Lífið

Sveinn undirbýr matreiðslubók

Sveinn Kjartansson hefur öðlast miklar vinsældir með þáttunum Fagur fiskur í sjó. Hann hyggst fylgja þeim eftir með matreiðslubók og námskeiðahaldi.Fréttablaðið/Arnþór
Sveinn Kjartansson hefur öðlast miklar vinsældir með þáttunum Fagur fiskur í sjó. Hann hyggst fylgja þeim eftir með matreiðslubók og námskeiðahaldi.Fréttablaðið/Arnþór

Sjónvarpsþættirnir Fagur fiskur í sjó, þar sem þau Sveinn Kjartansson úr Fylgifiskum og Áslaug Snorradóttir göldruðu fram dýrindis fiskrétti, slógu eftirminnilega í gegn hjá RÚV. Sveinn hyggst fylgja eftir þeim vinsældum með matreiðslunámskeiði og matreiðslubók.

„Allur þessi áhugi kom mér svolítið á óvart. Fólk hefur verið að senda mér spurningar en líka sínar eigin hugmyndir um rétti. Og svo hefur fólk líka hringt og spurt um einhver góð brögð í eldhúsinu,“ segir Sveinn Kjartansson, matreiðslumaður og eigandi Fylgifiska. Sveinn segir vinsældir sjónvarpsþáttarins hafa verið nánast lygilegar. „Fólk hefur greinilega mikinn áhuga á matreiðslu og þetta er svolítið tvíþætt. Annars vegar hefur eldri kynslóðin mikinn áhuga á öllum þessum framandi kryddjurtum og -tegundum sem hafa flætt yfir okkur undanfarin ár en yngri kynslóðina langar kannski mest að vita hvernig eigi að meðhöndla og matreiða heilan fisk.“

Matreiðslumaðurinn hefur getið sér gott orð fyrir fiskrétti sína hjá Fylgifiskum en hann hefur aldrei gefið út sína eigin matreiðslubók, eingöngu lánað uppskriftir í fiskréttabók Hagkaups. „Núna er hins vegar rétti tíminn, ég er að verða fimmtugur og er kominn úr lærlingagallanum.“- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.