Umdeildur og rammpólitískur einfari 8. október 2010 03:00 Mario Vargas Llosa Í umsögn dómnefndar Nóbelsverðlaunanna segir að Vargas Llosa hljóti verðlaunin fyrir „kortlagningu á valdakerfum og áhrifamiklar frásagnir af baráttu, byltingum og ósigrum einstaklingsins.“ Nordic Photos/ AFP Tilkynnt var í gær að perúski rithöfundurinn Mario Vargas Llosa hlyti Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár. Vargas Llosa var í fararbroddi suður-amerískra rithöfunda á 7. áratugnum en varð umdeildur eftir að hann tók að láta að sér kveða í stjórnmálum. Mario Vargas Llosa er fæddur í Perú 1936. Hann vakti mikla athygli í heimalandi sínu með fyrstu skáldsögu sinni, La ciudad y los perros (Borgin og hundarnir) sem kom út 1963. Evrópubúar voru að gefa suður-amerískum bókmenntum æ meiri gaum á þessum árum og var Vargas Llosa í fararbroddi þeirra höfunda sem mesta athygli vöktu, ásamt Julio Cortázar, Carlos Fuentes, og Gabriel García Márquez. Hann skrifaði tvær þjóðfélagslegar skáldsögur til viðbótar á sjöunda áratugnum; þá þriðju, Conversación en la catedral (Samtal í dómkirkjunni) segja margir vera hans pólitískasta verk. Á áttunda áratugnum gaf Vargas Llosa út nokkrar styttri og léttari sögur, þar sem kvað við annan og léttari tón, en í fyrri bókum hans. Árið 1981 sneri hann sér aftur að þjóðfélagslegum skáldskap þegar hann gaf út, La guerra del fin del mundo (Stríðið um heimsenda); sögulega skáldsögu sem gerðist í Brasilíu á 19. öld. Margir flokka hana með fyrri þjóðfélagslegu skáldsögum hans, þó að þarna hafi kveðið við annan tónn en í fyrri verkum hans, sem helgist meðal annars af breyttri lífsafstöðu höfundarins, sem framan af hafði verið sannfærður sósíalisti en gekk smám saman af trúnni – ekki síst fyrir tilstilli Kastrós á Kúbu og illrar meðferðar hans á mennta- og listamönnum. Eftir því sem leið á 9. áratuginn fikraði Vargas Llosa sig sífellt lengra til hægri í pólitískum skoðunum, sem lyktaði með því að hann bauð sig fram til forseta í Perú árið 1990. Stefnumálin voru í anda frjálshyggju en hann laut í lægra haldi fyrir Alberto Fujimori í lokaumferð kosninganna. Samfara pólitískum afskiptum varð Vargas Llosa umdeildur og féll í skuggann af öðrum höfundum á borð við Gabriel García Márquez og Isabel Allende. (Vargas Llosa og García Márquez voru reyndar nánir vinir en hafa ekki talast við eftir að sá fyrrnefndi kýldi þann síðarnefnda í Mexíkó 1976.) Eftir forsetaframboðið hætti Vargas Llosa beinum afskiptum af stjórnmálum og fluttist til Evrópu; hann hlaut spænskan ríkisborgararétt árið 1993 og hefur í seinni tíð aðallega búið í London. Árið 2000 gaf Varga Llosa út aðra sögulega skáldsögu, La fiesta del chivo (Veisla geitarinnar), pólitískan trylli sem gerist í tíð einræðisherrans Rafaels Trujillo í Dóminíska lýðveldinu, og hlaut hún góðar viðtökur. Síðasta bók Vargas Llosa, Travesuras de la niña mala (Vonda stúlkan) kom út 2006. Að minnsta kosti tvær bækur eftir hann hafa komið út í íslenskri þýðingu Sigrúnar Ástríðar Eiríksdóttur, Hver myrti Móleró? og Pantaljón og sérþjónustan. bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
Tilkynnt var í gær að perúski rithöfundurinn Mario Vargas Llosa hlyti Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár. Vargas Llosa var í fararbroddi suður-amerískra rithöfunda á 7. áratugnum en varð umdeildur eftir að hann tók að láta að sér kveða í stjórnmálum. Mario Vargas Llosa er fæddur í Perú 1936. Hann vakti mikla athygli í heimalandi sínu með fyrstu skáldsögu sinni, La ciudad y los perros (Borgin og hundarnir) sem kom út 1963. Evrópubúar voru að gefa suður-amerískum bókmenntum æ meiri gaum á þessum árum og var Vargas Llosa í fararbroddi þeirra höfunda sem mesta athygli vöktu, ásamt Julio Cortázar, Carlos Fuentes, og Gabriel García Márquez. Hann skrifaði tvær þjóðfélagslegar skáldsögur til viðbótar á sjöunda áratugnum; þá þriðju, Conversación en la catedral (Samtal í dómkirkjunni) segja margir vera hans pólitískasta verk. Á áttunda áratugnum gaf Vargas Llosa út nokkrar styttri og léttari sögur, þar sem kvað við annan og léttari tón, en í fyrri bókum hans. Árið 1981 sneri hann sér aftur að þjóðfélagslegum skáldskap þegar hann gaf út, La guerra del fin del mundo (Stríðið um heimsenda); sögulega skáldsögu sem gerðist í Brasilíu á 19. öld. Margir flokka hana með fyrri þjóðfélagslegu skáldsögum hans, þó að þarna hafi kveðið við annan tónn en í fyrri verkum hans, sem helgist meðal annars af breyttri lífsafstöðu höfundarins, sem framan af hafði verið sannfærður sósíalisti en gekk smám saman af trúnni – ekki síst fyrir tilstilli Kastrós á Kúbu og illrar meðferðar hans á mennta- og listamönnum. Eftir því sem leið á 9. áratuginn fikraði Vargas Llosa sig sífellt lengra til hægri í pólitískum skoðunum, sem lyktaði með því að hann bauð sig fram til forseta í Perú árið 1990. Stefnumálin voru í anda frjálshyggju en hann laut í lægra haldi fyrir Alberto Fujimori í lokaumferð kosninganna. Samfara pólitískum afskiptum varð Vargas Llosa umdeildur og féll í skuggann af öðrum höfundum á borð við Gabriel García Márquez og Isabel Allende. (Vargas Llosa og García Márquez voru reyndar nánir vinir en hafa ekki talast við eftir að sá fyrrnefndi kýldi þann síðarnefnda í Mexíkó 1976.) Eftir forsetaframboðið hætti Vargas Llosa beinum afskiptum af stjórnmálum og fluttist til Evrópu; hann hlaut spænskan ríkisborgararétt árið 1993 og hefur í seinni tíð aðallega búið í London. Árið 2000 gaf Varga Llosa út aðra sögulega skáldsögu, La fiesta del chivo (Veisla geitarinnar), pólitískan trylli sem gerist í tíð einræðisherrans Rafaels Trujillo í Dóminíska lýðveldinu, og hlaut hún góðar viðtökur. Síðasta bók Vargas Llosa, Travesuras de la niña mala (Vonda stúlkan) kom út 2006. Að minnsta kosti tvær bækur eftir hann hafa komið út í íslenskri þýðingu Sigrúnar Ástríðar Eiríksdóttur, Hver myrti Móleró? og Pantaljón og sérþjónustan. bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira