Lífið

Féll fyrir bónda

Charlize Theron, MYND/BANG Showbiz
Charlize Theron, MYND/BANG Showbiz

Leikkonan Charlize Theron, 35 ára, sem hætti með leikaranum Stuart Townsend í byrjun árs 2010, hefur fundið ástina á ný.

Sá heppni er Eric Thal, fyrirsæta og leikari, sem á bóndagarð í New York þar sem hann ræktar eigið grænmeti.

Það sem dró Charlize að Eric var lifnaðarháttur hans og lífsviðhorf en hann er tíu árum eldri en leikkonan og leggur áherslu á að njóta tilverunnar í sveitasælu.

Charlize ólst einmitt upp í Suður Afríku á bóndabýli og þykir eiga margt sameiginlegt með bóndanum að sögn vina hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.