Dalafetamaðurinn með stuttmynd til Pristinu 22. júní 2009 03:00 Ervin Shala flúði frá Kosovo til Íslands fyrir ellefu árum og ætlar nú að láta drauminn um að verða kvikmyndaleikari rætast.Fréttablaðið/Valli „Þetta er bara búið vera draumur fyrir mig, algjörlega frábært," segir Ervin Shala. Nafnið kveikir kannski engum bjöllum hjá lesendum Fréttablaðsins og nýrakað andlitið ekki heldur. En setji menn yfirvaraskegg og örlítið meira hár, helst krullað, á Ervin kemur í ljós gríski dalafetamaðurinn Stepaponopolis úr auglýsingum Dags Kára Péturssonar fyrir MS sem vöktu mikla athygli á sínum tíma. Ervin leikur aðalhlutverkið í stuttmyndinni The Notion of Immanent Causation eftir Óskar Örn Arnarsson sem hlaut áhorfendaverðlaun Stuttmyndadaga Reykjavíkur. Stuttmyndin leggur brátt af stað í lítið ferðalag til heimalands Ervins, Kosovo, þar sem hún verður sýnd á Pristina Film Festival en formaður dómnefndar er engin önnur en Vanessa Redgrave. Draumur Ervins, um að mynda menningarbrú milli Kosovo og Íslands, er því að skríða af stað. „Við byrjum bara svona, með stuttmynd þar sem Íslendingur og Kosovoi sameina krafta sína." Ervin flúði frá Kosovo til Íslands þegar stríðsátökin þar stóðu sem hæst fyrir ellefu árum, þá aðeins tvítugur að aldri, einn og óstuddur. Í þeim mánuði höfðu bardagar milli Frelsishers Kosovo og serbneskra lögreglu- og hersveita staðið yfir í sjö mánuði og yfir 270 þúsund manns voru á flótta. Aðstæðurnar versnuðu til muna næstu mánuði og þegar Nato hóf loftárásir á Júgóslavíu var það vegna gruns um þjóðernishreinsanir í Kosovo. Ervin fékk við komuna vinnu hjá Fisverkun Jónasar í Hafnarfirði og fór strax að læra tungumálið. Íslenskukennarnir hans voru þó heldur óhefðbundnir. „Já, ég hlustaði alltaf á Tvíhöfða í vinnunni og lærði tungumálið í gegnum þá. Konurnar í fiskvinnslunni hjálpuðu mér síðan með þau orð sem ég skildi ekki," segir Ervin og hlær. Ervin telur að yfir fimm hundruð Kosovo-Albanar séu á Íslandi í dag og þeir halda mjög góðu samband sína á milli. Í dag starfar Ervin hjá sápuframleiðandanum Tandur milli þess sem hann leikur í kvikmyndum og auglýsingum. Kvikmyndaleikstjórar hafa sóst eftir balknesku útliti hans, nú síðast lék hann verðbréfasala í R.W.W.M eftir Júlíus Kemp og svipaða týpu í Brúðgumanum eftir Baltasar Kormák. „Ég ætla alla leið í kvikmyndabransanum og lifa þann draum til fulls." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Laufey á landinu Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira
„Þetta er bara búið vera draumur fyrir mig, algjörlega frábært," segir Ervin Shala. Nafnið kveikir kannski engum bjöllum hjá lesendum Fréttablaðsins og nýrakað andlitið ekki heldur. En setji menn yfirvaraskegg og örlítið meira hár, helst krullað, á Ervin kemur í ljós gríski dalafetamaðurinn Stepaponopolis úr auglýsingum Dags Kára Péturssonar fyrir MS sem vöktu mikla athygli á sínum tíma. Ervin leikur aðalhlutverkið í stuttmyndinni The Notion of Immanent Causation eftir Óskar Örn Arnarsson sem hlaut áhorfendaverðlaun Stuttmyndadaga Reykjavíkur. Stuttmyndin leggur brátt af stað í lítið ferðalag til heimalands Ervins, Kosovo, þar sem hún verður sýnd á Pristina Film Festival en formaður dómnefndar er engin önnur en Vanessa Redgrave. Draumur Ervins, um að mynda menningarbrú milli Kosovo og Íslands, er því að skríða af stað. „Við byrjum bara svona, með stuttmynd þar sem Íslendingur og Kosovoi sameina krafta sína." Ervin flúði frá Kosovo til Íslands þegar stríðsátökin þar stóðu sem hæst fyrir ellefu árum, þá aðeins tvítugur að aldri, einn og óstuddur. Í þeim mánuði höfðu bardagar milli Frelsishers Kosovo og serbneskra lögreglu- og hersveita staðið yfir í sjö mánuði og yfir 270 þúsund manns voru á flótta. Aðstæðurnar versnuðu til muna næstu mánuði og þegar Nato hóf loftárásir á Júgóslavíu var það vegna gruns um þjóðernishreinsanir í Kosovo. Ervin fékk við komuna vinnu hjá Fisverkun Jónasar í Hafnarfirði og fór strax að læra tungumálið. Íslenskukennarnir hans voru þó heldur óhefðbundnir. „Já, ég hlustaði alltaf á Tvíhöfða í vinnunni og lærði tungumálið í gegnum þá. Konurnar í fiskvinnslunni hjálpuðu mér síðan með þau orð sem ég skildi ekki," segir Ervin og hlær. Ervin telur að yfir fimm hundruð Kosovo-Albanar séu á Íslandi í dag og þeir halda mjög góðu samband sína á milli. Í dag starfar Ervin hjá sápuframleiðandanum Tandur milli þess sem hann leikur í kvikmyndum og auglýsingum. Kvikmyndaleikstjórar hafa sóst eftir balknesku útliti hans, nú síðast lék hann verðbréfasala í R.W.W.M eftir Júlíus Kemp og svipaða týpu í Brúðgumanum eftir Baltasar Kormák. „Ég ætla alla leið í kvikmyndabransanum og lifa þann draum til fulls." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Laufey á landinu Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira