Lífið

Miley tók dúett með Jonas-bræðrunum

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Miley og Nick.
Miley og Nick.

Leik- og söngkonan Miley Cyrus, sem íslensk ungmenni ættu að þekkja úr þáttaröðinni Hannah Montana, kom aðdáendum í opna skjöldu þegar hún steig á svið með Jonas-bræðrunum á tónleikum í gærkvöld.

Tónleikarnir voru þeir fyrstu á nýju tónleikaferðalagi bræðranna og fóru fram í borginni Arlington í Texas-ríki.

Þar söng Miley dúett með yngsta bróðurnum, Nick Jonas. Þau áttu í sambandi fram undir árslok 2007, en hættu þá saman. Þessi samsöngur þeirra ýtir nú undir sögusagnir um að eitthvað sé að smella hjá þeim að nýju.

Myndband sem aðdáandi tók af framistöðu þeirra má sjá hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.