Leikkonan Gwyneth Paltrow skammast sín ekkert fyrir að drekka og hanga á netinu á sama tíma. Gwyneth viðurkennir að hún elskar að slaka á heima, fá sér í glas, finna aðeins á sér og fara síðan á netið.
Iron Man stjarnan, Gwyneth, sem á tvö börn með söngvara Coldplay hljómsveitarinnar, Chris Martin, lét hafa eftirfarandi eftir sér:
„Sum kvöld þegar börnin eru sofnuð nota ég tímann fyrir sjálfa mig og sest við tölvuna mína með vínglas mér við hlið. Ég fer í gegnum fréttamiðlana, drekk vínið mitt og versla föt á netinu."
„Ég er nautnaseggur. Ég elska mat og vín of mikið til að sleppa því. Ég elska líka ís. Lífið yrði hrikalega leiðinlegt ef ég gæti ekki leyft mér að neyta þess sem ég elska," sagði Gwyneth.