Fleiri fréttir

Frumsýning í Japan

Fimmta kvikmyndin um Harry Potter og ævintýri hans, The Order of the Phoenix, verður heimsfrumsýnd í Japan hinn 28. júní. Talið er að Japan hafi orðið fyrir valinu eftir að önnur framhaldsmynd, Spider-Man 3, var frumsýnd þar í landi og sló öll aðsóknarmet.

Úr handboltanum í rokkið

Tónlistarmaðurinn B.Sig gaf nýverið út sína fyrstu plötu, Good Morning mr. Evening, sem hlotið hefur glimrandi undirtektir og er í 10. sæti Tónlistans yfir mest seldu plötur landsins.

Fór á kostum í keilu

„Þetta var eiginlega hálf ótrúlegt, Sigurjón gerði fellu í hverri einustu tilraun,“ segir Ólafur Jóhannesson, leikstjóri kvikmyndarinnar Stóra planið, en nýverið var tekið upp atriði þar sem persónur þeirra Sigurjóns Kjartanssonar og Péturs Jóhanns Sigfússonar voru á æfingu hjá keilufélaginu Mjöll. Að sögn leikstjórans fer eitthvað færri sögum af hæfileikum Péturs Jóhanns í keilunni en tökuliðið var agndofa yfir hæfni Sigurjóns.

KR-útvarpið á tímamótum

KR-útvarpið verður með sína 200. útsendingu á mánudagskvöld þegar KR og Víkingur eigast við í Landsbankadeild karla. „Við vorum að leita leiða til að bæta við stuðningsmannastarfið og þá kviknaði þessi hugmynd,“ segir Höskuldur Höskuldsson, sérlegur útvarpsstjóri KR.

Hjón í orði, á borði og á sviði

Edda Arnljótsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson eru samferða í vinnuna þessa dagana. Þau leika hjón í sýningunni Yfirvofandi, í stofunni heima hjá leikskáldinu á Lokastígnum.

Eyþór senuþjófur í Cannes

Athafnamaðurinn Eyþór Guðjónsson hefur látið lítið fyrir sér fara að undanförnu eftir að hafa verið í sviðljósinu í kringum Hostel-hryllingsmyndina sem sló eftirminnilega í gegn.

Bíða íslenska afmælisins

Aðdáendur hinna rómuðu Star Wars mynda söfnuðust saman víðsvegar um heim í gær, til að fagna því að þrjátíu ár væri liðin frá frumsýningu fyrstu myndarinnar í bálkinum. Svo var ekki hér á landi. „Það er ekkert í gangi svo ég viti til. Og ég væri væntanlega búinn að heyra af því ef svo væri,“ sagði Gísli Einarsson, eigandi myndasögubúðarinnar Nexus, í samtali við Fréttablaðið í gær.

Sixtís „kitsch“

Snillingurinn John Galliano sýndi nýlega strandfatnaðarlínu fyrir Dior sumarið 2008. Sýningin átti sér stað í New York fyrir fullu húsi og stjörnur eins og Penelope Cruz, Dita Von Teese og Charlize Theron sátu á fremstu bekkjum.

Barbarella snýr aftur á næsta ári

Leikstjórinn Robert Rodriguez, maðurinn á bak við Sin City, ætlar að endurgera kvikmyndina Barbarella. Jane Fonda fór með aðalhlutverkið í upphaflegu myndinni sem kom út árið 1968. Er hún byggð á myndasögubók Frakkans Jean-Claude Forest og fjallar um Barbarellu sem reynir að fletta ofan af áformum hins illa Duran-Duran í framtíðinni.

Baksviðs í Cannes

Kvikmyndahátíðin í Cannes er svo sannarlega hátíð fagfólksins. Fáir eru hins vegar uppátækjasamari en einmitt fólkið í kvikmyndabransanum, og því gerist ýmislegt á bak við tjöldin, á lystisnekkjum og á ströndinni. Hjartaknúsararnir úr Hollywood halda sínu striki þó í Suður-Frakklandi séu.

Árleg tískuhátíð í líkingu við Airwaves

Basecamp og Eskimo standa fyrir viðamikilli tískusýningu í næstu viku, sem vakið hefur áhuga erlendra fjölmiðla. „Þetta er í fyrsta skiptið sem við gerum eitthvað þessu líkt,“ sagði Andrea Brabin, framkvæmdastjóri Eskimo. „Þetta er ekki Icelandic Fashion week eða neitt í þá áttina. Við erum frekar að lyfta fram grasrótarhönnuðum, sem eru að byrja,“ sagði hún.

Algjör alþýðuskemmtun

Lýðræðið er mörgum ofarlega í huga þessi misserin, ekki síst félögum í leikfélaginu Gilligogg sem á rannsóknarstofu sinni hafa lagst í krufningu á heilbrigði þess og kröfum.

Hanna Björk talar frá Teheran: Bíó og brjálæði!

Jæja, þá er ég komin frá Teheran til meginlands Evrópu. Ég fékk meira menningarsjokk við að lenda í Cannes heldur en í Teheran fyrir fjórum mánuðum. Cannes er mjög fallegur staður og ströndin og sólin lofuðu góðu. En svo fór ég á hátíðarsvæðið og geðveikin byrjaði. Fólk, fólk, fólk alls staðar. Höstl og læti.

Hæ, ég er pabbi hennar Stellu ...

Paul McCartney tókst að fá leikkonuna Natalie Portman til að koma fram í nýjasta myndbandi sínu, þökk sé Stellu dóttur hans. McCartney er að gefa út plötuna "Memory Almost Full," sem þykir jafnast á við bestu verk hans. Natalie Portman kemur fram sem draugur í fyrsta myndbandinu af plötunni.

Fasteignasala með risabrjóst sagt upp störfum

Þýskum fasteignasala sem átti sér draum um að vera með stærstu brjóst í Evrópu hefur verið sagt upp. Annina Ulrich sem stundar líka fyrirsætustörf, viðurkennir að hún sé háð brjóstastækkunum en brjóst hennar eru nú af skálastærð 42H.

Bankaræningi hættir við

Bankaræningja sem hugðist ræna banka í Stephenville í Texas snerist hugur þegar á hólminn var komið. Hann gekk inn og krafðist peninga, en bað gjaldkerann að því loknu að hringja í lögreglu - hann myndi bíða úti á stétt.

Sér grefur gröf

Hann varð svo reiður út í kærustuna sína eftir rifrildi að hann skildi hana eftir í bílnum á lestarteinum rétt utan við Los Angeles í gær. Rétt í því sem lestin kom æðandi. Hann stökk svo til hliðar og beið eftir að sjá bílinn tætast í sundur og kærustuna deyja.

Kona fæðir barn á tveimur mínútum.

Vediku Vyas lá á að komast í heiminn. Móðir hennar, hin þrítuga Palak Vyas, fæddi hana aðeins tveimur mínútum eftir að hún missti vatnið.

Spítala lokað vegna manns með gervifót

Spítali í Washington fylki í Bandaríkjunum var girtur af og vopnuð lögregla leitaði í húsinu eftir að starfsmaður tilkynnti að maður með riffill gengi laus í sjúkrahúsinu.

Faðernismáli gegn Paul McCartney hætt

Rannsókn á máli 44 ára þýskrar konu sem heldur því fram að Paul McCartney sé faðir hennar, en hafi svindlað á faðernisprófi hefur verið hætt. Konan, Bettina Huber, segir að McCartney og móðir hennar, sem var gengilbeina á Starlight klúbbnum Hamborg, þar sem McCarney spilaði, hafi átt í þriggja ára löngu ástarsambandi á árunum 1959 til 1962, þegar Huber fæddist.

Kynhneigð hefur áhrif á lestur landakorta

Kynhneigð hefur áhrif á getu fólks til að lesa af landakortum. Gagnkynhneigðir karlmenn eru þannig bestir í kortalestri, en gagnkynhneigðar konur verstar.

Hélt sér vakandi í ellefu daga

Rúmlega fertugur breskur maður sló í morgun heimsmetið í að halda sér vakandi. Tony Wright hóf tilraun sína þann 14. maí klukkan sex að morgni og er því búinn að vera vakandi í ellefu daga samfleitt.

Eyþór aftur undir stýri

„Nú verð ég að passa mig á bæði bílum og brennivíni,“ segir tónlistarmaðurinn Eyþór Arnalds sem hefur endurheimt bílpróf sitt eftir hrakfarir á síðasta ári. Að auki mun hann á næstunni hella sér af fullum krafti út í bæjarpólitíkina í Árborg.

Afturelding verður kvikmynduð

Glæpasagan Afturelding, eftir Viktor Arnar Ingólfsson, verður kvikmynduð. Reykjavík Films samdi í gær við Viktor Arnar og Eddu útgáfu um kvikmyndaréttindi á bókinni og stendur til að gera þáttaröð fyrir sjónvarp.

Humarinn okkar hefur verið aðalsmerki í 40 ár

Hótel Höfn verður opnað í dag eftir gagngerar endurbætur. Að sjálfsögðu er humar ofarlega á matseðlinum hjá Gísla Má Vilhjálmssyni yfirkokki og einum af eigendum hótelsins.

Danspönksveitin the Rapture á leið til landsins

Danspönksveitin the Rapture er væntanleg til landsins og heldur tónleika á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll 26. júlí næstkomandi. Sveitin er frá New York og er talin ein af upphafsmönnum danspönkbylgjunnar sem hefur verið áberandi í rokktónlist undanfarin ár.

Borat gefur út ferðahandbók

Borat Sagdiyev, fréttamaðurinn knái frá Kasakstan er að gefa út ferðahandbók. Bókin er tvískipt, annar hlutinn er fyrir Kasakka á ferðalagi um Bandaríkin og hinn um Bandaríkjamenn á leið til Kasakstan. Hún ber titlana Borat:Touristic Guidings To Minor Nation of U.S. and A." and "Borat: Touristic Guidings To Glorious Nation of Kazakhstan."

Jordin Sparks vann American Idol

Hin sautján ára Jordin Sparks varð í gærkvöld yngsti sigurverari American Idol þegar hún lagði sjarmatröllið og rapparann Blake Lewis í Kodak höllinni í Hollywood. 74 milljónir atkvæða voru greidd í símakosningunni sem réði úrslitum.

Sextug kona eignast tvíbura

Sextug kona eignaðist tvíbura á Hackensack háskólaskjúkrahúsinu í New Jersey á þriðjudag. Móðirin, Frieda Birnbaum, er elsta tvíburamóðir í Bandaríkjunum, en í fyrra eignaðist 67 ára spænsk kona tvíbura.

Bakaranemar keppa

Hin árlega Nemakeppni Kornax var haldin í 10. sinn dagana 17. til 18 maí sl. í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi.

Nakinn Kani veldur usla í Nürnberg

Hann hefði átt að lesa ferðahandbókina sína betur, nakti bandaríski ferðamaðurinn sem að lögregla stöðvaði á vappi miðborg í Nürnberg á þriðjudag.

Ketti vaxa vængir vegna kynferðislegrar áreitni

Vængir uxu á kött frú Feng, gamallar konu í Xianyang borg í Kína. ,,Fyrst voru þetta bara tveir hnúðar á bakinu á honum, en þeir uxu með ógnarhraða og á mánuði var hann kominn með vængi" sagði Feng í samtali Við Huashang fréttastofuna.

Kynlíf með iPod spilaranum

Apple-fyrirtækið hótar nú að siga löfræðingaher sínum á kynlífshjálpartækjaverslunina Ann Summers. IPod framleiðandinn er brjálaður yfir auglýsingum á nýjum titrara sem nefnist iGasm. Tækið tengist við I-pod eða aðra MP3spilara, fartölvur eða geislaspilara og titrar í takt við tónlist.

Ljótir menn eru góðir fyrir genamengið

,,Ég er umkringd karlkyns fyrirsætum allan daginn. Þetta eru ágætir strákar, en ég fæ grænar bólur af þessum skörpu kjálkum og ítalska töffara útliti." ,,Það er eitthvað við sköllótta menn sem gerir mig alveg brjálaða, sérstaklega ef þeir geta fengið mig til að hlæja líka!", segir Vanessa Upton, 28 ára fyrirsæta í samali við Sun tímaritið.

Spennandi úrslitaþáttur framundan í Idol

Síðusta tækifæri keppenda í American Idol til að sanna sig leið í gær þegar hin sautján ára Jordin Spark og Blake Lewis mættust í Kodak höllinni í Los Angeles. Simon Cowell sagði að þetta vera jöfnustu keppni sem að hann hefði séð og að engin leið væri að spá fyrir um úrslitin.

Tekinn fyrir ölvunakstur á hjólastól

Lögreglu brá í brún þegar hún stöðvaði mann á hjólastól fyrir það að keyra á miðjum vegi í borginni Schwerin í Þýskalandi í gær. Maðurinn var með meira en tífalt leyfilegt magn áfengis í blóðinu.

Sjá næstu 50 fréttir