Fleiri fréttir

Kryddpíur á leynifundi

Orðrómurinn um að stúlkurnar í Spice Girls ætli að koma saman á ný fékk byr undir báða vængi í gær þegar sást til þeirra Geri Halliwell og Emmu Bunton yfirgefa heimili Richards Stannard í Brighton, en hann var helsti upptökustjóri hljómsveitarinnar þegar hún var sem vinsælust.

Lalla-auglýsing kærð

Mikil umræða hefur farið fram um auglýsingaherferð Öryggismiðstöðvarinnar þar sem Lalli Johns er í aðalhlutverki. Nú hefur Öryrkjabandalagið kært hana til siðanefndar SÍA. „Við teljum okkur hafa verið að vinna innan rammans. Aldrei er markmið að særa blygðunarkennd eða koma illa fram við einn né neinn,” segir Eiríkur Aðalsteinsson framkvæmdastjóri og eigandi auglýsingastofunnar Himinn og haf.

Lay Low boðið á tvær hátíðir

Tónlistarkonunni Lay Low hefur verið boðið að koma fram á hátíðunum Canadian Music Week og South By Southwest sem fara fram í mars á næsta ári. Boðin komu eftir vel heppnaða seinni tónleika hennar á Great Escape-hátíðinni sem var haldin í Brighton um síðustu helgi.

Leikur í nýjum SATC

Brooke Shields fer með eitt aðalhlutverka í nýjum þáttum sem heita Lipstick Jungle. Þættirnir eru byggðir á bók eftir Candace Bushnell, sem flestir kannast við sem höfund Sex and the City. NBC tekur Lipstick Jungle til sýninga í janúar 2008, en aðdáendur Sex and the City hafa þegar útnefnt þáttaröðina sem arftaka hennar.

Tíndu hátt í hundrað lítra af skít

„Við höfum gert þetta einu sinni eða tvisvar áður. Aðallega vegna þess að það er illa gengið um á þessum hundasvæðum. Fólk hendir hundunum út úr bílunum en gleymir að tína upp eftir þá,“ segir Stefanía H. Sigurðardóttir, einn af aðstandendum Tryggs, hagsmunasamtaka hundaeigenda. Félagið stóð fyrir skítatínslu á Geirsnefi, á sunnudaginn var, og mættu um tuttugu manns til tínslunnar.

Vill ekki kvænast

Spænski hjartaknúsarinn Enrique Iglesias hefur sagt unnustu sinni, tenniskonunni Önnu Kournikovu, að hann muni aldrei giftast henni. Enn fremur hefur söngvarinn engan áhuga á að eignast börn næstu átta árin hið minnsta.

Paula Abdul bjargaði hundinum sínum en braut á sér nefið

Paula Abdul, fyrrverandi poppstjarna og dómari í American Idol, nefbrotnaði um síðustu helgi. Óhappið varð með þeim hætti að chihuahua hundurinn hennar var að flækjast fyrir henni og litlu munaði að hún hefði stigið á hann. Henni tókst þó að forða þeirri ógæfu en ekki vildi betur til en svo að hún missti jafnvægið og datt beint á nefið, sem lét undan.

Matthew McConaughey stígur kjúklingadans

Leikarinn Matthew McConaughey, sem hingað til hefur verið talinn mikið kyntákn, sást taka nokkur létt spor á tökustað nýrrar myndar sinnar ,, Surfer Dude".

Eiturlyf fyrir skólabörn

Dularfullur, illa þefjandi pakki barst grunnskólanum í Kent í New York fylki á fimmtudag. Pakkinn var stílaður á Joan Pinserton, en það er misritun á nafni skólastjórans - Pinkerton.

GTA IV sérútgáfa

Hægt verður að fá nýjasta Grand Theft Auto leikinn í sérstakri viðhafnarútgáfu. Mikil eftirvænting ríkir eftir fjórða leiknum í þessari vinsælu seríu.

Vaknaði ekki þó hann væri skotinn í höfuðið

Michael Lusher sefur fast. Svo fast raunar að þegar kúla úr lítilli skammbyssu lenti í höfði hans þar sem hann svaf á hjólhýsi sínu í Huntington í Virginíufylki á sunnudagsmorgun vaknaði hann ekki. Það var ekki fyrr en fjórum tímum síðar að Lusher rumskaði og grunaði að eitthvað væri í ólagi þar sem að blóð lak úr höfði hans.

Angelina Jolie tekur sér frí

Angelina Jolie ætlar að taka sér árs frí til að verja meiri tíma með fjölskyldu sinni. ,,Ég mun vinna í sumar. Ég verð í nokkra mánuði í Prag, svo fer ég í tveggja mánaða frí, vinn aftur í tvo mánuði og tek mér svo frí í ár." sagði leikkonan í samtali við People tímaritið.

Hrapandi teppi lamar mann

Kínverskur maður leitar nú logandi ljósi að eiganda teppis sem féll á hann ofan af fjögurra hæða húsi í bænum Shenzhen í Kína með þeim afleiðingum að hann lamaðist.

Hinsegin flamingóar ættleiða unga

Tveir samkynhneigðir flamingóar í Bretlandi eru orðnir stolir fósturforeldrar eftir að þeir tóku munaðarlausan unga undir verndarvængi sína. Carlos og Fernando hafa verið saman í sex ár. Þeir voru orðnir svo örvæntingarfullir að stofna fjölskyldu að þeir fóru að stela eggjum.

Mandela vill Kryddpíur í afmælisveislu

Nelson Mandela vill fá Kryddpíurnar til að spila í 89 ára afmælinu sínu. Hann hefur send stöllunum Victoriu Beckham, Mel B, Mel C, Geri Halliwell og Emmu Bunton sérstök boðskort, þar sem hann býður þeim að taka þátt í gala-tónleikum í tilefni afmælisins.

Tónlist.is skuldar listamönnum ekkert

„Okkur er ekki skemmt ef það er rétt að þessir peningar séu ekki að skila sér,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Tónlist.is. Fréttablaðið greindi í gær frá óánægju nokkurra ungra tónlistarmanna með vefinn Tónlist.is.

Fönixreglan frumsýnd í Japan

Fimmta Harry Potter myndin, Fönixreglan, verður frumsýnd í Japan 28. júní. Íslendingar þurfa að bíða aðeins lengur, en hér verður myndin ekki sýnd fyrr en 13. júlí.

Af reynsluheimi rauðhærðra

Myndlistarkonan Nína Gautadóttir gerir rauðhærðum konum skil á forvitnilegri sýningu sem var nýverið opnuð í vesturbæ Reykjavíkur. Myndum af tæplega þrjú þúsund rauðhærðum konum er varpað á vegg á Ásvallagötunni.

Lordi lék við hvern sinn fingur í Cannes

„Þetta gengur mjög vel, vægast sagt,“ segir Ingvar Þórðarson hjá Kvikmyndafélagi Íslands en hann ásamt samstarfsfélaga sínum Júlíusi Kemp eru nú í fullum gangi við að kynna hryllingsmyndina Dark Floors: Lordi Motion Picture á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Coen-bræður eru einn maður með tvö höfuð

Það var mikil spenna í salnum þegar nýjasta mynd Coen-bræðranna No Country for Old Men var frumsýnd í Cannes en hún tekur þátt í keppninni um Gullpálmann eftirsótta.

Spila á Mini-Airwaves

Hljómsveitirnar GusGus og FM Belfast troða upp á sérstöku Iceland Airwaves-kvöldi í Kaupmannahöfn föstudaginn 1. júní undir yfirskriftinni Mini-Airwaves. Einnig koma fram frönsku raftónlistarmennirnir Spitzer, DJ Nil + Paral-lel og plötusnúðarnir Kasper Björke, Jack Schidt, Teki & Orgasmx.

Ertu með Gertrude í eyrunum?

Fara ætti varlega að fólki sem stendur eða situr í andakt með heyrnartól í hlustum sínum, viðkomandi gæti ekki aðeins verið að hlýða á nýjasta poppfroðuvellinginn heldur gæti meira en verið að það sem ómar úr tólunum sé rödd Gertrude Stein, William Carlos Williams eða Norman Mailer. Nú er nefnilega ekkert mál að sækja ljóðaflutning þeirra ókeypis á netinu.

Hrátóna verk

Nú stendur yfir sýning á tréristum eftir Elías B. Halldórsson í Kaffistofu Hafnarborgar. Tréristurnar eru úr myndröðinni Hrátónar frá 1990 og eru úr safni Hafnarborgar.

Cortes syngur fyrir heimilislausa

Garðar Þór Cortes mun á næstu vikum standa fyrir heldur óhefðbundnum tónleikum víðsvegar um London. Garðar hyggst syngja á götum úti, í bókstaflegri merkingu, og mun hann koma fram í verslunarmiðstöðvum, við járnbrautarstöðvar og á fleiri opinberum stöðum í London.

Vortónar af Digranesinu

Samkór Kópavogs heldur vortónleika sína í Digraneskirkju í kvöld og annað kvöld. Þar flytur kórinn fjölbreytt úrval íslenskra og erlendra alþýðu- og þjóðlaga, þar á meðal verk eftir Sigvalda Kaldalóns og Sigfús Halldórsson.

Britney vildi leðursæti og neitaði að fljúga

Britney Spears heldur áfram að koma sér í fréttirnar fyrir eitthvað allt annað en tónlist sína. Í gær greindi News of the World frá því að söngkonan hefði gengið út úr flugvél skömmu fyrir flugtak en hún var á leið frá Los Angeles til Florida. Ástæðan fyrir óánægju Britney var að sæti vélarinnar voru ekki klædd leðri.

Bach-sónötur og margfaldur frumflutningur

Tónleikaröð helguð ungum einleikurum er skipulögð í tengslum við Listahátíð í Reykjavík og í kvöld verða fyrstu tónleikarnir haldnir í tónlistarhúsinu Ými og norður í Eyjafirði.

Hlustun mikilvæg

Líðan sjúklinga með Alzheimer er efni opins fyrirlesturs sem hefst kl. 15 í dag á 1. hæð að Eiríksgötu 34.

Sjúkranudd er fyrirbyggjandi meðferð

Sjúkranudd getur linað verki og spennu tengda hversdags- og atvinnulífinu. Ekki er allt nudd sjúkranudd. Sjúkranudd á sér langa sögu og er meðal elstu meðferðarforma sem vitað er með vissu að maðurinn hafi beitt í lækningaskyni.

Öll orkan í kennsluna

Unnur Elísabet Gunnarsdóttir hefur æft dans í nítján ár og miðlar af reynslu sinni á námskeiðum fyrir krakka í sumar. „Ég verð með dansnámskeið í sumar í Ballettskóla Guðbjargar Björgvinsdóttur ásamt Riinu Turunen, fyrir krakka á aldrinum tíu til tólf ára og þrettán til sextán ára,“ segir Unnur Elísabet Gunnarsdóttir, dansari.

Zodiac - fjórar stjörnur

Í upphafi áttunda áratugarins leituðu lögregluyfirvöld í Norður-Kaliforníu að raðmorðingja sem hafði gefið sjálfum sér nafnið Zodiac. Hann skráði sig í sögubækurnar þegar hann sendi fjölmiðlum nokkur bréf á dulmáli þar sem nafn hans var að eigin sögn gefið upp.

Sicko vekur lukku á Cannes

Sicko, nýjustu mynd Michael's Moore var gríðarlega vel tekið þegar hún var frumsýnd á Cannes hátíðinni á Laugardag. Tvö þúsund áhorfendur klöppuðu myndinni lof í lófa og hafa gagnrýnendur ausið hrósi yfir þessa fyrstu mynd Moore, frá því hann gaf út Farenheit 9/11.

Britney er hrifin af leðri

Britney Spears vakti eitthvað minna en almenna hrifningu þegar hún neitaði að fljúga frá Los Angeles til Flórída, þar sem hún átti að halda tónleika. Ástæðan var einföld - það voru engin leðursæti í vélinni.

Pamela Anderson bauluð niður í Cannes

Brjóstagóða Baywatch stjarnan Pamela Anderson var bauluð niður af ljósmyndurum þegar hún mætti of seint í myndatöku á Cannes hátíðinni á föstudag og stillti sér aðeins upp í örfáar mínútur.

Æst kýr veldur usla í Lausanne

Fimmtán lögreglumenn eltust í tvo tíma við ringlaða og stórhættulega kú sem ráfaði um götur Lausanne í Sviss á föstudag.

Íslensk tíska komin á kortið hjá New York Times

New York Times hefur birt tískukort yfir Reykjavík. Blaðið segir að þó Reykjavík hafi lengi verið í fremstu röð í listum og tónlist hafi borgið verið lítið þekkt í tískuheiminum. Þetta sé þó óðum að breytast fyrir tilstilli líflegrar unglingamenningar og fatahönnunardeild listaháskólans.

Kynlífshjálpartæki Jacksons til sölu

Fleiri en tuttugu þúsund munir sem eitt sinn tilheyrðu Michael Jackson verða seldir á uppboði á Hard Rock Hótelinu í Las Vegas í lok mánaðarins. Á meðal munanna eru kynlífshjálpartæki og málverk af nöktum drengjum.

Stallone sektaður fyrir innflutning stera

Dómstóll í Ástralíu sektaði Sylvester Stallone í morgun um tæplega sjö hundruð þúsund krónur yrir að hafa undir höndum vaxtarhormónið Jintropin.

Trúður fyrir þunglynda apa

Lífsleiðir simpansar, górillur, bavíanar og órangútanar í njóta nú liðsinnis trúðs til að halda uppi stuði.

Hvaladráp kemur út

Nýjasta breiðskífa Mínus, The Great Northern Whalekill, kemur út á mánudag á vegum Smekkleysu. Þetta er fjórða hljóðversskífa Mínus, sem síðast sendi frá sér Halldór Laxness árið 2003, sem var valin besta plata ársins af tónlistarspekúlöntum.

Sjá næstu 50 fréttir