Lífið

Nældu sér í fjögur K

Kerrang! Sign, Juliette Lewis og International Noise Conspiracy komu fram á Airwaves-hátíðinni.
Kerrang! Sign, Juliette Lewis og International Noise Conspiracy komu fram á Airwaves-hátíðinni.

Hljómsveitirnar Sign, Dr. Spock og Rass fá fjögur K af fimm mögulegum í nýjasta hefti breska rokktímaritsins Kerrang! fyrir frammistöðu sína á Iceland Airwaves-hátíðinni. Sign og Dr. Spock spiluðu báðar á sérstöku Kerrang!-kvöldi sem var haldið í Hafnarhúsinu.

Einnig kom þar fram hljómsveitin Juliette & the Licks og fá tónleikar hennar þrjú K í einkunn. Tónleikar Ensími kvöldið eftir fá þrjú K. Greinarhöfundur líkir Sign við hljómsveitina HIM og segir Ragnar Zolberg, söngvara, leiða sveitina á áhrifamikinn hátt þrátt fyrir ungan aldur. Hann er einnig mjög hrifinn af Dr. Spock. "Annar söngvarinn er stór maður sem öskrar á lýðinn en hinn lítur út fyrir að vera brjálaður prófessor frá áttunda áratugnum," segir hann og á þar við Óttar Proppé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.