Lífið

Ekki meira drama takk!

Robbie Williams. MYND/BANG Showbiz
Robbie Williams. MYND/BANG Showbiz

Breski söngvarinn Robbie Williams fékk sig fullsaddan af dramatískum samböndum sem tilheyra fortíðinni þar sem allt fór í háaloft við minnsta tilefni.

Í dag er Robbie giftur maður og sáttur við lífið og tilveruna. Hann giftist leikkonunni Ayda Field á heimili þeirra í Beverly Hills 7. ágúst síðastliðinn.

Robbie segir að hjónabandið sé eitt það besta sem hefur komið fyrir hann.

„Að vera giftur er yndisleg tilfinning og ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er ég ennþá að venjast því að vera í sambandi sem er laust við stöðugt drama og vesen. Lífið verður allt öðruvísi þegar þú ert giftur. Ruglið og vitleysan hverfur og tilveran tekur allt aðra stefnu," sagði Robbie.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.