Lífið

Heimsmeistari þeytir skífum

Dj Craze er þrefaldur heimsmeistari í skífuskanki.
Dj Craze er þrefaldur heimsmeistari í skífuskanki.

Plötusnúðarnir DJ Craze og MC Armani Reign þeyta skífum á Gauki á Stöng næstkomandi laugardagskvöld. Craze er einn færasti plötusnúðurinn í dag og er meðal annars þrefaldur heimsmeistari í faginu.

Hann hóf feril sinn sem hip hop-plötusnúður en í seinni tíð hafa drum & bass og breakbeat tónar orðið stór hluti af spilamennsku hans á klúbbum og hátíðum um víða veröld. Það eru Breakbeat.is og Kronik Entertainment sem standa fyrir uppákomunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.