Lífið

Útlitið skiptir engu

Justin Timberlake. MYND/Cover Media
Justin Timberlake. MYND/Cover Media

Söngvarinn sem er fer með eitt af aðalhlutverkunum í myndinni The Social Network, Justin Timberlake, hefur átt í nánu sambandi við fjölda þekktra kvenna í Hollywood eins og Cameron Diaz, Britney Spears og nú Jessicu Biel.

Justin byrjaði með Jessicu árið 2007 og nú ganga um háværar sögur að hún taki ekki annað í mál en að þau giftist á þessu ári.

Justin viðurkennir að hann er sáttur í sambandinu með Jessicu en áður fyrr tókst hann vissulega á við sársaukafull sambönd.

„Ég kolféll á andlitið margoft en það er eðlilegt því ef þú ert ástfanginn þarftu að vera viðbúinn því að upplifa sársauka," sagði Justin.

Justin heldur því fram að útlitið sé ekki allt þegar kemur að kvenfólki en Jessica situr alltaf sem fastast á listum yfir álitlegustu konur heims.

„Ef konan er með rétt viðhorf til lífsins og með góða nærveru þá skiptir útlitið engu máli," sagði Justin jafnframt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.