Lífið

Draumkennt og heiðarlegt

Hljómsveitin Árstíðir hefur gefið út sína fyrstu plötu. Tónleikaferð um Ísland hefst 25. júní.
Hljómsveitin Árstíðir hefur gefið út sína fyrstu plötu. Tónleikaferð um Ísland hefst 25. júní.

Hljómsveitin Árstíðir hefur gefið út sína fyrstu plötu og var hún alfarið tekin upp lifandi. „Til að gera hljóðheiminum sem best skil og halda heiðarleikanum ákváðum við að taka þann pól í hæðina að hafa þetta lifandi,“ segir Ragnar Ólafsson um plötuna. „Það var bara talið í og spilað allt lagið í gegn. Ef mistök voru gerð þá fengu þau að fylgja. Við vildum hafa þetta eins heiðarlegt og hægt er.“

Tónlist Árstíða er þjóðlagaskotin og er undir áhrifum frá flytjendum á borð við Neil Young, Eagles og CSN. „Þegar það bættist við selló og píanóleikur hjá okkur varð hljómurinn meira íslenskur og svolítið draumkenndari. Okkur finnst við hafa fundið okkar „sánd“,“ segir Ragnar.

Tvö lög af nýju plötunni hafa þegar hljómað á öldum ljósvakans; Sunday Morning og Látum okkur sjá. Einnig hafa Árstíðir vakið athygli fyrir lagið Með hallandi höfði sem er íslensk útgáfa af Helplessly Hoping með CSN. HInn 25. júní leggur hljómsveitin í átján daga tónleikaferðalag um landið ásamt Svavari Knúti og Helga Vali undir yfirskriftinni Hver á sér fegra föðurland. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.