Lífið

Vildi kossaatriði með Downey Jr.

Val Kilmer hristi mátulega upp í nýjustu mynd sinni Kiss Kiss, Bang Bang með því að stinga upp á að hann og leikarinn Robert Downey Jr. myndu kyssast í myndinni. Leikstjórinn Shane Black tók vel í hugmyndina og hefur myndin fengið væna auglýsingu út á þetta atriði.

"Upphaflegur titill myndarinnar var Bang. Þetta var frekar óáhugaverð og leiðinleg leynilögreglusaga um húsmóður og gaur með skegg," sagði Val Kilmer. "Ég sagði því bara við Shane: "Gefum myndinni pínulítinn lit. Hvað með að ég kyssi mann?" Og Shane féllst á það."

Annars viðurkenndi Val Kilmer líka nýlega að hann sæi eftir að hafa hafnað ýmsum myndum í upphafi feril síns en ástæðuna segir hann vera að hann hafi verið barnalegur og feiminn. Kilmer sló fyrst í gegn árið 1986 í kvikmyndinni Top Gun og fékk eftir það ýmis góð tilboð. "Ég var mjög barnalegur þegar ég var yngri. Ég neitaði fullt af frábærum leikstjórum og þegar ég lít til baka þá man ég ekki afhverju. Ég neitaði Robert Altman tvisvar og líka David Lynch," sagði Kilmer með eftirsjá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.