Lífið

Íslendingar senda fulltrúa í alþjóðlega hljómsveitakeppni

Hljómsveitin Lights on the highway var fulltrúi Íslands í síðustu keppni.
Hljómsveitin Lights on the highway var fulltrúi Íslands í síðustu keppni. Mynd/Páll

Undankeppni alþjóðlegu hljómsveitakeppninarinnar  "The global battle of the bands" verður haldin í Hellinum, tónleikasal Félags Tónlistarþróunarmiðstöðvar, dagana 16. - 26. nóvember næstkomandi. Sigurvegar keppninnar mun síðan fara til London þar sem aðalkeppnin fer fram. Mikið er í húfi en verðlaunin eru rúmar sex milljónir íslenskra króna.

Þetta er í annað sinn sem undankeppnin er haldin hér á landi en hljómsveitin Lights on the Highway sigraði á síðasta ári og var fulltrúi landsins í aðalkeppnini. Alls eru 24 lönd sem senda fulltrúa í keppnina sem verður haldin 7. desember næstkomandi í London. Undankeppnin verður haldin í Hellinum, tónleikasal Félags Tónlistarþróunarmiðstöðvar, dagana 16., 17., 23. og 24. nóvember en sjálf úrslitakvöldið er 26. nóvember. Þá mun það skýrast hvaða íslenska hljómsveit mun fara erlendis og keppast við 23 hljómsveitir frá jafn mörgum löndum um verðlaunaféð, rúmar sex milljónir íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.