Lífið

Bruno í afklipptum jakkafötum og þveng

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Bruno klæddur samkvæmt nýjustu tísku - eða hvað?
Bruno klæddur samkvæmt nýjustu tísku - eða hvað?

Leikarinn Sacha Baron Cohen gerir allt vitlaust á meginlandi Evrópu þessa dagana í gervi sínu sem samkynhneigða tískulöggan Bruno. Hann brunaði upp skipaskurðina í Amsterdam í gær á vatnaketti og hoppaði síðan beint í myndatöku ásamt vel vöxnum karlfyrirsætum í Rauða hverfinu.

Athygli vakti klæðnaður Brunos, en hann var í afklipptum jakkafötum. Undir jakkafötunum mátti sjá glitta í eldrauðan þveng. Ætli tískuglaðir karlmenn muni taka sér fatnaðinn til fyrirmyndar?

Sacha Baron er í óða önn við að kynna nýjustu mynd sína þar sem hann verður í hlutverki Brunos.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.