Lífið

Fór á kostum í keilu

Sigurjón þótti sýna lipur tilþrif í keilu á meðan Pétur Jóhann þótti heldur slakur.
Sigurjón þótti sýna lipur tilþrif í keilu á meðan Pétur Jóhann þótti heldur slakur. MYND/Rune Kippervik

„Þetta var eiginlega hálf ótrúlegt, Sigurjón gerði fellu í hverri einustu tilraun,“ segir Ólafur Jóhannesson, leikstjóri kvikmyndarinnar Stóra planið, en nýverið var tekið upp atriði þar sem persónur þeirra Sigurjóns Kjartanssonar og Péturs Jóhanns Sigfússonar voru á æfingu hjá keilufélaginu Mjöll. Að sögn leikstjórans fer eitthvað færri sögum af hæfileikum Péturs Jóhanns í keilunni en tökuliðið var agndofa yfir hæfni Sigurjóns.

Sigurjón vildi sjálfur sem minnst gera úr þessu en viðurkenndi að þetta hefði gengið vel hjá sér. „Ég er svona annaðhvort eða maður, annaðhvort felli ég eða hitti ekki neitt,“ útskýrir Sigurjón en þess má til gamans geta að meistaraflokksmaður í keilu var til taks ef í harðbakkann slægi og leikararnir hefðu reynst arfaslakir í þessari vinsælu íþrótt. „Ég hef reyndar ekki gert mikið af því að spila keilu en þótti nokkuð lipur í tölvuspili sem snerist að einhverju leyti um keilu. Þá féllu menn í stafi yfir hæfileikum mínum,“ segir Sigurjón.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.