New York borg. Drukkinn karlmaður kom upp að mér og bað um að fá að taka mynd. Ég gaf leyfi en kærastan hans, sem var mjög drukkin, missti stjórn á sér, henti glasi í mig og hlutirnir fóru úr böndunum."

„Sem betur fer voru Scott og Khloe þarna til að vernda mig. Enginn af þeim var að drekka. Þetta var fjölskyldukvöld. Við yfirgáfum staðinn og blönduðum okkur því ekki í dramað hjá parinu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.