Töfrandi dúett með Beck 20. júní 2009 09:00 Þórunn Antonía og Beck stilla saman strengi sína á nýrri plötu tónlistarmannsins sem er reyndar endurgerð á hinni sígildu The Velvet Underground & Nico plötu. Mynd/Stefán Söngkonan Þórunn Antonía segir það mikinn heiður að hafa tekið upp plötu með tónlistarmanninum Beck. Frekara samstarf þeirra tveggja er hugsanlegt. Beck, sem er búsettur í Los Angeles, hefur sett á fót verkefni þar sem hann tekur upp eigin útgáfur af þekktum plötum á aðeins einum degi án nokkurs undirbúnings og birtir afraksturinn á netinu. Fyrir upptökurnar á hinni sígildu Velvet Underground & Nico var hóað í Þórunni Antoníu með nánast engum fyrirvara og hún beðin um að taka þátt. „Þetta var alveg æðislegt. Ég var í Los Angeles í tvo og hálfan mánuð að syngja með hljómsveit sem heitir thenewno2 sem Dhani, sonur George Harrison, er í. Ég fékk SMS frá vinum mínum einn morguninn þar sem var spurt: „Viltu koma að syngja með Beck í dag?" Ég sagði: „Já, ekkert mál"," segir Þórunn. Þegar hún mætti í hljóðverið var vinur hennar, hinn heimsfrægi upptökustjóri Nigel Godrich sem hefur unnið með Beck og Radiohead, þar staddur ásamt tónleikabandi Beck og auðvitað Beck sjálfum. Þakkaði hann Þórunni kærlega fyrir komuna og skömmu síðar hófust upptökur. Hljóp Þórunn þarna í skarðið fyrir tónlistarmanninn Devendra Banhart sem átti að vera í hlutverki söngkonunnar Nico. „Honum leist rosalega vel á mig," segir hún um Beck. „Hann lét mig syngja sólólög og gera dúetta með sér. Við vorum þarna frá tólf á hádegi til tólf á miðnætti og ég spilaði á sítar í einu lagi og tambúrínu í öðru. Ég vissi ekkert hvað myndi verða úr þessu og var ekkert að pæla í þessu. Ég átti bara frábæran dag með góðum hljóðfæraleikurum," segir hún. „Svo hringdi Beck í mig og bauð mér í heimsókn og ég hlustaði á plötuna heima hjá honum í Los Angeles. Hann sagði að það hefði verið töfrandi stund þegar við sungum saman." Að sögn Þórunnar var Beck mjög áhugasamur um að starfa aftur með henni í framtíðinni. „Það eru mjög góðar fréttir fyrir mig að fá hrós frá svona manni," segir hún og útilokar ekki að fá aðstoð frá Beck við gerð sólóplötu sinnar sem er í undirbúningi. Afraksturinn af samstarfi þeirra er þegar kominn á netið. Geta áhugasamir séð Beck og Þórunni syngja dúett í laginu Sunday Morning á heimasíðunni Beck.com. Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Sjá meira
Söngkonan Þórunn Antonía segir það mikinn heiður að hafa tekið upp plötu með tónlistarmanninum Beck. Frekara samstarf þeirra tveggja er hugsanlegt. Beck, sem er búsettur í Los Angeles, hefur sett á fót verkefni þar sem hann tekur upp eigin útgáfur af þekktum plötum á aðeins einum degi án nokkurs undirbúnings og birtir afraksturinn á netinu. Fyrir upptökurnar á hinni sígildu Velvet Underground & Nico var hóað í Þórunni Antoníu með nánast engum fyrirvara og hún beðin um að taka þátt. „Þetta var alveg æðislegt. Ég var í Los Angeles í tvo og hálfan mánuð að syngja með hljómsveit sem heitir thenewno2 sem Dhani, sonur George Harrison, er í. Ég fékk SMS frá vinum mínum einn morguninn þar sem var spurt: „Viltu koma að syngja með Beck í dag?" Ég sagði: „Já, ekkert mál"," segir Þórunn. Þegar hún mætti í hljóðverið var vinur hennar, hinn heimsfrægi upptökustjóri Nigel Godrich sem hefur unnið með Beck og Radiohead, þar staddur ásamt tónleikabandi Beck og auðvitað Beck sjálfum. Þakkaði hann Þórunni kærlega fyrir komuna og skömmu síðar hófust upptökur. Hljóp Þórunn þarna í skarðið fyrir tónlistarmanninn Devendra Banhart sem átti að vera í hlutverki söngkonunnar Nico. „Honum leist rosalega vel á mig," segir hún um Beck. „Hann lét mig syngja sólólög og gera dúetta með sér. Við vorum þarna frá tólf á hádegi til tólf á miðnætti og ég spilaði á sítar í einu lagi og tambúrínu í öðru. Ég vissi ekkert hvað myndi verða úr þessu og var ekkert að pæla í þessu. Ég átti bara frábæran dag með góðum hljóðfæraleikurum," segir hún. „Svo hringdi Beck í mig og bauð mér í heimsókn og ég hlustaði á plötuna heima hjá honum í Los Angeles. Hann sagði að það hefði verið töfrandi stund þegar við sungum saman." Að sögn Þórunnar var Beck mjög áhugasamur um að starfa aftur með henni í framtíðinni. „Það eru mjög góðar fréttir fyrir mig að fá hrós frá svona manni," segir hún og útilokar ekki að fá aðstoð frá Beck við gerð sólóplötu sinnar sem er í undirbúningi. Afraksturinn af samstarfi þeirra er þegar kominn á netið. Geta áhugasamir séð Beck og Þórunni syngja dúett í laginu Sunday Morning á heimasíðunni Beck.com.
Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Sjá meira