Lífið

Léku frummenn í alþjóðlegri auglýsingu

ólafur darri og atli rafn sem frummenn Auglýsingin fjallar um það þegar frummaðurinn kemst í snertingu við hátæknina.
ólafur darri og atli rafn sem frummenn Auglýsingin fjallar um það þegar frummaðurinn kemst í snertingu við hátæknina.

„Þetta er auglýsing fyrir LG. Sem er alþjóðlegt fyrirtæki. Þeir framleiða meðal annars síma og þetta er sjónvarpsauglýsing fyrir nýjan háþróaðan síma. Míní-bíómynd sem fjallar um það þegar frummaðurinn kemst í snertingu við hátæknina,“ segir Einar Sveinn Þórðarson hjá Pegasus.

Um helgina síðustu var hér tökulið frá frönskum framleiðanda sem var að taka upp sjónvarpsauglýsingu fyrir stórfyrirtækið LG. Pegasus var framleiðandi hér á Íslandi. Að sögn Einars Sveins komu fjölmargir Íslendingar að málum, meðal annars tíu manna hópur leikara og dansara sem brugðu sér í líki frummannsins. Leikararnir Ólafur Darri og Atli Rafn léku frummenn.

Að sögn Ólafs Darra má hann ekkert tjá sig um auglýsinguna vegna ákvæða í samningi sem hann skrifaði undir. Þá voru hér hvorki meira né minna en átta gervasérfræðingar og með þeim starfaði gervamaðurinn Stefán Jörgen – einn fremsti gervasérfræðingur landsins.

Einar Sveinn vill ekki nefna neinar kostnaðartölur en segir þó fyrirliggjandi að þetta hafi verið umfangsmikil framleiðsla. Og kærkomnar gjaldeyristekjur.

„Leikstjóri auglýsingarinnar er Zavier Mairess, sem er vinsæll auglýsingaleikstjóri frá Belgíu,“ segir Einar Sveinn. Ekki er vitað hvenær auglýsingin verður sýnd.- jbg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.