Dalafetamaðurinn með stuttmynd til Pristinu 22. júní 2009 03:00 Ervin Shala flúði frá Kosovo til Íslands fyrir ellefu árum og ætlar nú að láta drauminn um að verða kvikmyndaleikari rætast.Fréttablaðið/Valli „Þetta er bara búið vera draumur fyrir mig, algjörlega frábært," segir Ervin Shala. Nafnið kveikir kannski engum bjöllum hjá lesendum Fréttablaðsins og nýrakað andlitið ekki heldur. En setji menn yfirvaraskegg og örlítið meira hár, helst krullað, á Ervin kemur í ljós gríski dalafetamaðurinn Stepaponopolis úr auglýsingum Dags Kára Péturssonar fyrir MS sem vöktu mikla athygli á sínum tíma. Ervin leikur aðalhlutverkið í stuttmyndinni The Notion of Immanent Causation eftir Óskar Örn Arnarsson sem hlaut áhorfendaverðlaun Stuttmyndadaga Reykjavíkur. Stuttmyndin leggur brátt af stað í lítið ferðalag til heimalands Ervins, Kosovo, þar sem hún verður sýnd á Pristina Film Festival en formaður dómnefndar er engin önnur en Vanessa Redgrave. Draumur Ervins, um að mynda menningarbrú milli Kosovo og Íslands, er því að skríða af stað. „Við byrjum bara svona, með stuttmynd þar sem Íslendingur og Kosovoi sameina krafta sína." Ervin flúði frá Kosovo til Íslands þegar stríðsátökin þar stóðu sem hæst fyrir ellefu árum, þá aðeins tvítugur að aldri, einn og óstuddur. Í þeim mánuði höfðu bardagar milli Frelsishers Kosovo og serbneskra lögreglu- og hersveita staðið yfir í sjö mánuði og yfir 270 þúsund manns voru á flótta. Aðstæðurnar versnuðu til muna næstu mánuði og þegar Nato hóf loftárásir á Júgóslavíu var það vegna gruns um þjóðernishreinsanir í Kosovo. Ervin fékk við komuna vinnu hjá Fisverkun Jónasar í Hafnarfirði og fór strax að læra tungumálið. Íslenskukennarnir hans voru þó heldur óhefðbundnir. „Já, ég hlustaði alltaf á Tvíhöfða í vinnunni og lærði tungumálið í gegnum þá. Konurnar í fiskvinnslunni hjálpuðu mér síðan með þau orð sem ég skildi ekki," segir Ervin og hlær. Ervin telur að yfir fimm hundruð Kosovo-Albanar séu á Íslandi í dag og þeir halda mjög góðu samband sína á milli. Í dag starfar Ervin hjá sápuframleiðandanum Tandur milli þess sem hann leikur í kvikmyndum og auglýsingum. Kvikmyndaleikstjórar hafa sóst eftir balknesku útliti hans, nú síðast lék hann verðbréfasala í R.W.W.M eftir Júlíus Kemp og svipaða týpu í Brúðgumanum eftir Baltasar Kormák. „Ég ætla alla leið í kvikmyndabransanum og lifa þann draum til fulls." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
„Þetta er bara búið vera draumur fyrir mig, algjörlega frábært," segir Ervin Shala. Nafnið kveikir kannski engum bjöllum hjá lesendum Fréttablaðsins og nýrakað andlitið ekki heldur. En setji menn yfirvaraskegg og örlítið meira hár, helst krullað, á Ervin kemur í ljós gríski dalafetamaðurinn Stepaponopolis úr auglýsingum Dags Kára Péturssonar fyrir MS sem vöktu mikla athygli á sínum tíma. Ervin leikur aðalhlutverkið í stuttmyndinni The Notion of Immanent Causation eftir Óskar Örn Arnarsson sem hlaut áhorfendaverðlaun Stuttmyndadaga Reykjavíkur. Stuttmyndin leggur brátt af stað í lítið ferðalag til heimalands Ervins, Kosovo, þar sem hún verður sýnd á Pristina Film Festival en formaður dómnefndar er engin önnur en Vanessa Redgrave. Draumur Ervins, um að mynda menningarbrú milli Kosovo og Íslands, er því að skríða af stað. „Við byrjum bara svona, með stuttmynd þar sem Íslendingur og Kosovoi sameina krafta sína." Ervin flúði frá Kosovo til Íslands þegar stríðsátökin þar stóðu sem hæst fyrir ellefu árum, þá aðeins tvítugur að aldri, einn og óstuddur. Í þeim mánuði höfðu bardagar milli Frelsishers Kosovo og serbneskra lögreglu- og hersveita staðið yfir í sjö mánuði og yfir 270 þúsund manns voru á flótta. Aðstæðurnar versnuðu til muna næstu mánuði og þegar Nato hóf loftárásir á Júgóslavíu var það vegna gruns um þjóðernishreinsanir í Kosovo. Ervin fékk við komuna vinnu hjá Fisverkun Jónasar í Hafnarfirði og fór strax að læra tungumálið. Íslenskukennarnir hans voru þó heldur óhefðbundnir. „Já, ég hlustaði alltaf á Tvíhöfða í vinnunni og lærði tungumálið í gegnum þá. Konurnar í fiskvinnslunni hjálpuðu mér síðan með þau orð sem ég skildi ekki," segir Ervin og hlær. Ervin telur að yfir fimm hundruð Kosovo-Albanar séu á Íslandi í dag og þeir halda mjög góðu samband sína á milli. Í dag starfar Ervin hjá sápuframleiðandanum Tandur milli þess sem hann leikur í kvikmyndum og auglýsingum. Kvikmyndaleikstjórar hafa sóst eftir balknesku útliti hans, nú síðast lék hann verðbréfasala í R.W.W.M eftir Júlíus Kemp og svipaða týpu í Brúðgumanum eftir Baltasar Kormák. „Ég ætla alla leið í kvikmyndabransanum og lifa þann draum til fulls." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira