Árleg tískuhátíð í líkingu við Airwaves 26. maí 2007 08:00 Andrea Brabin, framkvæmdastjóri Eskimo models segist stefna að því að Made in Iceland verði árlegur tískuviðburður, svipað og Airwaves er fyrir tónlist. Basecamp og Eskimo standa fyrir viðamikilli tískusýningu í næstu viku, sem vakið hefur áhuga erlendra fjölmiðla. „Þetta er í fyrsta skiptið sem við gerum eitthvað þessu líkt,“ sagði Andrea Brabin, framkvæmdastjóri Eskimo. „Þetta er ekki Icelandic Fashion week eða neitt í þá áttina. Við erum frekar að lyfta fram grasrótarhönnuðum, sem eru að byrja,“ sagði hún. Hönnuðirnir eru Aftur, Eygló, Raxel, Starkiller, Ostwald og Forynja. Á sama tíma kynnir Eskimo sextán nýjar fyrirsætur til leiks, undir yfirskriftinni Faces of the year. „Þær sýna föt hönnuðanna,“ útskýrði Andrea. Áherslan er lögð á allt nýtt og ferskt, að sögn Andreu. „Hljómsveitirnar Steed Lord og Sometime spila, en þær eru báðar að gefa út sínar fyrstu plötur á árinu. Við erum svolítið að sýna fram á tenginguna á milli tónlistar og tísku líka. Þetta er eiginlega allt orðið eitt batterí: tónlistarmenn sitja fyrir í tískublöðum og svona,“ sagði hún. „Við stefnum líka að því að þetta verði árlegur viðburður, svipað og Airwaves er fyrir tónlistina.“ grasrótarhönnuðir Aftur, merki systranna Hrafnhildar og Báru Hólmgeirsdætra er eitt þeirra sem verður sýnt á Made in Iceland. Á sýningunni verða útsendarar frá mörgum helstu módelskrifstofum heims og eins hafa tímarit á borð við Dazed and Confused og i-D sýnt mikinn áhuga á viðburðinum. „Margir erlendir fjölmiðlar hafa verið mjög spenntir fyrir því að koma, en maður fær aldrei staðfestingu fyrr en á síðustu stundu,“ varaði Andrea við. Miða á sýninguna má nálgast á miði.is. Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Sjá meira
Basecamp og Eskimo standa fyrir viðamikilli tískusýningu í næstu viku, sem vakið hefur áhuga erlendra fjölmiðla. „Þetta er í fyrsta skiptið sem við gerum eitthvað þessu líkt,“ sagði Andrea Brabin, framkvæmdastjóri Eskimo. „Þetta er ekki Icelandic Fashion week eða neitt í þá áttina. Við erum frekar að lyfta fram grasrótarhönnuðum, sem eru að byrja,“ sagði hún. Hönnuðirnir eru Aftur, Eygló, Raxel, Starkiller, Ostwald og Forynja. Á sama tíma kynnir Eskimo sextán nýjar fyrirsætur til leiks, undir yfirskriftinni Faces of the year. „Þær sýna föt hönnuðanna,“ útskýrði Andrea. Áherslan er lögð á allt nýtt og ferskt, að sögn Andreu. „Hljómsveitirnar Steed Lord og Sometime spila, en þær eru báðar að gefa út sínar fyrstu plötur á árinu. Við erum svolítið að sýna fram á tenginguna á milli tónlistar og tísku líka. Þetta er eiginlega allt orðið eitt batterí: tónlistarmenn sitja fyrir í tískublöðum og svona,“ sagði hún. „Við stefnum líka að því að þetta verði árlegur viðburður, svipað og Airwaves er fyrir tónlistina.“ grasrótarhönnuðir Aftur, merki systranna Hrafnhildar og Báru Hólmgeirsdætra er eitt þeirra sem verður sýnt á Made in Iceland. Á sýningunni verða útsendarar frá mörgum helstu módelskrifstofum heims og eins hafa tímarit á borð við Dazed and Confused og i-D sýnt mikinn áhuga á viðburðinum. „Margir erlendir fjölmiðlar hafa verið mjög spenntir fyrir því að koma, en maður fær aldrei staðfestingu fyrr en á síðustu stundu,“ varaði Andrea við. Miða á sýninguna má nálgast á miði.is.
Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Sjá meira