Lífið

Forðast tískuárekstra með SMS-um

Rihanna, Katy Perry og Lady Gaga hringja hver í aðra fyrir stóra viðburði til að lenda ekki í þeim hræðilegu örlögum að vera eins klæddar.
Rihanna, Katy Perry og Lady Gaga hringja hver í aðra fyrir stóra viðburði til að lenda ekki í þeim hræðilegu örlögum að vera eins klæddar.

Söngkonan kynþokkafulla Rihanna segir í nýju viðtali að hún forðist tískuárekstra við Lady Gaga og Katy Perry með því að senda þeim SMS og spyrja í hverju þær ætli að vera á viðburðum.

„Versta martröðin mín er að lenda í tískuárekstri á rauða dreglinum,“ sagði Rihanna, „þannig að við sendum hver annarri SMS til að ganga úr skugga um að það gerist ekki. Við erum ekki hræddar við tískuna. Við Katy [Perry] tölum reglulega saman um í hverju við ætlum að vera. Við [Lady] Gaga líka.“

Eitt sinn skall hurð nærri hælum þegar Perry hringdi í Rihönnu til að athuga í hverju hún ætlaði að vera á fínum dansleik. „Við hrópuðum „guð minn góður!“ enda vorum við á leiðinni á ballið í eins kjól frá Dolce & Gabbana,“ sagði Rihanna full örvæntingar. „Hún bannaði mér að mæta í kjólnum vegna þess þess að hún var búin lakka á sér neglurnar í stíl við kjólinn. Ég lét undan vegna þess hve hún var búin að leggja svo mikið á sig.“

BERLIN - NOVEMBER 05: Host Katy Perry poses for a picture at the backstage boards during the 2009 MTV Europe Music Awards held at the O2 Arena on November 5, 2009 in Berlin, Germany. (Photo by Sean Gallup/Getty Images) Katy Perry klippa





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.