Fleiri fréttir Léku frummenn í alþjóðlegri auglýsingu „Þetta er auglýsing fyrir LG. Sem er alþjóðlegt fyrirtæki. Þeir framleiða meðal annars síma og þetta er sjónvarpsauglýsing fyrir nýjan háþróaðan síma. Míní-bíómynd sem fjallar um það þegar frummaðurinn kemst í snertingu við hátæknina,“ segir Einar Sveinn Þórðarson hjá Pegasus. 23.6.2009 03:00 Heimildamyndir í Nýló Nú hefst önnur sería heimildarmynda í Nýlistasafninu. Sýndar verða fjórar myndir frá ýmsum löndum sem allar hafa það sameiginlegt að fjalla um ímynd og persónusköpun. Við fylgjumst með því hvað gerist er barn sér spegilmynd sína í fyrsta sinn, fangelsisheimsókn ungrar dóttur til móður sinnar og sögu manns sem snýr aftur á heimaslóðir verandi síðasta manneskjan úr þorpinu. Myndirnar velta upp spurningum um það hversu nálægt viðfangsefni sínu kvikmyndagerðarmaðurinn geti gengið og hversu nálægt raunveruleikanum og reynsluheimi persóna hann geti komist. Í kvöld kl. 20 verða sýndar tvær myndir. 23.6.2009 02:00 Andakt á Þingvöllum Í kvöld hefst í þriðja sinn tónleikahald að sumri í Þingvallakirkju. Þessi látlausa sveitakirkja hefur um árhundruð þjónað sinni litlu sókn í Bláskógaheiðinni en byggð er þar strjál á fornum býlum en þess meiri í sumarhúsum umhverfis vatnið og á tjaldstæðum. 23.6.2009 01:00 Nokkur hundruð á Hróarskeldu Hróaskelduhátíðin hefur verið vinsæl meðal rokkþyrstra Íslendinga sem hafa flykkst til Danaveldis í hundraða tali í byrjun júlí. Kreppan setur hins vegar strik í reikninginn í ár. 22.6.2009 06:00 Grímuhafi stýrir kreppuverki „Þetta er með því betra sem maður hefur lesið," segir nýkrýndur Grímuverðlaunahafi, Kristín Jóhannesdóttir, um sitt nýjasta leikrit Brennuvargar. Verkið, sem Mark Frisch skrifaði á síðustu öld, verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu um miðjan október. 22.6.2009 05:00 Draumkennt og heiðarlegt Hljómsveitin Árstíðir hefur gefið út sína fyrstu plötu og var hún alfarið tekin upp lifandi. „Til að gera hljóðheiminum sem best skil og halda heiðarleikanum ákváðum við að taka þann pól í hæðina að hafa þetta lifandi,“ segir Ragnar Ólafsson um plötuna. „Það var bara talið í og spilað allt lagið í gegn. Ef mistök voru gerð þá fengu þau að fylgja. Við vildum hafa þetta eins heiðarlegt og hægt er.“ 22.6.2009 03:00 Dalafetamaðurinn með stuttmynd til Pristinu „Þetta er bara búið vera draumur fyrir mig, algjörlega frábært," segir Ervin Shala. Nafnið kveikir kannski engum bjöllum hjá lesendum Fréttablaðsins og nýrakað andlitið ekki heldur. En setji menn yfirvaraskegg og örlítið meira hár, helst krullað, á Ervin kemur í ljós gríski dalafetamaðurinn Stepaponopolis úr auglýsingum Dags Kára Péturssonar fyrir MS sem vöktu mikla athygli á sínum tíma. Ervin leikur aðalhlutverkið í stuttmyndinni The Notion of Immanent Causation eftir Óskar Örn Arnarsson sem hlaut áhorfendaverðlaun Stuttmyndadaga Reykjavíkur. Stuttmyndin leggur brátt af stað í lítið ferðalag til heimalands Ervins, Kosovo, þar sem hún verður sýnd á Pristina Film Festival en formaður dómnefndar er engin önnur en Vanessa Redgrave. Draumur Ervins, um að mynda menningarbrú milli Kosovo og Íslands, er því að skríða af stað. „Við byrjum bara svona, með stuttmynd þar sem Íslendingur og Kosovoi sameina krafta sína." 22.6.2009 03:00 Miley tók dúett með Jonas-bræðrunum Leik- og söngkonan Miley Cyrus, sem íslensk ungmenni ættu að þekkja úr þáttaröðinni Hannah Montana, kom aðdáendum í opna skjöldu þegar hún steig á svið með Jonas-bræðrunum á tónleikum í gærkvöld. 21.6.2009 16:19 Paris eltir Ronaldo til Madrídar Hrifning Paris Hilton á portúgalska framherjanum Cristiano Ronaldo virðist ætla að verða uppspretta að góðu fríi í Evrópu samkvæmt erlendum slúðurmiðlum. 21.6.2009 15:25 Katie Holmes dansar í lokaþættinum Katie Holmes, leikkona og ástmey stórleikarans Tom Cruise, kemur til með að taka sporið í lokaþætti So You Think You Can Dance þáttaraðarinnar. 21.6.2009 12:47 Seacrest og Lohan með nýjan sjónvarpsþátt? Nýverið birtu slúðurmiðlar beggja megin Atlantsála birt myndir af þeim Ryan Seacrest og Lindsay Lohan yfirgefa skemmtistað saman. Nú þykist slúðurvefurinn TMZ hafa fundið ástæðu þess að þau eru að hanga saman; þau ætla að búa til nýjan sjónvarpsþátt. 21.6.2009 11:20 Bruno í afklipptum jakkafötum og þveng Leikarinn Sacha Baron Cohen gerir allt vitlaust á meginlandi Evrópu þessa dagana í gervi sínu sem samkynhneigða tískulöggan Bruno. Hann brunaði upp skipaskurðina í Amsterdam í gær á vatnaketti og hoppaði síðan beint í myndatöku ásamt vel vöxnum karlfyrirsætum í Rauða hverfinu. 20.6.2009 13:25 Aniston komin með nýjan Brad Leikkonan Jennifer Aniston hefur fundið sér nýjan Brad; leikarann Bradley Cooper, en þau léku saman í myndinni He‘s Just Not That Into You. Þau snæddu saman rómantískan kvöldverð í New York í vikunni. 20.6.2009 10:06 Töfrandi dúett með Beck Söngkonan Þórunn Antonía segir það mikinn heiður að hafa tekið upp plötu með tónlistarmanninum Beck. Frekara samstarf þeirra tveggja er hugsanlegt. 20.6.2009 09:00 Britney-eftirherman á sér íslenska fortíð Frétt Daily Mail, sem íslenskir fjölmiðlar endursögðu samviskusamlega, af Lornu Bliss, breskri konu á þrítugsaldri sem hefur varið þrjátíu milljónum króna í að líkjast Britney Spears, vakti athygli í vikunni. 20.6.2009 07:00 Haffi Haff tryllir lýðinn á fegurðarsamkeppni Möltu Haffi Haff treður upp á mikilli fegurðarsamkeppni á Möltu og kemur fram á MTV hátíð þar. Helsta áhyggjuefnið er að stílistinn mikli á engin föt til að koma fram í. 20.6.2009 06:00 Sjálfshæðið flipp um Ísland Félagarnir Helgi Jean Claessen og Hjálmar Jóhannsson hafa sett grínmyndband inn á síðuna Youtube þar sem þeir rappa á útlensku fyrir Íslands hönd. Lagið nefnist Ice Ice Iceland: You Can"t Mess With Iceland og umfjöllunarefnið er kreppan á Íslandi og ýmsar ranghugmyndir tengdar henni erlendis. 20.6.2009 06:00 Kvennapókermót á Gullöldinni í dag „Það er allt að gerast. Nokkrar flottustu konur landsins ætla að mæta. Það er bullandi áhugi fyrir þessu,“ segir Davíð Rúnarsson, knattspyrnu- og pókermaður. 20.6.2009 04:00 Grétar Örvarsson farastjóri Kollywood-tökuliðsins „Ég er að ganga frá á tökustað og við erum bara að færa okkur yfir á þann næsta. Sem er Jökulsárlón,“ segir Grétar Örvarsson, tónlistamaður með meiru en hann er farastjóri Kollywood-tökuliðsins sem Fréttablaðið greindi frá að væri á leiðinni til landsins. Fyrirtækið Jöklar ehf tók tökuliðið uppá sína arma. Og fengu Grétar til að vera sér innan handar. 20.6.2009 04:00 Páll Óskar á pening fyrir næstu plötu „Ég get ekkert kvartað. Eina sem ég get kvartað undan er gengið, sem er eitthvað sem allir finna fyrir,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann fær á sunnudaginn afhenta platínuplötu fyrir að hafa selt Silfursafnið sitt í sextán þúsund eintökum. Reyndar rauf platan tíu þúsund eintaka platínumúrinn um síðustu jól en það er fyrst núna sem hann fær sjálfa plötuna afhenta, á árlegum sólstöðutónleikum í Grasagarðinum í Laugardal með Moniku hörpuleikara. 19.6.2009 06:00 Listamenn ósáttir við val á borgarlistamanni Áheyrnarfulltrúar Bandalags íslenskra listamanna, BÍL, í menningar-og ferðamálaráði lögðu fram bókun við þá ákvörðun að Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkurborgar. Allir kjörnir fulltrúar menningar- og ferðamálaráðs greiddu útnefningunni atkvæði sitt. Í bókun áheyrnarfulltrúanna kemur fram að ástæðulaust sé fyrir menningar-og ferðamálaráð að leita út fyrir Bandalag íslenskra listamanna en félagar í BÍL eru þrjú þúsund. 19.6.2009 06:00 Stúlkur sem spá í ský og vindáttir Á Íslensku auglýsingastofunni vinnur hópur af stúlkum sem æfir nú svifflug í frístundum sínum. Hópurinn gengur undir nafninu The High Five, þar sem stúlkurnar sem skipa hann eru fimm talsins. „Samstarfskona okkur, Aníta Björnsdóttir, hefur stundað svifflug í nokkurn tíma og hún var alltaf að dásama þetta og eftir að hafa hlustað á hana tala svona vel um íþróttina ákváðum við að slá til og prófa,“ segir Berglind Laxdal svifflugsáhugamaður. 19.6.2009 05:00 Rúnar Freyr og Hilmir í Borgarleikhúsið „Við erum að styrkja hópinn. Hér er sterkur hópur leikara fyrir og það er að bætast í hann,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu. 19.6.2009 04:00 Latabæjarsýning fyrirhuguð á Íslandi Íslenskir aðdáendur Íþróttaálfsins og Sollu stirðu ættu að geta tekið gleði sína á ný. Því samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru forsvarsmenn Latabæjar nánast búnir að ákveða að setja upp Latabæjarleiksýningu á Íslandi á næsta ári. 19.6.2009 03:45 Tvöföld plata frá Tvíhöfða Gubbað af gleði, tvöföld safnplata með helstu lögum og grínatriðum grallaranna í Tvíhöfða, er komin í verslanir. Á fyrri plötunni er áður óútgefið efni en á þeirri síðari er efni sem hefur áður komið út, þar á meðal lagið My Bitch. Þarna geta því hinir fjölmörgu aðdáendur útvarpsþáttarins Tvíhöfða fundið eitthvað við sitt hæfi því af nógu er að taka á diskunum tveimur. Alls eru nítján lög og grínatriði á fyrri disknum og 43 á þeim síðari. 19.6.2009 03:00 Ásdís Rán: Björk spilar ekki út á kynþokka Tímaritið Complex hefur valið níu kynþokkafyllstu íslensku konurnar. Fremst í flokki fer Ásdís Rán Gunnarsdóttir en Björk er í neðsta sætinu. „Ég efast um að Björk sé að spila út á kynþokkann. Hún er frábær listamaður en ekki svo kynþokkafull að mínu mati. Ég var einmitt spurð að þessari sömu spurningu í Maxim viðtalinu," svarar Ásdís spurð út í umræddan lista. 18.6.2009 15:16 Mannakorn eins og gott hjónaband Í kvöld á Kaffi Rósenberg verða haldnir Mannakornstónleikar. Vísir hafði samband við annan forsprakka sveitarinnar, Magnús Eiríksson, til að forvitnast um samband hans við Pálma Gunnarsson. „Við erum bara fínir. Við Pálmi höfum brallað mikið saman. Eftir því sem ég best veit þá erum við góðir vinir. Þetta er eins og hvert annað hjónaband. Ef menn eru lengi saman þá er ágætt að vera líka í sundur það skerpir ástina," segir Magnús. „Ætli við höfum ekki byrjað að vinna saman '74. Við höfum eiginlega spilað á hverju ári og aldrei hætt. Yfirleitt höfum við spilað undir Mannakornaformmerkjum." „Það er hljómsveit með okkur í kvöld. Við getum spilað tveir en það er meira gaman að flytja þessi lög með hljómsveit. Biggi Baldurs og Þórir Úlfarsson verða með okkur," svarar Magnús þegar talið berst að tónleikunum í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00. 18.6.2009 12:28 Kaiser í þjóðleikhússtjórann „Já, ég hef verið hvattur til þess af mörgum, bæði innan leikhússins sem utan,“ segir Sigurður Kaiser sem ætlar sér að sækja um stöðu þjóðleikhússtjóra. 18.6.2009 06:00 Eurovison-leikstjóri gerir dramamynd „Þetta er algjörlega frábært. Maður er kampakátur með þetta,“ segir leikstjórinn Baldvin Zophoníasson, eða Baldvin Z. Fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd, Órói, hefur fengið vilyrði fyrir framleiðslustyrk hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Um dramamynd er að ræða en Baldvin vill ekkert láta hafa eftir sér um söguþráðinn í bili. 18.6.2009 05:00 Fjöldinn kom á óvart Hjónin í Mávahlíð, Sigurður Pálsson og Kristín Jóhannesdóttir, voru sigurvegarar Grímunnar, Þau eru ekki búin að finna stað fyrir stytturnar tvær sem þau hlutu fyrir sýninguna Utangátta. 18.6.2009 05:00 D12 með nýja plötu Þrátt fyrir að vera nýbúinn að gefa út plötuna Relapse er rapparinn Eminem aftur á leiðinni í hljóðver, núna með félögum sínum í D12. „Ég og strákarnir náum vel saman, við höfum sérstök tengsl. Við ætlum aftur í hljóðverið bráðum,“ sagði Eminem. D12 var stofnuð í Detroit árið 1990 af nokkrum röppurum, þar á Eminem, Bizarre og Proof, sem var skotinn til bana fyrir þremur árum. Fimm ár eru liðin síðan síðasta plata sveitarinnar kom út. 18.6.2009 03:00 17. júní fagnað á Spáni Á þriðja hundrað manns sóttu í dag 17. júní hátíðahöld Íslendinga sem að þessu sinni fóru fram á Íslendingabarnum Boomerang rétt suður af í bænum Torrevieja, sem er í um 45 km. suður af Alicante á suðausturströnd Spánar. 17.6.2009 17:41 Steinunn Sigurðardóttir Borgarlistamaður Reykjavíkur Í dag útnefndi Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuð Borgarlistamann Reykjavíkur 2009. Útnefningin fór fram í Höfða og gerði Áslaug Friðriksdóttir formaður menningar- og ferðamálaráðs grein fyrir vali ráðsins á borgarlistamanni. 17.6.2009 15:34 Þú og ég á Arnarhóli í kvöld „Það eru komin að minnsta kosti tíu ár síðan dúettinn kom síðast saman á 17. júní ef ekki lengra síðan," svarar Helga Möller sem mun ásamt Jóhanni Helgasyni syngja þekkta slagara diskódúettsins „Þú og ég" á Arnarhóli klukkan 21.:20 í kvöld. „Við eigum þrjátíu ára starfsafmæli á þessu ári og höfum því verið að koma fram á nokkrum stöðum og það er ótrúlegt hvað margir, ungir sem aldnir, þekkja lögin okkar og syngja með." „Vonandi verður þannig stemning á Arnarhóli í kvöld," segir Helga. „Við erum líka í hljóðveri að gera ný lög sem lofa góðu og hugsum okkur að vera á ferðinni í vetur með hljómsveit með okkur. Meðal annars munum við troða upp á Nasa og á Græna Hattinum á Akureyri." 17.6.2009 14:08 Victoria Beckham í brjóstaminnkun Victoria Beckham hefur nú farið í sína þriðju brjóstaaðgerð. Í þetta skiptið lét hún minnka á sér barminn þar sem hún var orðin þreytt á gálu útlitinu. 17.6.2009 10:30 Ilmur gerir heimildarmynd um islam Leikkonan og guðfræðineminn Ilmur Kristjánsdóttir er að undirbúa heimildarmynd um islamstrú sem nefnist Islam á Íslandi. Hún og Tinna Lind Gunnarsdóttir, sem er með henni í guðfræði við Háskóla Íslands, hafa fengið handritsstyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands til að ljúka við handrit myndarinnar. Áætlað er að tökur hefjist í haust. 17.6.2009 08:00 Tamílar taka upp rómantísk ástaratriði á Íslandi „Já, ég kannast alveg við þennan leikstjóra og þetta kemur mér ekkert á óvart, að Indverjar skuli sækja hingað, þeir eru nefnilega svolítið sérlundaðir og ana stundum af stað út í óvissuna," segir Ásta Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Eskimo. En svo virðist, ef marka má indverska vefmiðla, að nokkur atriði í tamílsku kvikmyndinni Aadhavan verði tekin upp á Íslandi. 17.6.2009 06:00 Heilsunámskeið í Hallormsstað Leikkonan og jógakennarinn Ingibjörg Stefánsdóttir ætlar að bjóða upp á heilsudekursnámskeið í Hallormsstaðarskógi í sumar. Ingibjörg mun kenna áhugasömum að iðka Ashtanga jóga en samstarfskona hennar, Rannveig Gissurardóttir, mun sjá um að reiða fram holla og góða rétti fyrir fólk. 17.6.2009 06:00 Frumsýning Grease - myndband „Þetta er svolítið varíerað til frá rennsli til rennslis," segir Bjartmar Guðmundsson aðspurður út í hárgreiðsluna en hann fer með hlutverk Danny í söngleiknum Grease sem sýndur er í Loftkastalanum. Ísland í dag var á staðnum og spjallaði við leikendur og gesti eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. 16.6.2009 16:37 Angraður af æstum konum - myndband Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær af leikaranum Robert Pattinson úr vampírumyndinni Twilight í New York við tökur á kvikmyndinni „Remember Me". Í myndskeiðinu má sjá æsta kvenkynsaðdáendur elta leikarann og nánast stökkva á hann. Sjá aðdáendurna angra Robert hér. 16.6.2009 10:30 Hljóðfærum stolið af Sudden Weather Change Brotist var inn í æfingahúsnæði hljómsveitarinnar Reykjavík! og stolið þaðan hljóðfærum úr eigu Sudden Weather Change sem strákarnir höfðu fengið að geyma í húsinu. Meðal annars var stolið effektum og rauðum gítar af gerðinni Fender Mustang, auk þess sem fartölva var tekin. 16.6.2009 06:00 Alltaf gleði hjá FM 957 Stuðboltarnir á útvarpsstöðinni FM 957 héldu upp á tuttugu ára afmæli sitt á Nasa á laugardaginn. Stöðin stóð svo sannarlega undir nafni því allir voru í stuði. 16.6.2009 06:00 Bankahrun hjá EVE Online „Það er hægt að læra margar lexíur í EVE sem kosta ekki mikið,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Heimasíða New York Times birti grein um banka sem fór á hausinn í íslenska tölvuleiknum EVE Online eftir að bankastjórinn Ricdic stakk af með hluta af innistæðunni og seldi á svörtum markaði fyrir alvöru peninga. Eftir sitja innistæðueigendurnir með sárt ennið. Hilmar Veigar segir að erfitt sé að líkja þessu við íslenska bankahrunið enda sé EVE Online einungis tölvuleikur. 16.6.2009 05:00 Fyrsta lagið frá Krónu Hljómsveitin Króna gefur út sitt fyrsta lag, Annar slagur, á morgun á Tónlist.is. Króna er rokktríó skipað þeim Birgi Erni Steinarssyni, Jóni Val Guðmundssyni og Hjalta Jóni Sverrissyni. 16.6.2009 04:30 Mixdiskur með vögguvísum Plötusnúðarnir Gísli Galdur Þorgeirsson og Benni B-Ruff, réttu nafni Benedikt Freyr Jónsson, hafa lengi skemmt dansglöðum Íslendingum með tónlist sinni. Nýlega tóku þeir að sér að setja saman sérstaka mixdiska, sem kallast A-D, í samstarfi við Smirnoff og tískuvöruverslunina Kron Kron. 16.6.2009 04:00 Sjá næstu 50 fréttir
Léku frummenn í alþjóðlegri auglýsingu „Þetta er auglýsing fyrir LG. Sem er alþjóðlegt fyrirtæki. Þeir framleiða meðal annars síma og þetta er sjónvarpsauglýsing fyrir nýjan háþróaðan síma. Míní-bíómynd sem fjallar um það þegar frummaðurinn kemst í snertingu við hátæknina,“ segir Einar Sveinn Þórðarson hjá Pegasus. 23.6.2009 03:00
Heimildamyndir í Nýló Nú hefst önnur sería heimildarmynda í Nýlistasafninu. Sýndar verða fjórar myndir frá ýmsum löndum sem allar hafa það sameiginlegt að fjalla um ímynd og persónusköpun. Við fylgjumst með því hvað gerist er barn sér spegilmynd sína í fyrsta sinn, fangelsisheimsókn ungrar dóttur til móður sinnar og sögu manns sem snýr aftur á heimaslóðir verandi síðasta manneskjan úr þorpinu. Myndirnar velta upp spurningum um það hversu nálægt viðfangsefni sínu kvikmyndagerðarmaðurinn geti gengið og hversu nálægt raunveruleikanum og reynsluheimi persóna hann geti komist. Í kvöld kl. 20 verða sýndar tvær myndir. 23.6.2009 02:00
Andakt á Þingvöllum Í kvöld hefst í þriðja sinn tónleikahald að sumri í Þingvallakirkju. Þessi látlausa sveitakirkja hefur um árhundruð þjónað sinni litlu sókn í Bláskógaheiðinni en byggð er þar strjál á fornum býlum en þess meiri í sumarhúsum umhverfis vatnið og á tjaldstæðum. 23.6.2009 01:00
Nokkur hundruð á Hróarskeldu Hróaskelduhátíðin hefur verið vinsæl meðal rokkþyrstra Íslendinga sem hafa flykkst til Danaveldis í hundraða tali í byrjun júlí. Kreppan setur hins vegar strik í reikninginn í ár. 22.6.2009 06:00
Grímuhafi stýrir kreppuverki „Þetta er með því betra sem maður hefur lesið," segir nýkrýndur Grímuverðlaunahafi, Kristín Jóhannesdóttir, um sitt nýjasta leikrit Brennuvargar. Verkið, sem Mark Frisch skrifaði á síðustu öld, verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu um miðjan október. 22.6.2009 05:00
Draumkennt og heiðarlegt Hljómsveitin Árstíðir hefur gefið út sína fyrstu plötu og var hún alfarið tekin upp lifandi. „Til að gera hljóðheiminum sem best skil og halda heiðarleikanum ákváðum við að taka þann pól í hæðina að hafa þetta lifandi,“ segir Ragnar Ólafsson um plötuna. „Það var bara talið í og spilað allt lagið í gegn. Ef mistök voru gerð þá fengu þau að fylgja. Við vildum hafa þetta eins heiðarlegt og hægt er.“ 22.6.2009 03:00
Dalafetamaðurinn með stuttmynd til Pristinu „Þetta er bara búið vera draumur fyrir mig, algjörlega frábært," segir Ervin Shala. Nafnið kveikir kannski engum bjöllum hjá lesendum Fréttablaðsins og nýrakað andlitið ekki heldur. En setji menn yfirvaraskegg og örlítið meira hár, helst krullað, á Ervin kemur í ljós gríski dalafetamaðurinn Stepaponopolis úr auglýsingum Dags Kára Péturssonar fyrir MS sem vöktu mikla athygli á sínum tíma. Ervin leikur aðalhlutverkið í stuttmyndinni The Notion of Immanent Causation eftir Óskar Örn Arnarsson sem hlaut áhorfendaverðlaun Stuttmyndadaga Reykjavíkur. Stuttmyndin leggur brátt af stað í lítið ferðalag til heimalands Ervins, Kosovo, þar sem hún verður sýnd á Pristina Film Festival en formaður dómnefndar er engin önnur en Vanessa Redgrave. Draumur Ervins, um að mynda menningarbrú milli Kosovo og Íslands, er því að skríða af stað. „Við byrjum bara svona, með stuttmynd þar sem Íslendingur og Kosovoi sameina krafta sína." 22.6.2009 03:00
Miley tók dúett með Jonas-bræðrunum Leik- og söngkonan Miley Cyrus, sem íslensk ungmenni ættu að þekkja úr þáttaröðinni Hannah Montana, kom aðdáendum í opna skjöldu þegar hún steig á svið með Jonas-bræðrunum á tónleikum í gærkvöld. 21.6.2009 16:19
Paris eltir Ronaldo til Madrídar Hrifning Paris Hilton á portúgalska framherjanum Cristiano Ronaldo virðist ætla að verða uppspretta að góðu fríi í Evrópu samkvæmt erlendum slúðurmiðlum. 21.6.2009 15:25
Katie Holmes dansar í lokaþættinum Katie Holmes, leikkona og ástmey stórleikarans Tom Cruise, kemur til með að taka sporið í lokaþætti So You Think You Can Dance þáttaraðarinnar. 21.6.2009 12:47
Seacrest og Lohan með nýjan sjónvarpsþátt? Nýverið birtu slúðurmiðlar beggja megin Atlantsála birt myndir af þeim Ryan Seacrest og Lindsay Lohan yfirgefa skemmtistað saman. Nú þykist slúðurvefurinn TMZ hafa fundið ástæðu þess að þau eru að hanga saman; þau ætla að búa til nýjan sjónvarpsþátt. 21.6.2009 11:20
Bruno í afklipptum jakkafötum og þveng Leikarinn Sacha Baron Cohen gerir allt vitlaust á meginlandi Evrópu þessa dagana í gervi sínu sem samkynhneigða tískulöggan Bruno. Hann brunaði upp skipaskurðina í Amsterdam í gær á vatnaketti og hoppaði síðan beint í myndatöku ásamt vel vöxnum karlfyrirsætum í Rauða hverfinu. 20.6.2009 13:25
Aniston komin með nýjan Brad Leikkonan Jennifer Aniston hefur fundið sér nýjan Brad; leikarann Bradley Cooper, en þau léku saman í myndinni He‘s Just Not That Into You. Þau snæddu saman rómantískan kvöldverð í New York í vikunni. 20.6.2009 10:06
Töfrandi dúett með Beck Söngkonan Þórunn Antonía segir það mikinn heiður að hafa tekið upp plötu með tónlistarmanninum Beck. Frekara samstarf þeirra tveggja er hugsanlegt. 20.6.2009 09:00
Britney-eftirherman á sér íslenska fortíð Frétt Daily Mail, sem íslenskir fjölmiðlar endursögðu samviskusamlega, af Lornu Bliss, breskri konu á þrítugsaldri sem hefur varið þrjátíu milljónum króna í að líkjast Britney Spears, vakti athygli í vikunni. 20.6.2009 07:00
Haffi Haff tryllir lýðinn á fegurðarsamkeppni Möltu Haffi Haff treður upp á mikilli fegurðarsamkeppni á Möltu og kemur fram á MTV hátíð þar. Helsta áhyggjuefnið er að stílistinn mikli á engin föt til að koma fram í. 20.6.2009 06:00
Sjálfshæðið flipp um Ísland Félagarnir Helgi Jean Claessen og Hjálmar Jóhannsson hafa sett grínmyndband inn á síðuna Youtube þar sem þeir rappa á útlensku fyrir Íslands hönd. Lagið nefnist Ice Ice Iceland: You Can"t Mess With Iceland og umfjöllunarefnið er kreppan á Íslandi og ýmsar ranghugmyndir tengdar henni erlendis. 20.6.2009 06:00
Kvennapókermót á Gullöldinni í dag „Það er allt að gerast. Nokkrar flottustu konur landsins ætla að mæta. Það er bullandi áhugi fyrir þessu,“ segir Davíð Rúnarsson, knattspyrnu- og pókermaður. 20.6.2009 04:00
Grétar Örvarsson farastjóri Kollywood-tökuliðsins „Ég er að ganga frá á tökustað og við erum bara að færa okkur yfir á þann næsta. Sem er Jökulsárlón,“ segir Grétar Örvarsson, tónlistamaður með meiru en hann er farastjóri Kollywood-tökuliðsins sem Fréttablaðið greindi frá að væri á leiðinni til landsins. Fyrirtækið Jöklar ehf tók tökuliðið uppá sína arma. Og fengu Grétar til að vera sér innan handar. 20.6.2009 04:00
Páll Óskar á pening fyrir næstu plötu „Ég get ekkert kvartað. Eina sem ég get kvartað undan er gengið, sem er eitthvað sem allir finna fyrir,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann fær á sunnudaginn afhenta platínuplötu fyrir að hafa selt Silfursafnið sitt í sextán þúsund eintökum. Reyndar rauf platan tíu þúsund eintaka platínumúrinn um síðustu jól en það er fyrst núna sem hann fær sjálfa plötuna afhenta, á árlegum sólstöðutónleikum í Grasagarðinum í Laugardal með Moniku hörpuleikara. 19.6.2009 06:00
Listamenn ósáttir við val á borgarlistamanni Áheyrnarfulltrúar Bandalags íslenskra listamanna, BÍL, í menningar-og ferðamálaráði lögðu fram bókun við þá ákvörðun að Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkurborgar. Allir kjörnir fulltrúar menningar- og ferðamálaráðs greiddu útnefningunni atkvæði sitt. Í bókun áheyrnarfulltrúanna kemur fram að ástæðulaust sé fyrir menningar-og ferðamálaráð að leita út fyrir Bandalag íslenskra listamanna en félagar í BÍL eru þrjú þúsund. 19.6.2009 06:00
Stúlkur sem spá í ský og vindáttir Á Íslensku auglýsingastofunni vinnur hópur af stúlkum sem æfir nú svifflug í frístundum sínum. Hópurinn gengur undir nafninu The High Five, þar sem stúlkurnar sem skipa hann eru fimm talsins. „Samstarfskona okkur, Aníta Björnsdóttir, hefur stundað svifflug í nokkurn tíma og hún var alltaf að dásama þetta og eftir að hafa hlustað á hana tala svona vel um íþróttina ákváðum við að slá til og prófa,“ segir Berglind Laxdal svifflugsáhugamaður. 19.6.2009 05:00
Rúnar Freyr og Hilmir í Borgarleikhúsið „Við erum að styrkja hópinn. Hér er sterkur hópur leikara fyrir og það er að bætast í hann,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu. 19.6.2009 04:00
Latabæjarsýning fyrirhuguð á Íslandi Íslenskir aðdáendur Íþróttaálfsins og Sollu stirðu ættu að geta tekið gleði sína á ný. Því samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru forsvarsmenn Latabæjar nánast búnir að ákveða að setja upp Latabæjarleiksýningu á Íslandi á næsta ári. 19.6.2009 03:45
Tvöföld plata frá Tvíhöfða Gubbað af gleði, tvöföld safnplata með helstu lögum og grínatriðum grallaranna í Tvíhöfða, er komin í verslanir. Á fyrri plötunni er áður óútgefið efni en á þeirri síðari er efni sem hefur áður komið út, þar á meðal lagið My Bitch. Þarna geta því hinir fjölmörgu aðdáendur útvarpsþáttarins Tvíhöfða fundið eitthvað við sitt hæfi því af nógu er að taka á diskunum tveimur. Alls eru nítján lög og grínatriði á fyrri disknum og 43 á þeim síðari. 19.6.2009 03:00
Ásdís Rán: Björk spilar ekki út á kynþokka Tímaritið Complex hefur valið níu kynþokkafyllstu íslensku konurnar. Fremst í flokki fer Ásdís Rán Gunnarsdóttir en Björk er í neðsta sætinu. „Ég efast um að Björk sé að spila út á kynþokkann. Hún er frábær listamaður en ekki svo kynþokkafull að mínu mati. Ég var einmitt spurð að þessari sömu spurningu í Maxim viðtalinu," svarar Ásdís spurð út í umræddan lista. 18.6.2009 15:16
Mannakorn eins og gott hjónaband Í kvöld á Kaffi Rósenberg verða haldnir Mannakornstónleikar. Vísir hafði samband við annan forsprakka sveitarinnar, Magnús Eiríksson, til að forvitnast um samband hans við Pálma Gunnarsson. „Við erum bara fínir. Við Pálmi höfum brallað mikið saman. Eftir því sem ég best veit þá erum við góðir vinir. Þetta er eins og hvert annað hjónaband. Ef menn eru lengi saman þá er ágætt að vera líka í sundur það skerpir ástina," segir Magnús. „Ætli við höfum ekki byrjað að vinna saman '74. Við höfum eiginlega spilað á hverju ári og aldrei hætt. Yfirleitt höfum við spilað undir Mannakornaformmerkjum." „Það er hljómsveit með okkur í kvöld. Við getum spilað tveir en það er meira gaman að flytja þessi lög með hljómsveit. Biggi Baldurs og Þórir Úlfarsson verða með okkur," svarar Magnús þegar talið berst að tónleikunum í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00. 18.6.2009 12:28
Kaiser í þjóðleikhússtjórann „Já, ég hef verið hvattur til þess af mörgum, bæði innan leikhússins sem utan,“ segir Sigurður Kaiser sem ætlar sér að sækja um stöðu þjóðleikhússtjóra. 18.6.2009 06:00
Eurovison-leikstjóri gerir dramamynd „Þetta er algjörlega frábært. Maður er kampakátur með þetta,“ segir leikstjórinn Baldvin Zophoníasson, eða Baldvin Z. Fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd, Órói, hefur fengið vilyrði fyrir framleiðslustyrk hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Um dramamynd er að ræða en Baldvin vill ekkert láta hafa eftir sér um söguþráðinn í bili. 18.6.2009 05:00
Fjöldinn kom á óvart Hjónin í Mávahlíð, Sigurður Pálsson og Kristín Jóhannesdóttir, voru sigurvegarar Grímunnar, Þau eru ekki búin að finna stað fyrir stytturnar tvær sem þau hlutu fyrir sýninguna Utangátta. 18.6.2009 05:00
D12 með nýja plötu Þrátt fyrir að vera nýbúinn að gefa út plötuna Relapse er rapparinn Eminem aftur á leiðinni í hljóðver, núna með félögum sínum í D12. „Ég og strákarnir náum vel saman, við höfum sérstök tengsl. Við ætlum aftur í hljóðverið bráðum,“ sagði Eminem. D12 var stofnuð í Detroit árið 1990 af nokkrum röppurum, þar á Eminem, Bizarre og Proof, sem var skotinn til bana fyrir þremur árum. Fimm ár eru liðin síðan síðasta plata sveitarinnar kom út. 18.6.2009 03:00
17. júní fagnað á Spáni Á þriðja hundrað manns sóttu í dag 17. júní hátíðahöld Íslendinga sem að þessu sinni fóru fram á Íslendingabarnum Boomerang rétt suður af í bænum Torrevieja, sem er í um 45 km. suður af Alicante á suðausturströnd Spánar. 17.6.2009 17:41
Steinunn Sigurðardóttir Borgarlistamaður Reykjavíkur Í dag útnefndi Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuð Borgarlistamann Reykjavíkur 2009. Útnefningin fór fram í Höfða og gerði Áslaug Friðriksdóttir formaður menningar- og ferðamálaráðs grein fyrir vali ráðsins á borgarlistamanni. 17.6.2009 15:34
Þú og ég á Arnarhóli í kvöld „Það eru komin að minnsta kosti tíu ár síðan dúettinn kom síðast saman á 17. júní ef ekki lengra síðan," svarar Helga Möller sem mun ásamt Jóhanni Helgasyni syngja þekkta slagara diskódúettsins „Þú og ég" á Arnarhóli klukkan 21.:20 í kvöld. „Við eigum þrjátíu ára starfsafmæli á þessu ári og höfum því verið að koma fram á nokkrum stöðum og það er ótrúlegt hvað margir, ungir sem aldnir, þekkja lögin okkar og syngja með." „Vonandi verður þannig stemning á Arnarhóli í kvöld," segir Helga. „Við erum líka í hljóðveri að gera ný lög sem lofa góðu og hugsum okkur að vera á ferðinni í vetur með hljómsveit með okkur. Meðal annars munum við troða upp á Nasa og á Græna Hattinum á Akureyri." 17.6.2009 14:08
Victoria Beckham í brjóstaminnkun Victoria Beckham hefur nú farið í sína þriðju brjóstaaðgerð. Í þetta skiptið lét hún minnka á sér barminn þar sem hún var orðin þreytt á gálu útlitinu. 17.6.2009 10:30
Ilmur gerir heimildarmynd um islam Leikkonan og guðfræðineminn Ilmur Kristjánsdóttir er að undirbúa heimildarmynd um islamstrú sem nefnist Islam á Íslandi. Hún og Tinna Lind Gunnarsdóttir, sem er með henni í guðfræði við Háskóla Íslands, hafa fengið handritsstyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands til að ljúka við handrit myndarinnar. Áætlað er að tökur hefjist í haust. 17.6.2009 08:00
Tamílar taka upp rómantísk ástaratriði á Íslandi „Já, ég kannast alveg við þennan leikstjóra og þetta kemur mér ekkert á óvart, að Indverjar skuli sækja hingað, þeir eru nefnilega svolítið sérlundaðir og ana stundum af stað út í óvissuna," segir Ásta Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Eskimo. En svo virðist, ef marka má indverska vefmiðla, að nokkur atriði í tamílsku kvikmyndinni Aadhavan verði tekin upp á Íslandi. 17.6.2009 06:00
Heilsunámskeið í Hallormsstað Leikkonan og jógakennarinn Ingibjörg Stefánsdóttir ætlar að bjóða upp á heilsudekursnámskeið í Hallormsstaðarskógi í sumar. Ingibjörg mun kenna áhugasömum að iðka Ashtanga jóga en samstarfskona hennar, Rannveig Gissurardóttir, mun sjá um að reiða fram holla og góða rétti fyrir fólk. 17.6.2009 06:00
Frumsýning Grease - myndband „Þetta er svolítið varíerað til frá rennsli til rennslis," segir Bjartmar Guðmundsson aðspurður út í hárgreiðsluna en hann fer með hlutverk Danny í söngleiknum Grease sem sýndur er í Loftkastalanum. Ísland í dag var á staðnum og spjallaði við leikendur og gesti eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. 16.6.2009 16:37
Angraður af æstum konum - myndband Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær af leikaranum Robert Pattinson úr vampírumyndinni Twilight í New York við tökur á kvikmyndinni „Remember Me". Í myndskeiðinu má sjá æsta kvenkynsaðdáendur elta leikarann og nánast stökkva á hann. Sjá aðdáendurna angra Robert hér. 16.6.2009 10:30
Hljóðfærum stolið af Sudden Weather Change Brotist var inn í æfingahúsnæði hljómsveitarinnar Reykjavík! og stolið þaðan hljóðfærum úr eigu Sudden Weather Change sem strákarnir höfðu fengið að geyma í húsinu. Meðal annars var stolið effektum og rauðum gítar af gerðinni Fender Mustang, auk þess sem fartölva var tekin. 16.6.2009 06:00
Alltaf gleði hjá FM 957 Stuðboltarnir á útvarpsstöðinni FM 957 héldu upp á tuttugu ára afmæli sitt á Nasa á laugardaginn. Stöðin stóð svo sannarlega undir nafni því allir voru í stuði. 16.6.2009 06:00
Bankahrun hjá EVE Online „Það er hægt að læra margar lexíur í EVE sem kosta ekki mikið,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Heimasíða New York Times birti grein um banka sem fór á hausinn í íslenska tölvuleiknum EVE Online eftir að bankastjórinn Ricdic stakk af með hluta af innistæðunni og seldi á svörtum markaði fyrir alvöru peninga. Eftir sitja innistæðueigendurnir með sárt ennið. Hilmar Veigar segir að erfitt sé að líkja þessu við íslenska bankahrunið enda sé EVE Online einungis tölvuleikur. 16.6.2009 05:00
Fyrsta lagið frá Krónu Hljómsveitin Króna gefur út sitt fyrsta lag, Annar slagur, á morgun á Tónlist.is. Króna er rokktríó skipað þeim Birgi Erni Steinarssyni, Jóni Val Guðmundssyni og Hjalta Jóni Sverrissyni. 16.6.2009 04:30
Mixdiskur með vögguvísum Plötusnúðarnir Gísli Galdur Þorgeirsson og Benni B-Ruff, réttu nafni Benedikt Freyr Jónsson, hafa lengi skemmt dansglöðum Íslendingum með tónlist sinni. Nýlega tóku þeir að sér að setja saman sérstaka mixdiska, sem kallast A-D, í samstarfi við Smirnoff og tískuvöruverslunina Kron Kron. 16.6.2009 04:00