Umdeildur og rammpólitískur einfari 8. október 2010 03:00 Mario Vargas Llosa Í umsögn dómnefndar Nóbelsverðlaunanna segir að Vargas Llosa hljóti verðlaunin fyrir „kortlagningu á valdakerfum og áhrifamiklar frásagnir af baráttu, byltingum og ósigrum einstaklingsins.“ Nordic Photos/ AFP Tilkynnt var í gær að perúski rithöfundurinn Mario Vargas Llosa hlyti Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár. Vargas Llosa var í fararbroddi suður-amerískra rithöfunda á 7. áratugnum en varð umdeildur eftir að hann tók að láta að sér kveða í stjórnmálum. Mario Vargas Llosa er fæddur í Perú 1936. Hann vakti mikla athygli í heimalandi sínu með fyrstu skáldsögu sinni, La ciudad y los perros (Borgin og hundarnir) sem kom út 1963. Evrópubúar voru að gefa suður-amerískum bókmenntum æ meiri gaum á þessum árum og var Vargas Llosa í fararbroddi þeirra höfunda sem mesta athygli vöktu, ásamt Julio Cortázar, Carlos Fuentes, og Gabriel García Márquez. Hann skrifaði tvær þjóðfélagslegar skáldsögur til viðbótar á sjöunda áratugnum; þá þriðju, Conversación en la catedral (Samtal í dómkirkjunni) segja margir vera hans pólitískasta verk. Á áttunda áratugnum gaf Vargas Llosa út nokkrar styttri og léttari sögur, þar sem kvað við annan og léttari tón, en í fyrri bókum hans. Árið 1981 sneri hann sér aftur að þjóðfélagslegum skáldskap þegar hann gaf út, La guerra del fin del mundo (Stríðið um heimsenda); sögulega skáldsögu sem gerðist í Brasilíu á 19. öld. Margir flokka hana með fyrri þjóðfélagslegu skáldsögum hans, þó að þarna hafi kveðið við annan tónn en í fyrri verkum hans, sem helgist meðal annars af breyttri lífsafstöðu höfundarins, sem framan af hafði verið sannfærður sósíalisti en gekk smám saman af trúnni – ekki síst fyrir tilstilli Kastrós á Kúbu og illrar meðferðar hans á mennta- og listamönnum. Eftir því sem leið á 9. áratuginn fikraði Vargas Llosa sig sífellt lengra til hægri í pólitískum skoðunum, sem lyktaði með því að hann bauð sig fram til forseta í Perú árið 1990. Stefnumálin voru í anda frjálshyggju en hann laut í lægra haldi fyrir Alberto Fujimori í lokaumferð kosninganna. Samfara pólitískum afskiptum varð Vargas Llosa umdeildur og féll í skuggann af öðrum höfundum á borð við Gabriel García Márquez og Isabel Allende. (Vargas Llosa og García Márquez voru reyndar nánir vinir en hafa ekki talast við eftir að sá fyrrnefndi kýldi þann síðarnefnda í Mexíkó 1976.) Eftir forsetaframboðið hætti Vargas Llosa beinum afskiptum af stjórnmálum og fluttist til Evrópu; hann hlaut spænskan ríkisborgararétt árið 1993 og hefur í seinni tíð aðallega búið í London. Árið 2000 gaf Varga Llosa út aðra sögulega skáldsögu, La fiesta del chivo (Veisla geitarinnar), pólitískan trylli sem gerist í tíð einræðisherrans Rafaels Trujillo í Dóminíska lýðveldinu, og hlaut hún góðar viðtökur. Síðasta bók Vargas Llosa, Travesuras de la niña mala (Vonda stúlkan) kom út 2006. Að minnsta kosti tvær bækur eftir hann hafa komið út í íslenskri þýðingu Sigrúnar Ástríðar Eiríksdóttur, Hver myrti Móleró? og Pantaljón og sérþjónustan. bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Tilkynnt var í gær að perúski rithöfundurinn Mario Vargas Llosa hlyti Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár. Vargas Llosa var í fararbroddi suður-amerískra rithöfunda á 7. áratugnum en varð umdeildur eftir að hann tók að láta að sér kveða í stjórnmálum. Mario Vargas Llosa er fæddur í Perú 1936. Hann vakti mikla athygli í heimalandi sínu með fyrstu skáldsögu sinni, La ciudad y los perros (Borgin og hundarnir) sem kom út 1963. Evrópubúar voru að gefa suður-amerískum bókmenntum æ meiri gaum á þessum árum og var Vargas Llosa í fararbroddi þeirra höfunda sem mesta athygli vöktu, ásamt Julio Cortázar, Carlos Fuentes, og Gabriel García Márquez. Hann skrifaði tvær þjóðfélagslegar skáldsögur til viðbótar á sjöunda áratugnum; þá þriðju, Conversación en la catedral (Samtal í dómkirkjunni) segja margir vera hans pólitískasta verk. Á áttunda áratugnum gaf Vargas Llosa út nokkrar styttri og léttari sögur, þar sem kvað við annan og léttari tón, en í fyrri bókum hans. Árið 1981 sneri hann sér aftur að þjóðfélagslegum skáldskap þegar hann gaf út, La guerra del fin del mundo (Stríðið um heimsenda); sögulega skáldsögu sem gerðist í Brasilíu á 19. öld. Margir flokka hana með fyrri þjóðfélagslegu skáldsögum hans, þó að þarna hafi kveðið við annan tónn en í fyrri verkum hans, sem helgist meðal annars af breyttri lífsafstöðu höfundarins, sem framan af hafði verið sannfærður sósíalisti en gekk smám saman af trúnni – ekki síst fyrir tilstilli Kastrós á Kúbu og illrar meðferðar hans á mennta- og listamönnum. Eftir því sem leið á 9. áratuginn fikraði Vargas Llosa sig sífellt lengra til hægri í pólitískum skoðunum, sem lyktaði með því að hann bauð sig fram til forseta í Perú árið 1990. Stefnumálin voru í anda frjálshyggju en hann laut í lægra haldi fyrir Alberto Fujimori í lokaumferð kosninganna. Samfara pólitískum afskiptum varð Vargas Llosa umdeildur og féll í skuggann af öðrum höfundum á borð við Gabriel García Márquez og Isabel Allende. (Vargas Llosa og García Márquez voru reyndar nánir vinir en hafa ekki talast við eftir að sá fyrrnefndi kýldi þann síðarnefnda í Mexíkó 1976.) Eftir forsetaframboðið hætti Vargas Llosa beinum afskiptum af stjórnmálum og fluttist til Evrópu; hann hlaut spænskan ríkisborgararétt árið 1993 og hefur í seinni tíð aðallega búið í London. Árið 2000 gaf Varga Llosa út aðra sögulega skáldsögu, La fiesta del chivo (Veisla geitarinnar), pólitískan trylli sem gerist í tíð einræðisherrans Rafaels Trujillo í Dóminíska lýðveldinu, og hlaut hún góðar viðtökur. Síðasta bók Vargas Llosa, Travesuras de la niña mala (Vonda stúlkan) kom út 2006. Að minnsta kosti tvær bækur eftir hann hafa komið út í íslenskri þýðingu Sigrúnar Ástríðar Eiríksdóttur, Hver myrti Móleró? og Pantaljón og sérþjónustan. bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira